Valur

Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 63-90 | Fjórði deildarsigur Vals í röð

Valur vann tuttugu og sjö stiga útisigur á Breiðabliki í Subway deild-kvenna. Breiðablik byrjaði á að gera fyrstu sjö stigin í leiknum en fleira var það ekki hjá heimakonum. Það tók Val aðeins fimm mínútur að komast yfir og eftir það leit Valur aldrei um öxl og leikurinn var gott sem búinn í hálfleik þar sem Valur var sextán stigum yfir.Leikurinn endaði með 27 stiga sigri Vals 63-90. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þurftum að hafa fyrir hverju einasta marki“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var eðlilega ánægður með leik sinna manna eftir þriggja marka sigur liðsins gegn Benidorm í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 29-32. Valsmenn hafa nú unnið báða leiki sína í riðlakeppninni og eru með fullt hús stiga.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Benidorm - Valur 29-32 | Valur með fullt hús

Valur vann ótrúlegan sigur á Benidorm á Spáni 29-32. Valur var leiðandi allan leikinn og lenti aldrei undir. Staðan var jöfn í hálfleik 12-12. Valur komst mest fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik en heimamenn komu til baka og voru lokamínúturnar afar spennandi. Arnór Snær Óskarsson gerði útslagið í brakinu þar sem hann gerði síðustu tvö mörk leiksins og Valur vann þriggja marka sigur 29-32.

Handbolti
Fréttamynd

Segir að Valur hafi átt að vinna Ferencváros

Stefáni Rafni Sigurmannssyni, leikmanni Hauka, fannst ekki jafn mikið til sigurs Vals á Ferencváros í Evrópudeildinni koma og öðrum. Að hans sögn áttu Íslandsmeistararnir að vinna leikinn. Stefán Rafn þekkir vel til í Ungverjalandi en hann lék með Pick Szeged á árunum 2017-21.

Handbolti
Fréttamynd

„Með því stærra sem við höfum séð síðustu ár“

„Þetta er býsna stórt,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um afrek Valsmanna í frumraun sinni í Evrópudeildinni í fyrrakvöld. Hann segir næstu andstæðinga betur meðvitaða um getu og leikaðferð Vals.

Handbolti
Fréttamynd

Ásta Júlía: Náðum loksins heilum góðum leik

Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði 18 stig þegar Valur lagði Njarðvík að velli, 69-80, í sjöundu umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Þar að auki tók hún 12 fráköst og spilaði fantagóða vörn. 

Körfubolti