Ríkisútvarpið

Fréttamynd

Starfsmannafundur hjá RÚV á morgun

Félag fréttamanna á Ríkisútvarpinu hélt fund í dag þar sem aðgerðir vegna komu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins voru ræddar. Boðað hefur verið til starfsmannafundar í Ríkisútvarpinu á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Útvarpsstjóri átti einn kost

Fréttamenn RÚV ætla að fara fram á rökstuðning frá útvarpsstjóra vegna ráðningar nýs fréttastjóra. Heimildir innan Útvarpsins herma að útvarpsstjóri hafi metið það svo að þar sem enginn annar umsækjenda hafi komist á blað hjá útvarpsráði ætti hann þann kost einan í stöðunni að skipa Auðun Georg Ólafsson sem fréttastjóra.

Innlent
Fréttamynd

Fréttamenn bíða viðbragða

Stjórn Félags fréttamanna fór fram á fund vegna fréttastjóramálsins með Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra í gærmorgun en síðdegis varð ljóst að ekkert yrði af þeim í gær, að sögn Jóns Gunnars Grjetarssonar formanns Félags fréttamanna á RÚV. Hann sagði fréttamenn bíða viðbragða frá honum og Auðuni Georg Ólafssyni nýráðnum fréttastjóra.

Innlent