Íslendingalið Norrköping ákvað að láta þjálfara sinn, Glen Riddersholm, taka poka sinn eftir slakan árangur á síðustu leiktíð. Síðan þá hefur fjöldi þjálfara verið orðaður við starfið - þar á meðal Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings.
Islands assisterande förbundskapten Johannes Karl Gudjonsson är en av slutkandidaterna till tränarjobbet i IFK Norrköping.
— Anel Avdi (@AnelAvdic) December 2, 2023
Arnar Gunnlaugsson och Peter Wettergren är fortsatt aktuella ett definitivt beslut från IFK väntas inom någon vecka. https://t.co/fT36gGxByP
Avdić segir að Arnar sé enn í myndinni hjá Norrköping, líkt og Peter Wettergren, en Jóhannes Karl sé ofar á blaði. Hinn 43 ára gamli Jóhannes Karl lék lengi vel sem atvinnumaður og hefur þjálfað HK og ÍA hér á landi. Hann hefur svo verið aðstoðarþjálfari landsliðsins frá því á síðasta ári.
Sonur hans, Ísak Bergmann, spilaði fyrir Norrköping fyrir nokkrum árum og þá hefur bróðir hans, Bjarni Guðjónsson, einnig starfað fyrir félagið.
Arnór Ingi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson eru leikmenn Norrköping í dag. Ari Freyr Skúlason lagði skóna á hilluna að lokinni síðustu leiktíð og Andri Lucas Guðjohnsen er á láni hjá Lyngby í Danmörku.