UMF Selfoss
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Tindastóll 1-3 | Tindastóll heldur í veika von um að bjarga sér frá falli
Tindastóll vann gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur gegn Selfyssingum í Pepsi Max deild kvenna í dag. Liðið heldur nú í veika von um að halda sæti sínu í deild þeirra bestu þegar aðeins ein umferð er eftir.
Eyjamenn skrefi nær Pepsi Max-deildinni
ÍBV vann 4-1 sigur á Selfossi í Suðurlandsslag kvöldsins í Lengjudeild karla í fótbolta. ÍBV treystir stöðu sína í öðru sæti deildarinnar.
Sú markahæsta áfram á Selfossi: Staður sem mér finnst eins og heimili að heiman
Brenna Lovera, markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildar kvenna, hefur framlengt samning sinn við Selfoss um tvö ár.
Kórdrengir, Selfyssingar og Vestri með heimasigra í Lengjudeildinni
Fimm leikir fara fram í Lengjudeild karla í dag og nú er þrem þeirra lokið. Tíu leikmenn Kórdrengja héldu út gegn Þór frá Akureyri og unnu 2-0. Selfyssingar eru að hrista af sér falldrauginn eftir 3-0 sigur gegn Aftureldingu og Vestri vann góðan 2-0 sigur gegn botnliði Víkinga frá Ólafsvík.
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - ÍBV 6-2 | Stórsigur Selfoss í Suðurlandsslagnum
Selfoss vann öruggan 6-2 sigur á ÍBV í slagnum um Suðurlandið á Selfossi í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Selfoss heldur í við Þrótt í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar með sigrinum.
Haukar sigruðu Ragnarsmótið á Selfossi
Leikið var til úrslita á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi í dag, en spilað var um fyrsta, þriðja og fimmta sætið. Ríkjandi deildarmeistarar Hauka höfðu betur gegn Fram í úrslitaliknum, 27-20.
Framarar tryggðu sér sæti í Pepsi Max deild karla
Framarar munu leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili, en liðið tryggði sér sæti í Pepsi Max deildinni að ári með 2-1 sigri gegn Selfyssingum. Þá unnu tíu leikmenn Grindavíkur 2-1 sigur gegn Þrótti R. og Grótta vann einnig 2-1 sigur gegn Kórdrengjum.
Sjáðu Brennuþrennuna og mörk systranna
Brenna Lovera skoraði þrennu fyrir Selfoss í 4-3 sigrinum gegn Fylki í Árbæ í gærkvöld og er markahæst í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Mörkin úr leiknum má nú sjá á Vísi.
Alfreð hættir á Selfossi
Alfreð Elías Jóhannsson hættir sem þjálfari kvennaliðs Selfoss í fótbolta í haust. Hann greindi frá þessu sjálfur á Facebook.
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Selfoss 3-4 | Lovera með þrennu í markaveislu í Árbæ
Selfoss vann 4-3 sigur á Fylki er liðin mættust á Würth-vellinum í Árbæ í 15. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. Selfoss fer upp að hlið Þróttar í þriðja sæti en Fylkir berst áfram fyrir lífi sínu í fallbaráttunni.
Hólmfríður Magnúsdóttir leggur skóna á hilluna
Hólmfríður Magnúsdóttir, ein reyndasta knattspyrnukona Íslandssögunnar, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir 20 ára feril.
Selfyssingar fjarlægjast falldrauginn eftir dramatískan sigur gegn Grinvíkingum og hagstæð úrslit
Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld. Selfyssingar unnu hádramatískan 3-2 heimasigur gegn Grindvíkingum og Þróttarar töpuðu 2-1 á heimavelli gegn Gróttu.
Gaupi fór yfir dramatíkina á Selfossi þar sem Þróttarakonur komu tvisvar til baka
Þróttarakonur jöfnuðu metin tvisvar á Selfossi í gær og eru því áfram ofar á markatölu í baráttu um fjórða sæti Pepsi deildar kvenna.
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Þróttur R. 2-2 | Þróttur náði í stig í lokin
Selfoss og Þróttur gerðu 2-2 jafntefli í 14. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta á Selfossi í kvöld. Liðin eru jöfn að stigum í töflunni.
Alfreð: Hún er hérna til að skora
Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss var svekktur með úrslitin á móti Þrótti er liðin skildu jöfn, 2-2, í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Hann er þó ánægður með frammistöðuna, sérstaklega hjá hinni bandarísku Brennu Lovera.
Fram og Grótta með sigra í Lengjudeildinni
Fram og Grótta unnu góða sigra í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Framarar unnu 2-0 heimasigur gegn tíu leikmönnum Fjölnis og Grótta vann 2-1 þegar að Selfyssingar kíktu í heimsókn.
Barbára lánuð til sigursælasta liðs Danmerkur: „Alltaf verið draumurinn minn að fara út í atvinnumennsku“
Selfoss hefur lánað Barbáru Sól Gísladóttur til danska úrvalsdeildarliðsins Brøndby.
Þróttur opnaði fallbaráttuna upp á gátt
Þróttur vann lífsnauðsynlegan 3-0 sigur á Selfossi í fallslag í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. Liðið er áfram í fallsæti, en aðeins tveimur stigum frá Selfossi sem eru í öruggu sæti.
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Selfoss 2-1 | Úlfa skaut Stjörnukonum upp í 3. sætið
Stjarnan komst upp í 3. sæti Pepsi Max-deildar kvenna með 2-1 sigri á Selfossi á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld.
ReyCup segir að um athugunarleysi hafi verið að ræða
ReyCup og Knattspyrnudeild Selfoss segjast í sameiginlegri yfirlýsingu harma þá stöðu sem upp hafi komið á mótinu, þegar eftirlitsmyndavélar fundust í gistiaðstöðu stúlkna í þriðja og fjórða flokki Selfoss um helgina. Ekki bendi til þess að um neins konar ásetning hafi verið að ræða heldur fyrst og fremst athugunarleysi sem beðist sé velvirðingar á.
Selfyssingar fá liðsstyrk úr tékknesku deildinni
Varnarmaðurinn Susanna Friedrichs hefur samið við knattspyrnudeild Selfoss. Friedrichs mun leika með Selfyssingum út næstu leiktíð.
Alfreð: Karitas hefur staðið af sér stærri tæklingar
Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, var súr og svekktur eftir tapið fyrir Breiðabliki.
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Selfoss 2-1 | Glæsimark varamannsins bjargaði Blikum
Breiðablik vann mikilvægan sigur á Selfossi, 2-1, þegar liðin mættust í 12. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í dag.
Dramatískur sigur Selfyssinga fyrir vestan
Selfoss lagði Vestra 2-1 í eina leik dagsins í Lengjudeild karla í fótbolta á Olís-vellinum á Ísafirði. Sigurmark gestanna var skorað í lok uppbótartíma.
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Þór/KA 1-1 | Selfyssingar björguðu stigi
Selfoss og Þór/KA gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi Max deild kvenna í kvöld þar sem Selfyssingar jöfnuðu á lokamínútunum.
Kórdrengir nálgast toppbaráttuna og Grótta og Afturelding fjarlægjast botnbaráttuna
Þrem leikjum var að ljúka í Lengjudeild karla. Kórdrengir sóttu þrjú stig á Selfoss með 1-0 sigri, Grótta vann sterkan 2-1 sigur gegn Fjölni á heimavelli og Afturelding átti ekki í vandræðum með Víking frá Ólafsvík þegar þeir unnu 6-1.
Alfreð Elías: Mikilvægt að Brenna Lovera sé mætt aftur í liðið
Selfoss komst aftur á sigurbrautina eftir að hafa ekki náð í sigur í síðustu fimm leikjum sínum. Leikurinn endaði með 1-0 sigri þar sem Brenna Lovera gerði sigurmark leiksins.Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Selfoss var afar kátur í leiks lok.
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Keflavík 1-0 | Selfoss aftur á sigurbraut
Selfoss eru komnar aftur á sigurbraut eftir að hafa ekki unnið í fimm síðustu leikjum sínum. Brenna Lovera var mætt aftur í liðið eftir meiðsli og launaði félaginu það með sigurmarki leiksins. 1-0
Leikurinn sem þær þurftu virkilega að vinna
Valur, topplið Pepsi Max deildar kvenna í knattspyrnu, vann góðan 2-1 útisigur á Selfossi í síðustu umferð. Selfyssingar hefðu þurft þrjú stig til að hleypa toppbaráttu deildarinnar í algjört uppnám en Valsliðið náði að sigla heim torsóttum sigri.
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 1-2| Valur styrkti stöðu sína á toppnum
Það var mikið undir í toppslag kvöldsins. Bæði lið tóku fáar áhættur til að byrja með leiks og var fyrri hálfleikurinn hinn allra rólegasti.Mist Edvardsdóttir kom Val yfir snemma í síðari hálfleik sem kveikti miklu lífi í leikinn. Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði leikinn með laglegu marki en Elín Metta Jensen gerði síðan seinna mark Vals sem tryggði þeim 1-2 sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.