Matvælaframleiðsla

Fréttamynd

Hvað eru fræolíur?

Eins og nafnið gefur til kynna þá eru fræolíur unnar úr fræjum ýmissa plantna. Repjuolía, sólblómaolía, sojaolía og bómullarfræsolía eru dæmi um fræolíur en kókos-, ólífu- og avocadoolía eru svokallaðar ávaxtaolíur (e. fruit oils). Ávaxtaolíur eru allt annað en fræolíur og hafa þær verið partur af mataræði okkar í árþúsundir. Eingöngu verður fjallað um fræolíur í þessari grein.

Skoðun
Fréttamynd

Hvalkjöt fyrir 2,8 milljarða króna til kaupenda í Japan

Um 2.600 tonn af íslensku hvalkjöti eru væntanleg með skipi til Japans um miðja þessa viku og er þetta mesta magn hvalaafurða sem flutt hefur verið út frá Íslandi í 35 ár. Útflutningsverðmætið nemur um 2,8 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Innlent
Fréttamynd

Tryggjum fæðuöryggi þjóðar

Nær sjaldan í seinni tíð hefur fæðuöryggi skipt okkur íslendinga meira máli eins og nú, ófriður í evrópu vegur þar þungt í umræðunni, víða eru menn farnir að finna fyrir vöruskorti og hækkandi verði á allri hrávöru.

Skoðun
Fréttamynd

Toll­kvóta­út­boð og hagur neyt­enda

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, (SAFL) hefur undanfarið reynt að gera lítið úr þeim búsifjum, sem hækkanir á útboðsgjaldi, sem matvælainnflytjendur þurfa að greiða fyrir tollkvóta, valda neytendum.

Skoðun
Fréttamynd

Sátu al­var­lega fundi um tómat­sósu og guaca­mo­le

Sérfræðingar Samkeppniseftirlitsins sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole þegar þeir unnu að ógildingu á samruna tveggja majónesrisa. Ítarlegar sósuskilgreiningar í úrskurði málsins hafa vakið kátínu, sem forstjóri segir skiljanlegt. En hagsmunir neytenda hafi verið í húfi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips

Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans.

Innlent
Fréttamynd

Gríðarleg lækkun á tollum skili sér ekki til neytenda

Tollar á frönskum kartöflum hafa verið lækkaðir um þrjátíu prósentustig en eru enn hæstu tollar sem finnast á Íslandi. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir tollalækkunina ekki skila sér til neytenda í lægra verði heldur auknu framboði.

Innlent
Fréttamynd

Stóra fröllu­málið: Tolla­lækkun „lítið skref fyrir Al­þingi en stórt skref fyrir franskar kar­töflur“

Atkvæðagreiðsla um fjárlagabandorminn fer fram í dag. Meðal þeirra mála sem þingmenn hafa greitt atkvæði um er breytingartillaga Jóhanns Páls Jóhannssonar um lækkun á frönskutolli úr 76 prósentum í 46 prósent. Tollurinn er sá hæsti í prósentum talið á matvöru í íslensku tollskránni. Breytingartillagan var samþykkt með 57 atkvæðum og er ekki laust við að ákveðinn galsi hafi látið á sér kræla á þinginu þegar umræða um málið fór fram.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þarf alltaf að vera svín?

Einu sinni á ferð minni um landið, eftir að hafa keyrt framhjá óteljandi hestum og kúm (og auðvitað sagt hestar! og beljur! upphátt í hvert sinn eins og lög segja til um) þá sá ég svín. Það var svo óvenjuleg sjón að það tók mig dágóða stund að þekkja dýrategundina.

Skoðun
Fréttamynd

Er betra að „veifa röngu tré en öngvu“?

Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu var gestur í Morgunútvarpi Rásar 2 miðvikudaginn 30. nóvember. Verðbólgan var þar til umfjöllunar og komið inn á samanburð verðþróun matvæla við nágrannalöndin.

Skoðun
Fréttamynd

Vel heppnað Mat­væla­þing 2022

Á nýliðnu Matvælaþingi sem haldið var í Hörpu 22. nóvember var gerð metnaðarfull tilraun. Undir einu þaki söfnuðust saman fulltrúar allra þeirra hópa sem vinna að framleiðslu, sölu og dreifingu matvæla á Íslandi. Tilgangurinn var að kynna, ræða og rýna nýútkomin drög að matvælastefnu til framtíðar fyrir Ísland.

Skoðun
Fréttamynd

Mátturinn í hug­viti mann­kyns

Alþjóðlegt matvælakerfi er dæmi um einstakt afrek mannkynsins. Það fæðir 7.9 milljarða manna og um 40% af mannkyni starfar í matvælakerfinu sem skapar um þriðjung af vergri heimsframleiðslu. Covid-heimsfaraldurinn, áhrif loftslagsbreytinga og átök eins og innrás Rússa í Úkraínu hafa varpað ljósi á hversu samofin kerfin og virðiskeðjurnar okkar eru.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrsta matvælastefna stjórnvalda í fæðingu

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti drög að fyrstu heildstæðu matvælastefnu Íslands á þingi um málið í Hörpu í dag. Þar væru tengd saman helstu markmið í landbúnaði, sjávarútvegi, fiskeldi og öðrum greinum matvælaframleiðslu.

Innlent