KA

Fréttamynd

Ásdís líka farin til Skara

Leikmönnum sem farið hafa frá KA/Þór út í atvinnumennsku í sumar heldur áfram að fjölga því Ásdís Guðmundsdóttir var í dag kynnt sem nýjasti leikmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Skara.

Handbolti
Fréttamynd

Fram á nótt að gera allt klárt fyrir fót­bolta­veisluna

Fjórir af hörðustu KA-mönnum Akureyrarbæjar voru á fullu í gærkvöldi að græja síðustu knattspyrnuvellina þar sem spilað verður á fjölmennasta strákamóti ársins næstu daga. Fyrsta helgin í júlí er fram undan og venju samkvæmt liggur straumurinn norður.

Innlent
Fréttamynd

Arnar: Mjög stutt í eitthvað spennandi

Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var ánægður eftir að lið hans tryggði sig inn í 8-liða úrslit Mjólkubikarsins með 4-1 sigri á Fram fyrir norðan. Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði þrennu í leiknum, þar af tvö mörk af vítapunktinum.

Fótbolti
Fréttamynd

KA-menn fá danskan sálfræðing

Knattspyrnudeild KA hefur ráðið danska íþróttasálfræðinginn Thomas Danielsen til starfa og mun hann koma inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla auk þess að vinna þróunaráætlun fyrir yngri flokka félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Breiða­blik 4 -1 KA | Blikar aftur á sigurbraut

Topplið Breiðabliks vann sannfærandi 4-1 sigur á KA á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar sem að töpuðu sínum fyrsta leik í seinustu umferð slökktu á öllum gagnrýnisröddum með því að skora 4 mörk gegn KA sem að höfðu fyrir leikinn í kvöld einungis fengið 8 mörk á sig í 9 leikjum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Kom ekkert annað til greina, þetta skiptir svo miklu máli“

Arnar Grétarsson, þjálfari KA í Bestu deild karla í fótbolta, er gríðarlega ánægður með nýja aðstöðu KA á Akureyri. Þó enn sé nokkuð í land að félagið verði með aðstöðu sem jafnist á við þær bestu hér á landi er um að ræða skref í rétta átt. Arnar lagði sjálfur hönd á plóg.

Íslenski boltinn