Íslensk erfðagreining

Fréttamynd

Fundu erfðabreytu sem hefur áhrif á tónhæð raddar

Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á upptökum af tali um þrettán þúsund Íslendinga varpar ljósi á erfðabreytu sem hefur áhrif á hversu djúp eða há röddin er. Erfðabreytan er sú fyrsta sem vitað er að hafi áhrif á tónhæð að sögn vísindamanns.

Innlent
Fréttamynd

Verjumst riðu! Ný nálgun við 100 ára gamalt verkefni

Á dögunum bárust okkur þær hræðilegu fréttir að riðusmit hafi greinst Miðfjarðarhólfi, en það svæði hefur verið talið musteri sauðfjárræktar í landinu. Það er ávallt áfall þegar riða greinist í sauðfé og aflífa þarf allan stofninn, áfall sem ekki nokkur bóndi á að þurfa að ganga í gegnum. Miðfjarðarhólf var fram að þessu talið hreint svæði og því er erfitt að kyngja þessum nýju tíðindum og hugur okkar er hjá bændum sem nú þurfa að drepa allt sitt fé nokkrum dögum fyrir sauðburð.

Skoðun
Fréttamynd

Hefur fulla trú á Kára í baráttunni gegn riðu

Þingmaður og fyrrverandi bóndi fagnar mjög mögulegri aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að greiningu sýna úr íslensku sauðfé - og leitinni að verndandi arfgerð gegn riðu. Ef haldið sé rétt á spöðunum væri jafnvel hægt að vænta niðurstöðu í haust.

Innlent
Fréttamynd

Kári lagði Per­sónu­vernd

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi ákvörðun Persónuverndar um að Íslensk erfðagreining hefði brotið persónuverndarlög í þremur málum sem sneru að notkun blóðsýna sjúklinga með Covid-19.

Innlent
Fréttamynd

Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu og Þjónustumiðstöðinni

Þjónustumiðstöð rannsóknarverkefna í Kópavogi hefur sagt upp 17 starfsmönnum eða nær helmingi allra sem starfa þar. Ástæðan er sú að færri verkefni Íslenskrar erfðagreiningar kalla á aðkomu Þjónustumiðstöðvarinnar en áður. Þá missa níu vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hvað er hugsun?

Hvað er hugsun? er heitið á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar þar sem fjórir fyrirlesarar velta fyrir sér hvernig hugsun fæðist og hvaða þýðingu fyrirbærið hugsun hefur fyrir alla okkar tilveru.

Innlent
Fréttamynd

Unnur er á­hrifa­mesta vísinda­kona Evrópu

Unnur Þorsteinsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, hefur verið útnefnd áhrifamesta vísindakona Evrópu og sú fimmta áhrifamesta í heiminum.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lensk erfða­greining tekur þátt í metnaðar­fyllsta rað­greiningar­verk­efni í heiminum

Vísindamenn hjá Íslenskri erfðagreiningu hafa raðgreint erfðamengi 150 þúsund einstaklinga fyrir breska lífsýnabankann. Um er að ræða stærsta verkefni sinnar tegundar í heiminum í dag en alls eiga vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og Wellcome Trust Sanger Institute að raðgreina 500 þúsund sýni á þremur árum fyrir Breska lífsýnabankann.

Innlent
Fréttamynd

Höfum við efni á barna­fá­tækt?

Íslensk erfðagreining stendur fyrir málþingi um barnafátækt klukkan 13 til 15 í dag. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar stýrir pallborði og meðal þátttakenda eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

Innlent
Fréttamynd

Ó­míkron orðið alls­ráðandi og rað­greiningu hætt

Ákveðið hefur verið að hætta raðgreiningu allra jákvæðra Covid-19 sýna. Mikill fjöldi jákvæðra sýna að undanförnu er langt umfram greiningargetu, auk þess sem að ómíkronafbrigði veirunnar hefur nú algjörlega yfirtekið deltaafbrigðið hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Þver­tekur fyrir að nokkuð hafi gerst milli bréfa­sendinganna

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þvertekur fyrir að afstaða hennar í máli Persónuverndar og Íslenskrar erfðagreiningar hafi breyst milli tveggja bréfa sem hún sendi forstjóranum Kára Stefánssyni. Þá telur hún ekki óeðlilegt að hún hafi tjáð sig um úrskurð Persónunefndar með þeim hætti sem hún gerði.

Innlent
Fréttamynd

Biður einkennalausa og forvitna um að fara frekar í hraðpróf

Sóttvarnalæknir biðlar til þeirra sem eru einkennalausir að fara frekar í hraðpróf en einkennasýnatöku. Ástæðan er meðal annars sú að afkastageta við greiningar hefur minnkað eftir að Íslensk erfðagreining hætti að greina PCR-sýni í lok síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Hjarðó­næmi fyrir páska

Sótt­varna­læknir og Kári Stefáns­son telja báðir lík­legt að við verðum laus við far­aldurinn fyrir páska. Til­lögur að af­léttingar­á­ætlun verða kynntar lok vikunnar en Kári segir ekki eftir neinu að bíða og vill af­nema bæði sótt­kví og ein­angrun.

Innlent
Fréttamynd

Verkefnið flóknara en Kári hafði haldið

Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á því hversu margir hafa í raun og veru smitast af kórónuveirunni á Íslandi reyndist flóknari en haldið var. Óvíst er hvenær niðurstöður liggja fyrir en Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins segir að allir verði látnir vita um leið og þær eru klárar.

Innlent
Fréttamynd

Svar til stjórnar Per­sónu­verndar

Íslenskri erfðagreiningu (ÍE) barst bréf frá ykkur þann 13. janúar 2022 þar sem þið mótmælið þeirri staðhæfingu minni að þið hafið ákvarðað að ÍE hafi brotið lög við skimun eftir mótefnum gegn SARS—CoV-2 veirunni í apríl 2020.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er gjör­sam­lega út í hött“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er alls ekki sáttur við svar stjórnar Persónuverndar sem stofnunin sendi Íslenskri erfðagreiningu fyrr í dag. Hann segir Persónuvernd hafa sýnt ómældan sóðaskap og hyggst leita til dómstóla.

Innlent
Fréttamynd

Persónuvernd svarar Kára

Stjórn Persónuverndar hefur birt bréf sem hún sendi í dag á Íslenska erfðagreiningu, vegna ummæla Kára Stefánssonar, forstjóra fyrirtækisins um ákvörðun Persónuverndar sem Kári hefur gagnrýnt mjög.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn hafin sem gæti skipt sköpum

Talið er að margfalt fleiri hafi smitast af kórónuveirunni á Íslandi en hafa greinst með PCR-prófi. Um 1.000 manns eru á leið í blóðprufu sem Íslensk erfðagreining annast í vikunni, þar sem leitað er eftir mótefni við veirunni.

Innlent
Fréttamynd

Taka sýni úr um þúsund manns til að kanna útbreiðsluna

Íslensk erfðagreining mun í vikunni fara af stað með rannsókn þar sem raunveruleg útbreiðsla kórónuveirunnar verður könnuð. Um þúsund manns munu fá boð til að taka þátt og munu niðurstöðurnar nýtast sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19. 

Innlent
Fréttamynd

Segist hafa fengið „inni­halds­­laust“ bréf frá Katrínu

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að svarbréf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við opnu bréfi Kára, þar sem hann óskaði eftir stuðningi ríkisstjórnar vegna deilna Persónuverndar og ÍE, hafi verið innihaldslaust og í því hafi ekki falist neinn stuðningur.

Innlent