Sport

ÍS bikarmeistari

Signý Hermannsdóttir skoraði 23 stig í leiknum.
Signý Hermannsdóttir skoraði 23 stig í leiknum. Fréttablaðið/Stefán

ÍS varð nú rétt í þessu bikarmeistari kvenna í körfuknattleik eftir frækinn 88-73 sigur á Grindavík í spennandi og skemmtilegum úrslitaleik í Laugardalshöll. Bikarúrslitaleikur karla á milli Keflavík og Grindavík hefst svo klukkan 16.

Fyrri hálfleikur ÍS og Grindavíkur var mjög jafn en Stúdínur höfðu yfir, 35-34 í hálfleik. Lítið var á milli liðanna sem gaf góð fyrirheit fyrir síðari hálfleikinn.

Stúdínur tóku fljótlega forystu í síðari hálfleik og héldu henni allt til enda. Með frábærri vörn og góðri skotnýtingu tókst þeim að landa sigrinum en Grindavíkurstúlkur geta nagað sig í handarbökin fyrir þann fjölda bolta sem þær gáfu frá sér.

Mikill fögnuður braust út þegar lokaflautan gall en þetta er sjöundi bikarúrslitasigur Stúdína en þær unnu síðast árið 2003.

Stigahæstar:

ÍS:

Maria Conlon 25

Signý Hermannsdóttir 23

Stella Rún Kristjánsdóttir 11

Grindavík:

Jerica Watson 26

Hildur Sigurðardóttir 19

Ólöf Helga Pálsdóttir 15




Fleiri fréttir

Sjá meira


×