
Landsvirkjun

Byr í seglin
Velgengni Landsvirkjunar og viðskiptavina hennar haldast í hendur. Grunnur fyrirtækisins var lagður með fyrstu viðskiptavinunum. Þau sem á undan okkur eru gengin lögðu líka sitt af mörkum með byggingu virkjana og fóru yfir illfæra vegi með rafmagnsstaura, kefli og víra til þess að byggja upp flutningskerfið svo flytja mætti raforkuna. Nú eru stórnotendur raforku orðnir tíu talsins og flóran aldrei verið fjölbreyttari.

Aukinn arður í þágu þjóðar
Við fjallgöngu virðist brekkan oft æði löng, með tilheyrandi áskorunum. En útsýnið yfir farinn veg er þeim mun ljúfara þegar á áningarstað er komið. Landsvirkjun er einmitt á þeim tímapunkti nú að vörðu er náð.

Framtíðin er núna
Orkugeirinn stendur á áhugaverðum tímamótum, nú þegar loftslagsmálin hafa loksins fengið stóraukið vægi. Umbreyting á orkukerfum heimsins er stærsta verkefnið sem við blasir. Við þurfum að hætta að nota jarðefnaeldsneyti og í stað þess rafvæða orkukerfi heimsins með vistvænum orkugjöfum.

Góðærisblinda Landsvirkjunar
Stjórnendum Landsvirkjunar varð tíðrætt um það á ársfundi nýverið að fyrirtækið ætlaði að taka vel á móti framtíðinni. Það var augljóst af kynningum á fundinum að þessi framtíð felur í sér gjörnýtingu íslenskra vatnsfalla og jarðhitasvæða.

Fallið frá skerðingum á stórnotendur og fjarvarmaveitur
Landsvirkjun hefur fallið frá skerðingum á afhendingu raforku til stórnotenda og fjarvarmaveitna, í ljósi batnandi vatnsbúskapar síðustu daga. Fyrir helgi var fallið frá áformum um endurkaup raforku. Eftir stendur þó, að skerðingar til fiskimjölsverksmiðja munu vera óbreyttar enn um sinn.

Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar
Ársfundur Landsvirkjunar fer fram í Hörpu í Reykjavík í dag og hefst klukkan 14. Yfirskrift fundarins er Tökum vel á móti framtíðinni og verður hægt að fylgjast með honum í spilaranum hér að neðan.

Við drögum ekki orkuna upp úr hatti
Það virðist sem að á síðustu árum hafi ríkt ákveðin hræðsla að ræða orkumál á Íslandi sem leitt hefur til ákveðnar stöðnunar hér á landi. Skort hefur hugrekki til þess að taka þessa umræðu af fullri alvöru og afleiðingarnar blasa við okkur.

Erfið staða hjá Elkem eftir skerðingu
Forstjóri Elkem á Íslandi segir stöðuna erfiða fyrir alla notendur rafmagns á Íslandi. Slökkt hefur verið á einum af þremur ofnum kísilmálmverksmiðjunnar vegna skerðingar Landsvirkjunar á orku til fyrirtækisins.

Þjóð í öfgum
Mikil tækifæri eru í vinnslu og sölu orku til Evrópu og jafnvel mætti færa fyrir því rök að á okkur Íslendingum hvíli siðferðisleg skylda sem aðildarland NATÓ að leggja okkar að mörkum til að efla öryggi í álfunni með þeim hætti. Ísland hefur einkum lagt landfræðilega stöðu sína af mörkum til bandalagsins en ástæða er til að velta því upp hvort að framlag Íslands til NATÓ geti einnig tengst orkuöryggi.

Ljóst að skerðingar standa lengur yfir eftir eitt erfiðasta vatnsár sögunnar
Landsvirkjun segir stöðuna í vatnsbúskap nú vera með þyngsta móti eftir eitt erfiðasta vatnsár í sögu Landsvirkjunar, meðal annars vegna veðurs í vetur. Ljóst að skerðingar muni standa út aprílmánuð en Landsvirkjun hefur leitað eftir endurkaupum á raforku hjá stórnotendum.

Mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum
Forsætisráðherra telur mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum ásamt því að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti innanlands. Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir næstu skref í höndum stjórnmálamanna.

Landsvirkjun er ekki til sölu
Undanfarna daga hefur sú umræða sprottið upp hvort íslenska ríkið eigi að selja hluti sína í Landsvirkjun til að bregðast við halla á ríkissjóði sem tilkominn er vegna kórónuveirufaraldursins.

Heimsmarkaðsverð á áli orðið ævintýralega hátt
Heimsmarkaðsverð á áli fór í gær í 3.850 dollara tonnið. Þetta er langhæsta álverð sögunnar. Álmarkaðir hafa heldur róast framan af degi og verðið sigið niður, fór niður í 3.740 dollara í morgun og var komið niður undir 3.500 dollara um hádegisbil.

Orkan í nýsköpun
Samtök Iðnaðarins tilnefndu árið 2022 sem ár grænnar iðnbyltingar og í nýlegum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar eru lagðar línur um hvernig ný og græn tækifæri, með áherslu á nýsköpun, umhverfi og loftslag, geti best tryggt velsæld okkar til framtíðar.

