Íslenski körfuboltinn

Fréttamynd

Skallagrímur í undanúrslit eftir framlengingu í Grindavík

Skallagrímur varð í kvöld þriðja liðið til að tryggja sig í undanúrslit Iceland Express-deildar karla í körfubolta þegar liðið hafði betur í framlengingu gegn Grindavík, 73-77. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var jöfn, 65-65 og því þurfti að framlengja í Grindavík.

Sport
Fréttamynd

Njarðvík í undanúrslit - framlengt í Grindavík

Njarðvík varð í kvöld annað liðið til að tryggja sig í undanúrslit Iceland Express deildarinnar í körfubolta eftir 2 stiga sigur á ÍR í Seljaskóla, 76-78. Leikur Skallagríms og Grindavíkur fer í framlengingu en lokatölur eftir venjulegan leiktíma í Grindavík urðu 65-65. Borgnesingar voru einu stigi yfir í hálfleik, 35-36.

Sport
Fréttamynd

Keflavík í undanúrslit og KR tryggði sér oddaleik

Keflavík varð í dag fyrst liða til að tryggja sig í undanúrslitin í úrslitakeppni karla í körfubolta þegar deildarmeistararnir unnu Fjölni 87-84. Í Stykkishólmi náði KR að tryggja sér oddaleik með því að leggja Snæfell 62-61 þar sem sigurkarfa KR kom þegar 2 sekúndur voru til leiksloka og var það 3 stiga karfa fráMelvin Scott sem réði úrslitum.

Sport
Fréttamynd

Keflavík og KR leiða í hálfleik

Nú er hálfleikur í leikjunum tveimur sem fram fara í úrslitakeppninni í körfubolta karla í dag og eru það gestaliðin sem leiða í báðum tilfellum. KR er sex stigum yfir gegn Snæfelli í Stykkishólmi, 33-39. Í Grafarvogi eru það Keflvíkingar sem leiða gegn Fjölni með tveimur stigum, 43-45.

Sport
Fréttamynd

Kemur ekkert annað til greina en að vinna Snæfell í dag

Herbert Arnarson þjálfari KR segir það alls ekki hafa verið áfall að tapa heimaleiknum gegn Snæfelli í vikunni í 8 liða úrslitum í úrslitakeppni körfubolta karla, Iceland Express deildinni. Vísir náði tali af Herberti nú rétt í þessu þar sem lið KR var statt í Hyrnunni í Borgarnesi á leið sinni upp í Stykkishólm þar sem annar leikur liðanna fer fram í dag.

Sport
Fréttamynd

Öruggur sigur Skallagríms

Skallagrímur vann öruggan sigur á Grindavík 95-81 í Borgarnesi í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni karla í körfubolta í kvöld. Eftir að jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, brunuðu heimamenn framúr í þeim síðari og unnu sannfærandi sigur. George Byrd var atkvæðamestur í liði Skallagríms með 29 stig, en þeir Páll Axel Vilbergsson og Jeremiah Johnson skoruðu 30 stig hvor í liði Grindavíkur.

Sport
Fréttamynd

Grindavík leiðir í hálfleik

Grindvíkingar hafa eins stigs forystu í hálfleik gegn Skallagrími í fyrsta leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninni í körfubolta 42-41. George Byrd er kominn með 19 stig í liði heimamanna, en Páll Axel Vilbergsson hefur skorað 15 stig fyrir Grindavík. Í Njarðvík hafa heimamenn nauma forystu gegn ÍR 40-38.

Sport
Fréttamynd

Snæfell lagði KR

Snæfell vann í kvöld sigur á KR í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í kvöld í rafmögnuðum spennuleik sem sýndur var beint á Sýn. Snæfell var yfir allan leikinn, en KRingar náðu að jafna leikinn undir lokin. Það voru þó gestirnir sem héldu haus í restina og tryggðu sér dýrmætan sigur 71-68. Snæfell er því með pálmann í höndunum og geta slegið KR út í næsta leik á heimavelli sínum.

Sport
Fréttamynd

Öruggur sigur Keflvíkinga

Keflvíkingar eru komnir með 1-0 forystu í einvígi sínu gegn Fjölni í úrslitakeppni Iceland Express deildinni í körfubolta eftir auðveldan 94-78 sigur á heimavelli sínum Sláturhúsinu í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Snæfell yfir gegn KR

Nú er kominn hálfleikur í leik KR og Snæfells í úrslitakeppninni í Iceland Express deild karla og hafa gestirnir góða forystu í hálfleik 43-35. Snæfell hefur byrjað mun betur í leiknum og er liðið mun ákveðnara í öllum sínum aðgerðum. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Keflavík með mikla yfirburði

Lið Keflavíkur virðist ekki ætla að verða í vandræðum með lið Fjölnis í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni. Keflvíkingar hafa forystu 59-36 í hálfleik á heimavelli sínum og hafa þeir AJ Moye og Vlad Boeriu skorað 14 stig hvor fyrir lið heimamanna.

Sport
Fréttamynd

KR - Snæfell í beinni á Sýn

Úrslitakeppni úrvalsdeildar karla í körfubolta hefst í kvöld með tveimur leikjum. Keflvíkingar taka á móti Fjölni í Keflavík klukkan 19:15 og KR-ingar taka á móti Snæfelli í Vesturbænum, en sá leikur verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending klukkan 19:45.

Sport
Fréttamynd

Grindavík lagði Keflavík

Grindavíkurstúlkur tryggðu sér í kvöld annað sætið í Iceland Express deild kvenna í körfubolta þegar þær lögðu granna sína í Keflavík 77-70 í hreinum úrslitaleik um hvort liðið yrði með heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Sport
Fréttamynd

Halldór í tveggja leikja bann

Halldór Karlsson, fyrirliði Njarðvíkinga, var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann fyrir óhæfileg mótmæli af aganefnd KKÍ og því er ljóst að Halldór mun missa af fyrstu tveimur leikjum Njarðvíkinga í úrslitakeppninni gegn ÍR. Halldór var rekinn af velli í leik Njarðvíkur og Keflavíkur í lokaumferð Iceland Express deildarinnar á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Leikið um heimavallarréttinn í Grindavík

Grindavík og Keflavík mætast í hreinum úrslitaleik um hvort liðið verður með heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Grindavík er í þriðja sæti deildarinnar, en Keflavíkurstúlkur geta komist upp fyrir þær með sigri í kvöld. Þá fá Haukastúlkur afhentan deildarbikarinn eftir leik sinn við Breiðablik á Ásvöllum.

Sport
Fréttamynd

Úrslitakeppnin í beinni á Sýn

Úrslitakeppninn í Iceland Express deild karla í körfubolta hefst á fimmtudagskvöldið og mun sjónvarpsstöðin Sýn þá vera með beina útsendingu frá fyrstu viðureign KR og Snæfells sem hefst klukkan 20 um kvöldið, en útsending hefst 15 mínútum fyrr. Á laugardeginum verður svo bein útsending frá öðrum leik Fjölnis og Keflavíkur og hefst útsending frá honum klukkan 15:50.

Sport
Fréttamynd

Keflvíkingar deildarmeistarar

Keflvíkingar eru deildarmeistarar í körfubolta karla eftir frækinn sigur á grönnum sínum úr Njarðvík á heimavelli í lokaumferð Iceland Express deildarinnar í kvöld 89-71. AJ Moye skoraði 37 stig fyrir Keflavík og Magnús Gunnarsson 18. Friðrik Stefánsson skoraði 18 stig fyrir Njarðvíkinga, Jeb Ivey 15 og Brenton Birmingham skoraði 14 stig.

Sport
Fréttamynd

Keflvíkingar leiða í hálfleik

Keflvíkingar hafa yfir 41-29 gegn grönnum sínum í Njarðvík í úrslitaleiknum um deildarmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla í körfubolta, en leikurinn fer fram í Keflavík. Njarðvíkingar byrjuðu betur í leiknum og komust í 8-0 og leiddu 19-15 eftir fyrsta leikhluta. Síðan hafa heimamenn tekið öll völd á vellinum og hafa snúið leiknum sér í vil með mikilli baráttu.

Sport
Fréttamynd

Haukar völtuðu yfir Keflavík

Haukastúlkur sendu hinum liðunum í Iceland Express deildinni skýr skilaboð í kvöld þegar þær tóku Keflvíkinga í kennslustund á útivelli 115-72., eftir að staðan hafði verið 55-42 fyrir gestina í hálfleik. Megan Mahoney fór á kostum í liði Hauka og skoraði 44 stig og Helena Sverrisdóttir skoraði 20 stig. Haukaliðið er langefst í deildinni og verður ekki auðsigrað í úrslitakeppninni ef svo fer sem horfir.

Sport
Fréttamynd

Toppliðin þrjú unnu sína leiki í körfunni

Tvö efstu liðin í Iceland Express deild karla í körfubolta, Njarðvík og Keflavík unnu leiki sína í kvöld en þá fór fram næst síðasta umferð deildarinnar. Þar með er ljóst að aðeins þau tvö lið eiga möguleika á deildarmeistaratitlinum og mætast einmitt í hreinum úrslitaleik á fimmtudaginn um titilinn.

Sport
Fréttamynd

Auðveldur sigur Hauka

Haukastúlkur unnu auðveldan sigur á liði KR í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld 102-51 á Ásvöllum. Helena Sverrisdóttir skoraði 23 stig, gaf 8 stoðsendingar og stal 6 boltum fyrir Hauka á aðeins 23 mínútum. Vanja Pericin skoraði 16 stig, hirti 8 fráköst og stal 8 boltum hjá KR.

Sport
Fréttamynd

Grindavík lagði Njarðvík í framlengingu

Grindvíkingar lögðu granna sína úr Njarðvík í rafmögnuðum spennuleik í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en eftir framlengingu. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var jöfn 100-100, en Grindvíkingar höfðu betur á lokasprettinum og sigruðu 116-112.

Sport
Fréttamynd

Stórleikur í Grindavík

Heil umferð er á dagskrá í Iceland Express deild karla í kvöld og stórleikur kvöldsins er án efa viðureign grannliðanna Grindavíkur og Njarðvíkur í Grindavík. Keflavík og Fjölnir mætast í Keflavík, Snæfell tekur á móti KR, Höttur mætir Skallagrími, ÍR tekur á móti Haukum og Hamar/Selfoss mætir Þór frá Akureyri. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15.

Sport
Fréttamynd

Kveðjuleikur Önnu Maríu í kvöld

Í kvöld er einn leikur á dagská í Iceland Express deild kvenna í körfubolta þegar Keflvíkingar taka á móti Breiðablik á heimavelli sínum. Leikurinn verður kveðjuleikur sigursælustu körfuboltakonu landsins, Önnu Maríu Sveinsdóttur.

Sport
Fréttamynd

Scott í eins leiks bann

Melvin Scott, leikmaður úrvalsdeildarliðs KR í körfubolta hefur verið dæmdur í eins leiks bann vegna brottvísunar sem hann fékk í leik KRing og Hamars/Selfoss síðastliðinn fimmtudag.

Sport
Fréttamynd

Snæfell vann grannaslaginn

Heil umferð var á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Snæfellingar lögðu granna sína í Skallagrími í Borgarnesi 79-64, Fjölnir lagði Grindavík í hörkuleik 99-98, Hamar/Selfoss lagði Hauka í Hafnarfirði 83-74, Keflavík vann þór 93-87, KR vann ÍR 88-87 og Njarðvík burstaði Hött 120-77 í Njarðvík.

Sport
Fréttamynd

Auðveldur sigur Keflvíkinga á Grindavík

Keflvíkingar unnu í kvöld öruggan sigur á grönnum sínum í Grindavík 109-84 í toppslag í Iceland Express deild karla í körfubolta. Grindvíkingar voru án Páls Axels Vilbergssonar, Helga Jónasar Guðfinnssonar og Hjartar Harðarsonar í leiknum, en þeir eru allir meiddir.

Sport
Fréttamynd

Keflvíkingar leita hefnda í kvöld

Heil umferð er á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og einn leikur er á dagskrá í kvennaflokki. Stórleikur kvöldsins er viðureign Keflavíkur og Grindavíkur í Keflavík, en þar munu heimamenn eflaust vilja hefna ófaranna í bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi.

Sport
Fréttamynd

ÍS bikarmeistari

ÍS varð nú rétt í þessu bikarmeistari kvenna í körfuknattleik eftir frækinn 88-73 sigur á Grindavík í spennandi og skemmtilegum úrslitaleik í Laugardalshöll. Bikarúrslitaleikur karla á milli Keflavík og Grindavík hefst svo klukkan 16.

Sport
Fréttamynd

ÍS einu stigi yfir í hálfleik

Stúdínur hafa 35-34 yfir í hálfleik í bikarúrslitaleik kvenna en leikurinn hófst klukkan 14 í Laugardalshöll. Signý Hermannsdóttir er stigahæst í liði ÍS með níu stig en Jessica Watson hefur skorað tólf stig fyrir Grindavík. Leikurinn er gífurlega jafn og spennandi og verður spennandi að sjá hvort liðið stendur uppi sem sigurvegari.

Sport