Íslensk erfðagreining

Agnar og Sunna ráða gátuna
Starfsfólk hjá Íslenskri erfðagreiningu hefur til rannsóknar brot úr höfuðkúpu sem fundust milli þilja í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum. Beinin eru illa farin en reynt verður að einangra DNA úr þeim til að rekja sig að eigandanum, ef hægt er.

Ekki góð örlög að enda sem höfuðkúpa í ráðherrabústað
Íslensk erfiðagreinin raðgreinir nú sýni úr beinunum sem fundust undir gólffjölum í ráðherrabústaðnum. Kári Stefánsson segir það ekki góð örlög að enda þar. Hann segir það réttlætismál að komast að uppruna beinanna.

Segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist hárrétt við í heimsfaraldri Covid-19 miðað við forsendur á sínum tíma. Andstæðingar bóluefna eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér.

Myndi núna leggja til að Íslendingar undir fimmtugu yrðu ekki bólusettir
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem lék mikið hlutverk í íslensku samfélagi meðan á faraldri kórónuveirunnar stóð, segir að flestar ákvarðanir sem teknar hafi verið hafi reynst réttar miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir.

Meintur öryggisbrestur í Íslendingabók reyndist ekki á rökum reistur
Íslendingabók var lokað í rúman sólarhring eftir að ábending barst til Íslenskrar erfðagreiningar um meintan öryggisbrest. Vefurinn hefur nú verið opnaður aftur eftir að ljóst var að öllu væri óhætt.

Fundu erfðabreytu sem hefur áhrif á tónhæð raddar
Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á upptökum af tali um þrettán þúsund Íslendinga varpar ljósi á erfðabreytu sem hefur áhrif á hversu djúp eða há röddin er. Erfðabreytan er sú fyrsta sem vitað er að hafi áhrif á tónhæð að sögn vísindamanns.

Sex læknar og lyfjafræðingur í sömu fjölskyldunni
Það er engin skortur á læknum í þessari fjölskyldu því pabbinn er læknir, þrjá dætur hans eru líka læknar og tveir tengdasynir. Þá er sonurinn lyfjafræðingur og doktor í líf- og læknavísindum.

Verjumst riðu! Ný nálgun við 100 ára gamalt verkefni
Á dögunum bárust okkur þær hræðilegu fréttir að riðusmit hafi greinst Miðfjarðarhólfi, en það svæði hefur verið talið musteri sauðfjárræktar í landinu. Það er ávallt áfall þegar riða greinist í sauðfé og aflífa þarf allan stofninn, áfall sem ekki nokkur bóndi á að þurfa að ganga í gegnum. Miðfjarðarhólf var fram að þessu talið hreint svæði og því er erfitt að kyngja þessum nýju tíðindum og hugur okkar er hjá bændum sem nú þurfa að drepa allt sitt fé nokkrum dögum fyrir sauðburð.

Hefur fulla trú á Kára í baráttunni gegn riðu
Þingmaður og fyrrverandi bóndi fagnar mjög mögulegri aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að greiningu sýna úr íslensku sauðfé - og leitinni að verndandi arfgerð gegn riðu. Ef haldið sé rétt á spöðunum væri jafnvel hægt að vænta niðurstöðu í haust.

Kári lagði Persónuvernd
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi ákvörðun Persónuverndar um að Íslensk erfðagreining hefði brotið persónuverndarlög í þremur málum sem sneru að notkun blóðsýna sjúklinga með Covid-19.

Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu og Þjónustumiðstöðinni
Þjónustumiðstöð rannsóknarverkefna í Kópavogi hefur sagt upp 17 starfsmönnum eða nær helmingi allra sem starfa þar. Ástæðan er sú að færri verkefni Íslenskrar erfðagreiningar kalla á aðkomu Þjónustumiðstöðvarinnar en áður. Þá missa níu vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Bein útsending: Hvað er hugsun?
Hvað er hugsun? er heitið á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar þar sem fjórir fyrirlesarar velta fyrir sér hvernig hugsun fæðist og hvaða þýðingu fyrirbærið hugsun hefur fyrir alla okkar tilveru.

Íslensk erfðagreining gæti hlaupið undir bagga í lífsýnarannsóknum í sakamálum
„Ef að það er þörf á okkar getu og kunnáttu og leitað eftir henni þá erum við hér til staðar og reiðubúin að skoða allt milli himins og jarðar,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar en hann telur Íslenska erfðagreiningu fyllilega í stakk búna til að sinna lífsýnarannsóknum í sakamálum hér á landi.

„Ef þetta er sönn saga um sæðisfrumurnar eru alls konar áhyggjur sem fara að myndast“
Mannkynið gæti staðið frammi fyrir frjósemiskrísu á komandi tímum ef ekkert verður aðhafst, að því er kemur fram í grein í Guardian. Þar segir að sæði í karlmönnum verði sífellt máttlausara og að fjöldi sæðisfrumna í körlum hafi hrunið um helming á síðustu fjörutíu árum. Þróunin er að stigmagnast.