Landsvirkjun fyrir almannahag
Fyrir um tveimur árum viðraði ég fyrst þá skoðun opinberlega að til greina kæmi að ríkið seldi lífeyrissjóðum landsins 30-40% hlut í Landsvirkjun en með ströngum skilyrðum. Þetta gerði ég þá sem ég formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða.

Vill að ríkið selji 30 til 40 prósenta hlut í Landsvirkjun
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, telur rétt að íslenska ríkið selji stóran hlut í Landsvirkjun til lífeyrissjóða með ákveðnum skilyrðum.

Af hneykslum og reginhneykslum
Borgarstjóri hefur enn á ný gert það að umtalsefni að Reykjavíkurborg hafi ekki fengið nægilega mikið fyrir sinn snúð þegar tæplega 46% eignarhlutur borgarinnar í Landsvirkjun var seldur til ríkisins. Hann gerði slíkt hið sama árið 2015 og kallaði söluna reginhneyksli. Í morgun sló hann aðeins úr og lét nægja að kalla söluna hneyksli.

Segir söluna stærsta dæmið um fjármálaafglöp á sveitarstjórnarstigi
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir söluna á eignarhlutum Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun til ríkisins árið 2006 vera mestu fjármálaafglöp sögunnar á sveitarstjórnarstigi.

Hagnaðurinn aldrei meiri og stjórnin vill greiða 15 milljarða í arð
Hagnaður Landsvirkjunar jókst töluvert á milli ára og nam 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hyggst leggja til að greiddur verði 15 milljarða króna arður aftur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2021 sem kom út í dag.

Stórbætt afkoma gerir Landsvirkjun kleift að greiða 15 milljarða króna arð
Stjórn Landsvirkjun mun leggja til að greiddur verði út arður að fjárhæð 15 milljarðar króna eftir umtalsverðan aukningu á bæði tekjum og hagnaði á síðasta ári. Þetta kemur fram í uppgjörstilkynningu Landsvirkjunar fyrir árið 2021.

Skipulagsbreytingar hjá Landsvirkjun á sviði sölu og þjónustu
Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar hjá Landsvirkjun í hópi stjórnenda á sviði sölu og þjónustu hjá fyrirtækinu en nýir forstöðumenn hafa verið ráðnir. Að því er kemur fram í tilkynningu um málið er um að ræða forstöðumenn viðskiptastýringar, viðskiptagreinar og þróun markaða, og viðskiptaþjónustu.

Varar við orkuskorti og hvetur landsmenn til að spara rafmagn
Landsnet varaði við því í nýrri greiningu í dag að raforkuskortur yrði viðvarandi vandamál á Íslandi næstu árin ef ekki yrði brugðist skjótt við. Forstjórinn hvetur landsmenn til að spara rafmagn.

Bein útsending: Útboðsþing Samtaka iðnaðarins
Útboðsþing Samtaka iðnaðarins fer fram í beinu streymi í dag á milli 13 og 15. Á þinginu kynna fulltrúar ellefu opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu og fæst því gott yfirlit yfir helstu útboð ársins.

Alvarlegt að fyrirtækin geti ekki framleitt með verðin í hæstu hæðum
Forstjóri Landsvirkjunar kveðst taka það alvarlega að verið sé að skerða afhendingu orku til fyrirtækja sem vildu gjarna vera að keyra á fullum afköstum. Þá þurfi að virkja meira.

Þurrkatíð bítur í vatnsbúskap Landsvirkjunar
Þurrkatíð síðustu tveggja hausta hefur gert það að verkum að staðan á vatnskúskap Landsvirkjunar hefur ekki verið lakari í sjö ár. Staða miðlunarlóna er lág, sérstaklega á Þjórsársvæðinu.

Grænlenska þingið samþykkir tvær nýjar vatnsaflsvirkjanir
Grænlenska þingið hefur samþykkt gerð tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana fyrir yfir sextíu milljarða íslenskra króna. Virkjanirnar eiga að verða tilbúnar eftir sjö ár. Með þeim eykst hlutfall endurnýjanlegrar orku í raforkuframleiðslu og húshitun Grænlendinga úr 70 prósentum upp í 90 prósent. Hlutfall olíu minnkar að sama skapi, sem og kolefnisspor Grænlands.

Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort
Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar.

Um vatnsbúskap og vinnslukerfi Landsvirkjunar
Það kemur verulega á óvart að í aðsendri grein forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur á Vísi þann 10. desember sl. skuli fjallað um vatnsbúskap og skerðingar Landsvirkjunar og ýjað að því að til sé næg vinnslugeta í raforkukerfi landsmanna til að fullnægja orkuskiptum framtíðarinnar.

Bilun í aflvél í Búrfelli 1 eykur áhættu í rekstri raforkukerfisins
Síðastliðinn laugardag varð bilun í sátri rafala aflvélar 2 í Búrfelli 1. Ekki er búið að staðfesta hversu umfangsmikil bilunin er en í ljósi reynslunnar er lágmarksviðgerðartími í kringum sex vikur.

Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu
Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun.