Keflavík ÍF

Fréttamynd

Umfjöllun: Kefla­vík-KR 0-0 | Bæði lið ósátt með jafntefli

Það var virkilega fallegt veður í Keflavík í kvöld þegar að heimamenn fengu KR í heimsókn á Nettóvöllinn. Sól og heiðsýrt en kólnaði talsvert þergar að líða tók á leikinn. Bæði liðin í hatramri baráttu um efstu sex sætin í Bestu deildinni. Fyrir leikinn var KR í sjötta sæti með 24 stig en Keflavík í því sjöunda með 21 og ljóst að bæði liðin myndu selja sig dýrt. Það er skemmst frá því að segja að þrátt fyrir skemmtilega takta og mörg færi lauk leiknum með markalausu jafntefli, 0-0.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Við erum öflugir í lok leikja“

„Mér líður rosa vel. Þetta eru bestu sigrarnir, að vinna með einu marki í restina. Ég held að þetta sé níunda markið sem við skorum í sumar á síðasta korterinu þannig við erum öflugir í lok leikja,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflvíkinga, sáttur eftir 2-1 sigur á Leikni í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Birna Valgerður heim til Keflavíkur

Birna Valgerður Benonýsdóttir skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Keflavík og mun leika með liðinu í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð. Birna kveðst spennt yfir því að koma heim.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Keflavík 0-2 | Sanngjarn sigur Keflvíkinga

Keflavík sótti mikilvæg þrjú stig þegar þeir mættu ÍA á Akranesi í dag þar sem að þeir fyrrnefndu unnu sannfærandi 0-2 sigur þar sem að Dani Hatakka og Kian Williams gerðu mörkin. Léleg spilamennska Skagamanna þar sem að þeir sáu aldrei til sólar og fjórði leikurinn í röð þar sem að þeim mistekst að skora mark né sækja stig.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sigurður Ragnar kallar eftir sameiningu á Suðurnesjum

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur í Bestu deild karla, vill að lið hans verði sameinað við lið Njarðvíkur í Reykjanesbæ. Þetta lét Sigurður hafa eftir sér í kjölfar þess að Njarðvíkingur fleygðu Keflvíkingum úr leik í nágrannaslag liðanna í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær.

Íslenski boltinn