
FH

Dusan farinn frá FH til Leiknis
Hinn 35 ára gamli miðvörður Dusan Brkovic var í dag kynntur sem nýjasti leikmaður Leiknis en hann kemur í Breiðholtið frá FH.

Sjáðu markið sem endaði 84 daga bið KR-inga eftir sigri
KR og ÍA fögnuðu bæði 1-0 heimasigrum í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi og nú má sjá þessi tvö mikilvægu sigurmörk hér inn á Vísi.

Uppgjör og viðtöl: KR - FH 1-0 | Fyrsti heimasigur Vesturbæinga í hús
KR vann FH í 18. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í leik liðanna á Meistaravöllum í kvöld. Um var að ræða fyrsta heimasigur KR-liðsins á leiktíðinni og í fyrsta skipti sem liðið heldur marki sínu hreinu á tímabilinu.

Aðstoðarþjálfarinn Kjartan Henry á bekknum hjá FH
FH heimsækir KR í 18. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Athygli vekur að KR-ingurinn fyrrverandi, Kjartan Henry Finnbogason, og núverandi aðstoðarþjálfari FH er skráður á varamannabekk liðsins í kvöld.

Belgískur miðjumaður í FH
FH hefur fengið belgíska miðjumanninn Robby Wakaka frá Gent. Hann samdi við FH út tímabilið með möguleika á framlengingu.

„Þetta er vonandi ávísun á eitthvað gott“
Eftir fjóra tapleiki í röð gat Guðni Eiríksson, þjálfari FH, loksins fagnað sigri en Hafnfirðingar sigruðu Fylki 3-1 á Kaplakrikavelli í Bestu deild kvenna í kvöld.

Uppgjörið: FH - Fylkir 3-1 | Sanngjarn heimasigur
FH tók á móti Fylki á Kaplakrikavelli í Bestu deild kvenna í kvöld og eftir fjögur töp í röð náðu Hafnfirðingar loks að sigra. Leikurinn endaði 3-1 fyrir FH og var sigurinn fyllilega sanngjarn fyrir heimakonur.

Kristján Flóki heim í FH en Gyrðir og Ástbjörn fara heim í KR
Kristján Flóki Finnbogason er genginn í raðir uppeldisfélags síns, FH, á nýjan leik. Hann kemur til liðsins frá KR, en á sama tíma fara þeir Ástbjörn Þórðarson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson frá FH til KR.

Sjáðu mörkin fimm úr fjörugum leik FH og Víkings
Víkingur vann FH í fjörugum fimm marka leik í gærkvöldi. Víkingar komust yfir, lentu svo undir en tryggðu 3-2 sigur með tveimur mörkum í seinni hálfleik.

Uppgjör og viðtöl: FH - Víkingur 2-3 | Skiptingar sem skiptu sköpum
Íslandsmeistarar Víkings gerðu góða ferð í Kaplakrikann í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir báru sigurorð af FH sem var 2-1 yfir í hálfleik. Sveinn Gísli Þorkelsson og Valdimar Þór Ingimundarson komu inn á í upphafi seinni hálfleiks og bjuggu til tvö mörk til að vinna leikinn. Víkingur leiðir deildina með níu stigum eins og staðan er núna.

Leikur í Bestu deildinni færður á frídag verslunarmanna
Leikur FH og Víkings í Bestu deild karla sem fara átti fram á þriðjudag hefur verið færður fram um einn dag til mánudags.

Þrumuskotið sem Val á toppinn, endurkoma Víkinga og öll hin mörkin
Það vantaði ekki mörkin í fimmtándu umferð Bestu deildar kvenna en það voru skoruð nítján mörk í leikjunum fimm. Nú má sjá þau öll hér inn á Vísi.

„Bíddu bara þangað til þú sérð þessi lið eftir nokkur ár“
„Hæstánægður, við erum í frábæru formi þannig að þegar við erum í færi á að vinna leiki þá gerum við það,“ sagði John Andrews, þjálfari Víkings, eftir 3-2 endurkomusigur sinna kvenna gegn FH í kvöld.

Tryggði Víkingum endurkomusigur gegn gamla liðinu
Shaina Ashouri skoraði tvö mörk þegar Víkingur vann FH, 3-2, í 15. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Víkingar lentu 0-2 undir en komu til baka og tryggðu sér sigurinn.

Grétar Snær rifbeinsbrotinn
Grétar Snær Gunnarsson, leikmaður FH í Bestu deild karla, er með þrjú brotin rifbein eftir leik sinna manna gegn Vestra á Ísafirði í gær, sunnudag.

