UMF Grindavík

Fréttamynd

Bryndís: Við erum að byggja upp lið til framtíðar

Bryndís Gunnlaugsdóttir var afar kát eftir sannfærandi sigur gegn Breiðablik í 24. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Smáranum á miðvikudagskvöldið. Grindavíkurkonur voru sterkari allan leikinn og tóku stigin tvö með sér heim eftir samheldna liðsframmistöðu sem einkenndist af snerpu og drifkrafti sem Blikar réðu ekki við, lokatölur 75-109.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þetta var algjörlega til fyrirmyndar, hugarfar og hvernig menn nálguðust verkefnið“

Það mátti sjá á Jóhanni Þór Ólafssyni, þjálfara Grindavíkur, að það var þungu fargi af honum létt eftir sigur hans manna á Stjörnunni í kvöld. Grindvíkingar unnu að lokum nokkuð öruggan sigur, lokatölur 99-88, sem þýðir að heimamenn færast aðeins fjær hinni þéttu fallbaráttu í Subway-deild karla. Jóhann viðurkenndi fúslega að sigurinn hefði verið sætur.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég er alveg brjálaður“

Þorleifur Ólafsson var allt annað en sáttur eftir naumt tap Grindavíkur gegn Fjölni í 22. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Dalhúsum í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

„Var bara eins og þetta væri „easy“ æfing hjá Keflavík“

Grindvíkingar töpuðu illa fyrir Keflavík í Subway-deild kvenna í kvöld, lokatölur í Keflavík 84-61. Framan af leit þetta þó ekkert alltof illa út fyrir Grindavík en þær áttu virkilega góðan 2. leikhluta sem þær unnu 26-21. Við spurðum Þorleif Ólafsson, þjálfara Grindavíkur, af hverju hans konur hefðu ekki bara spilað allan leikinn eins og 2. leikhluta?

Körfubolti
Fréttamynd

Um­fjöllun, við­töl og myndir: Grinda­­vík - Njarð­­vík 71-94 | Ís­kaldir Grind­víkingar áttu ekki séns í sjóð­heita Njarð­víkinga

Njarðvíkingar mættu til Grindavíkur í miklum ham í kvöld, búnir að vinna fimm leiki í röð, þar sem þeir mættu löskuðu liði Grindvíkinga. Heimamenn án Gaios Skordilis sem tók út leikbann og komu inn í þennan leik með fjóra ósigra í röð á bakinu. Fór það svo að gestirnir unnu öruggan sigur.

Körfubolti
Fréttamynd

Aðal­lega fyrir and­legu hliðina að koma aftur og vera með

Embla Kristínardóttir átti kröftuga innkomu af bekknum fyrir Valskonur í kvöld þegar þær báru sigurorð af Grindavík í Subway-deild kvenna, lokatölur 63-83 suður með sjó. Embla, sem er hokin af reynslu, bæði í deild og með landsliði Íslands þrátt fyrir ungan aldur, er að sögn hægt og bítandi að finna sitt gamla form en hún fór í barneignarleyfi undir lok árs 2021.

Körfubolti
Fréttamynd

Vrkić í Grindavík

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við hinn 35 ára gamla Zoran Vrkić um að spila með liðinu í Subway deild karla í körfubolta út leiktíðina.

Körfubolti
Fréttamynd

Jóhann: Dómarastéttin er að ganga í gegnum endurnýjun

Þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson, þurfti að vanda orðaval sitt þegar hann ræddi við blaðamann eftir leik. Hann langaði að segja ýmislegt en vissi það að hann myndi ekkert græða á því en það var að skilja á honum að dómararnir höfðu áhrif á lund leikmanna hans og hlutir sem hans menn gátu stjórnað gengu ekki upp.

Körfubolti