Fótbolti

Fréttamynd

Juventus á toppinn

Juventus er komið á kunnuglegar slóðir í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eftir 1-0 sigur á ríkjandi meisturum Napoli er Juventus nefnilega komið á topp deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þrjú verða fjögur“

Atvinnu- og landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Jón Daði Böðvarsson og unnusta hans, María Ósk Skúladóttir, viðskiptafræðingur eiga von á sínu öðru barni í apríl næstkomandi. Parið deilir gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Vitum hversu mikið við leggjum á okkur fyrir hvorn annan

„Frábær sigur í dag. Hefur verið risastór vika fyrir okkur, góð augnablik og sum erfið sem við fórum í gegnum sem lið,“ sagði Anthony Gordon eftir 1-0 sigur Newcastle United á Manchester United í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gordon skoraði sigurmark leiksins.

Enski boltinn
Fréttamynd

Stunur trufluðu dráttinn

Dráttur í riðla Evrópumeistaramótsins 2024 í Hamborg í dag var truflaður af kynferðislegum stunum. Stunurnar heyrðust fyrst eftir að Sviss hafði dregist í riðil með Skotlandi, Ungverjalandi og gestgjöfunum, Þýskalandi.

Sport
Fréttamynd

Real gerði nóg

Real Madríd vann 2-0 sigur á Granada í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Jón Daði gerði þrennu í fyrri hálf­leik

Jón Daði Böðvarsson fékk tækifæri í byrjunarliði Bolton Wanderers þegar liðið fékk Harrogate Town í heimsókn í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu. Jón Daði gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í fyrri hálfleik en leiknum lauk með 5-1 sigri Bolton.

Enski boltinn
Fréttamynd

Brighton upp úr riðlinum

Brighton & Hove Albion er komið upp úr riðli sínum í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Enn á þó eftir að koma í ljós hvort liðið vinnur riðilinn og fer beint í 16-liða úrslit eða hvort Marseille steli toppsætinu.

Fótbolti