Sjáðu mörkin: Fram rúllaði yfir Val og Víkingur setti fimm
Fjórir leikir voru á dagskrá í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Mörkin í leikjunum fjórum voru 17 talsins.

Ástbjörn og Gyrðir búnir að semja við KR
Fótboltamennirnir Ástbjörn Þórðarson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hafa náð samkomulagi um að leika með KR á næstu leiktíð. Samningur þeirra við FH rennur út að yfirstandandi leiktíð lokinni.

Uppgjör: Vestri - FH 0-2 | FH-ingar sóttu stigin þrjú á Ísafjörð og komust upp að hlið Vals
FH vann 2-0 seiglusigur þegar liðið sótti Vestra heima á Kerecis-völlinn á Ísafjörð í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Ólafur Guðmundsson og Vuk Oskar Dimitrijevic sáu til þess að FH sigldi sigrinum í höfn. FH er nú með jafn mörg stig og Valur í þriðja til fjórða sæti deildarinnar.

FH að festa kaup á færeyska framherjanum Patrik
Patrik Johannesen er við það að ganga í raðir FH en þessi færeyski landsliðsmaður er í dag leikmaður Breiðabliks í Bestu deild karla í knattspyrnu.

FH og Valur gera varanleg skipti á Bjarna og Herði
FH-ingar tilkynntu nú rétt í þessu að lánsmaðurinn Bjarni Guðjón Brynjólfsson væri orðinn leikmaður félagsins til frambúðar, en Bjarni hefur verið í láni hjá FH frá Val í sumar.

Þoka fyrir vestan setur strik í reikninginn
Leik Vestra og FH í Bestu-deild karla sem átti að hefjast klukkan 14:00 í dag hefur verið frestað vegna þoku.

HK spurðist fyrir um Frederik Schram og Valur bauð í Loga Hrafn
HK spurðist fyrir um Frederik Schram, markvörð Vals, á dögunum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Þjálfarar liðanna tveggja kveðast þó báðir koma af fjöllum.

„Bara galið að við fengum ekkert út úr þessum leik“
Guðni Eiríksson, þjálfari FH, trúði varla sínum eigin augum í leikslok eftir að lið hans tapaði á dramatískan hátt á móti Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld.

Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-2 | Andrea Mist hetja Garðbæinga
Stjarnan sigraði FH á dramatískan hátt í 14. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Leikurinn fór fram á Kaplakrikavelli og sigraði Stjarnan með tveimur mörkum gegn einu en sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Sjáðu mörkin: Sonur FH-goðsagnar skoraði á móti FH og dramatík í lokin
FH og ÍA gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í Kaplakrika í gærkvöldi. Nú má sjá mörkin úr leiknum hér inn á Vísi.

„Aldrei hætta að boltinn væri á leiðinni yfir“
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson skoraði jöfnunarmark FH þegar liðið fékk Skagamann í heimsókn í Kaplakrika í mikilvægum leikí Evrópubaráttunni í kvöld. Þetta var fyrsta mark Gyrðis Hrafns í deildinni í sumar.

Uppgjör og viðtöl: FH - ÍA 1-1 | Evrópubaráttan óbreytt eftir dramatík í Kaplakrika
FH og ÍA skildu jöfn, 1-1, þegar liðin leiddu saman hesta sína í 15. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í kvöld. Um var að ræða sex stiga leik í Evrópubaráttunni. Heimamenn jöfnuðu metin í uppbótartíma.

Heimir hefur aldrei tapað á móti Skagamönnum sem þjálfari FH
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, stýrir sínum mönnum í kvöld á móti Skagamönnum í Bestu deild karla í fótbolta. Sagan segir okkur að það ætti að boða gott fyrir Hafnfirðinga. Heimir getur nefnilega fagnað sigri í fjórtánda leiknum í röð á móti ÍA.

Tryggði Þrótti þrjú stig í frumrauninni
Melissa Alison Garcia skoraði sigurmark Þróttar gegn FH, 2-1, í fyrsta leik sínum fyrir félagið. Með sigrinum komust Þróttarar upp í 6. sæti deildarinnar.

Sjáðu hvernig Fylkir skellti ÍA og FH vann HK
Fylkir lyfti sér af botni Bestu deildar karla með 3-0 sigri á ÍA í gær og FH komst upp í 4. sætið með því að vinna HK, 3-1.