Unnur er áhrifamesta vísindakona Evrópu
Unnur Þorsteinsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, hefur verið útnefnd áhrifamesta vísindakona Evrópu og sú fimmta áhrifamesta í heiminum.

Fitulifur undir smásjá vísindamanna hjá Íslenskri erfðagreiningu
Ný rannsókn vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar á fitulifur, af öðrum orsökum en áfengisneyslu, er talin leggja til þekkingu sem getur nýst við lyfjaþróun og aðra meðferð við sjúkdómnum í framtíðinni.

Íslensk erfðagreining tekur þátt í metnaðarfyllsta raðgreiningarverkefni í heiminum
Vísindamenn hjá Íslenskri erfðagreiningu hafa raðgreint erfðamengi 150 þúsund einstaklinga fyrir breska lífsýnabankann. Um er að ræða stærsta verkefni sinnar tegundar í heiminum í dag en alls eiga vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og Wellcome Trust Sanger Institute að raðgreina 500 þúsund sýni á þremur árum fyrir Breska lífsýnabankann.

Ónæmi gegn Covid-19 hafi náðst
Niðurstöður úr rannsókn á útbreiðslu Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu benda til þess að ónæmi hafi náðst í samfélaginu.

Höfum við efni á barnafátækt?
Íslensk erfðagreining stendur fyrir málþingi um barnafátækt klukkan 13 til 15 í dag. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar stýrir pallborði og meðal þátttakenda eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

Kári Stefáns sá þjóðþekkti sem hringdi í Björgvin Pál
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, skoraði á Björgvin Pál Gústavsson handboltamarkvörð að bjóða sig fram sem borgarstjóraefni í Reykjavík. Þetta upplýsir Björgvin Páll í Facebook-færslu og segir þá Kára vel til vina.

Kári segir ákvörðun rektors í siðanefndarmáli herfileg mistök
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur það mikil mistök af hálfu Jóns Atla Benediktssonar háskólarektors að telja úr vegi að siðanefnd HÍ fjalli um kæru Bergsveins Birgissonar á hendur Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra.

Ómíkron orðið allsráðandi og raðgreiningu hætt
Ákveðið hefur verið að hætta raðgreiningu allra jákvæðra Covid-19 sýna. Mikill fjöldi jákvæðra sýna að undanförnu er langt umfram greiningargetu, auk þess sem að ómíkronafbrigði veirunnar hefur nú algjörlega yfirtekið deltaafbrigðið hér á landi.

Þvertekur fyrir að nokkuð hafi gerst milli bréfasendinganna
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þvertekur fyrir að afstaða hennar í máli Persónuverndar og Íslenskrar erfðagreiningar hafi breyst milli tveggja bréfa sem hún sendi forstjóranum Kára Stefánssyni. Þá telur hún ekki óeðlilegt að hún hafi tjáð sig um úrskurð Persónunefndar með þeim hætti sem hún gerði.

Bein útsending: Katrín svarar fyrir samskiptin við Kára
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund miðvikudaginn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í dag og hefst hann kl. 9:10.

Biður einkennalausa og forvitna um að fara frekar í hraðpróf
Sóttvarnalæknir biðlar til þeirra sem eru einkennalausir að fara frekar í hraðpróf en einkennasýnatöku. Ástæðan er meðal annars sú að afkastageta við greiningar hefur minnkað eftir að Íslensk erfðagreining hætti að greina PCR-sýni í lok síðustu viku.

Hjarðónæmi fyrir páska
Sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson telja báðir líklegt að við verðum laus við faraldurinn fyrir páska. Tillögur að afléttingaráætlun verða kynntar lok vikunnar en Kári segir ekki eftir neinu að bíða og vill afnema bæði sóttkví og einangrun.

Verkefnið flóknara en Kári hafði haldið
Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á því hversu margir hafa í raun og veru smitast af kórónuveirunni á Íslandi reyndist flóknari en haldið var. Óvíst er hvenær niðurstöður liggja fyrir en Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins segir að allir verði látnir vita um leið og þær eru klárar.

Svar til stjórnar Persónuverndar
Íslenskri erfðagreiningu (ÍE) barst bréf frá ykkur þann 13. janúar 2022 þar sem þið mótmælið þeirri staðhæfingu minni að þið hafið ákvarðað að ÍE hafi brotið lög við skimun eftir mótefnum gegn SARS—CoV-2 veirunni í apríl 2020.

„Þetta er gjörsamlega út í hött“
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er alls ekki sáttur við svar stjórnar Persónuverndar sem stofnunin sendi Íslenskri erfðagreiningu fyrr í dag. Hann segir Persónuvernd hafa sýnt ómældan sóðaskap og hyggst leita til dómstóla.

Persónuvernd svarar Kára
Stjórn Persónuverndar hefur birt bréf sem hún sendi í dag á Íslenska erfðagreiningu, vegna ummæla Kára Stefánssonar, forstjóra fyrirtækisins um ákvörðun Persónuverndar sem Kári hefur gagnrýnt mjög.