KR

Fréttamynd

„Þetta er ekkert annað en vítaspyrna“

Pálmi Rafn Pálmason skoraði annað mark KR í 2-3 tapinu fyrir Val í gær úr vítaspyrnu á 68. mínútu. Sérfræðingar Pepsi Max Stúkunnar voru á því að KR-ingar hefðu átt að fá annað víti sex mínútum áður.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þingmaður setur út á „sora“ KR-inga

Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Acox, fyrrverandi lykilmann liðsins, Júdas í fyrsta leik einvígis Vals og KR í körfubolta karla. Þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir lýsti hrópum stuðningsmannanna sem „sora“.

Körfubolti
Fréttamynd

Reykjavíkurrisarnir mætast í átta liða úrslitum

Valur og KR mætast í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í Origo höllinni í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum í deildinni og þá unnu liðin sinn leikinn hvor innbyrgðis. Valsmenn unnu þó innbyrgðisviðureignirnar samtals með einu stigi og þetta eina stig tryggði þeim heimaleikjaréttinn.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég er ekki í þessu til að eignast vini“

„Ég elska KR og mun gera allt sem ég get til að liðið njóti velgengni,“ segir Kjartan Henry Finnbogason sem lendir á Íslandi í dag. Eftir stormasaman vetur í Danmörku ætlar hann sér að raða inn mörkum fyrir KR á komandi mánuðum og árum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Grétar bróðir þakklátur fyrir óvænt tækifæri hjá KR

Grétar Snær Gunnarsson lék vel í miðri vörn KR þegar liðið vann Breiðablik, 0-2, á Kópavogsvelli í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla á sunnudaginn. Hann kann einkar vel við sig í KR og ætlar að nýta tækifærið, sem kom nokkuð óvænt, til hins ítrasta eftir að hafa verið á flakki í nokkur ár.

Íslenski boltinn