Umferð

Fréttamynd

Stór­hættu­legur fram­úr­akstur á Holta­vörðu­heiði

Róbert Marvin Gíslason, tölvunarfræðingur og rithöfundur, var litlu frá því að lenda í alvarlegum árekstri á Holtavörðuheiði á mánudag þegar bílstjóri sendibíls tók fram úr honum á glannalegan hátt, bíll kom nefnilega akandi úr hinni áttinni og mjóu munaði að hann skylli framan á sendibílinn.

Innlent
Fréttamynd

Hellis­heiði opnuð á ný

Hellisheiði var lokað til austurs í dag á meðan brak var hreinsað í Kömbunum. Gera þurfti við víravegrið eftir óhapp. Umferð varr beint um Þrengslaveg á meðan.

Innlent
Fréttamynd

Bíða eftir niður­stöðum blóðsýnatöku

Lögregla bíður eftir niðurstöðum blóðsýnis sem tekið var úr manninum sem ók yfir umferðareyju í vesturbæ Reykjavíkur í síðustu viku. Málið er fullrannsakað að öðru leyti og það skýrist um mánaðamótin hvort gefin verði út ákæra vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

„Klæðingin er engin skítar­edding“

Forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar segir klæðingu á vegum ekki skítareddingu. Vegakerfið á Íslandi væri ekki að meirihluta á bundnu slitlagi ef ekki væri fyrir hana. Það sem sé hamlandi sé að vegna fjármagns nái Vegagerðin ekki að sinna viðhaldi eftir þörf. Viðhaldsskuld í íslensku vegakerfi kosti líklega tugi eða hundrað milljarða.

Innlent
Fréttamynd

Alls­gáður en ók niður ljósa­staur

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um að ljósastaur hefði verið ekinn niður í umdæmi lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu. Ökumaðurinn, sem reyndist hvorki ölvaður né undir áhrifum annarra efna, játaði að hafa ekið of hratt og misst stjórn á bifreiðinni.

Innlent
Fréttamynd

Ein leið í og úr hverfinu dragi úr öryggi í­búa

Garðabær bíður núna eftir því að ná samkomulagi við Vegagerðina um endurbætur á Flóttamannaleiðinni svokölluðu. Til hefur staðið að tengja Urriðaholtsstræti og Holtsveg við veginn í tíu til fimmtán ár síðan að skipulag fyrir hverfið var gert. Eins og stendur er aðeins ein leið í og úr hverfinu.

Innlent
Fréttamynd

Jarð­göng undir Miklu­braut fýsi­legri kostur

Verkefnastjóri á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar segir jarðgangagerð undir Miklubraut með tengingu við Kringlumýrarbraut hafa ýmsa kosti fram yfir stokk. Gangagerð myndi raska umferð minna á framkvæmdatíma og bjóða upp á meira pláss til borgarþróunar.

Innlent
Fréttamynd

Lenti með höfuðið á mal­bikinu þegar maður tók fram úr bíla­lest

Guðmundur Erlendsson neyddist til nauðhemla á bifhjóli sínu er hann ók eftir þjóðvegi eitt um Langadal í átt að Akureyri á sunnudagskvöldið vegna bifreiðar á vegarhelmingi hans sem ók á móti honum úr gagnstæðri átt. Bifreiðin hafi þá ætlað að taka fram úr bílalest á hinum vegarhelmingnum.

Innlent
Fréttamynd

Eftir­vagnar breyta aksturseigileikum bílsins

Hjólhýsi, tjaldvagnar og fellihýsi verða nú fyrirferðarmikil á vegum landsins enda frábær leið til að elta góða veðrið í sumarfríinu. Margt þarf að hafa í huga þegar ekið er með eftirvagna og gæta fyllsta öryggis.

Samstarf
Fréttamynd

Hafa ekki nokkrar á­hyggjur af fækkun ferða

Forsvarsmenn Hopp hafa ekki áhyggjur af minni notkun rafhlaupahjóla eftir nýjustu breytingar á umferðarlögum sem samþykktar voru af Alþingi þar sem ölvunarakstur rafhlaupahjóla er orðinn refsiverður. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Sæunnar Óskar Unnsteinsdóttur framkvæmdastjóra Hopp Reykjavík.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja loka fyrir um­ferð um Ráð­hús­torgið á sumrin

Eigandi kaffihúss á Ráðhústorginu á Akureyri berst fyrir því að torgið verði lokað fyrir bílaumferð í bænum yfir sumarið. Hann heldur reglulega vel heppnaða viðburði á torginu en segir erfitt að þurfa sífellt að sækja um leyfi fyrir lokun svo hægt sé að halda viðburði á torginu. Bæjarfulltrúi segist tilbúin að samþykkja tillögu um að loka fyrir umferð um torgið á sumrin. 

Innlent
Fréttamynd

Um­ferð hafi vaxið um­fram fjár­veitingar til við­halds

Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdarstjóri þjónustusviðs segir fjárveitingar til viðhalds vega og malbikunar ekki hafa vaxið í hlutfalli við síaukið álag á vegakerfi landsins. Vegaklæðing sé notuð til að binda slitlag þegar malbikun væri æskilegri vegna umferðarálags. Bikblæðing á fjölförnum vegum getur valdið mikilli hálku.

Innlent
Fréttamynd

Dæmi um að öku­menn slökkvi á skynjara sem bjargaði lífi hans

Mótorhjólamaður segir að dæmi séu um að eigendur Tesla bíla slökkvi á skynjara í bílnum sem bjargaði lífi hans á dögunum. Litlu mátti muna að hann hafi fengið Teslu á sig á miklum hraða á gatnamótum Klettagarða og Sæbrautar og segir hann alveg ljóst að það hefði verið hans síðasta. Ekki er um að ræða fyrsta skiptið sem búnaðurinn kemst í fréttir hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

„Í fyrra­kvöld bjargaði Tesla bif­reið lífi mínu“

Atvinnubílstjórinn og mótorhjólamaðurinn Mikkó lenti í afar erfiðri lífsreynslu síðasta sunnudagskvöld þegar hann tók léttan mótorhjólarúnt á Harley Davidson hjólinu sínu. Ökumaður Teslu bifreiðar var næstum búinn að keyra á hann en svo virtist vera sem hann hafi ekki verið með hugann við aksturinn á því augnabliki.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Líta fjölda látinna í um­ferðinni al­var­legum augum

Ellefu manns hafa látið lífið í umferðinni það sem af er ári og er þetta mikil aukning miðað við síðustu nokkur ár. Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri segir Samgöngustofu líta stöðuna mjög alvarlegum augum og að hún kalli á skoðun.

Innlent
Fréttamynd

„Viltu passa mig?“ Sniglar höfða til kær­leikans í um­ferðinni

„Við erum alltaf að skamma fólk, „Hættu í símanum! Ekki drepa mig!“ Okkur langar að breyta þessu og höfða til kærleikans. Við erum öll manneskjur á ólíkum farartækjum og viljum bara fá að koma heil heim eins og allir,“ segir Jokka, sem er í stjórn Snigla Bifhjólasamtaka lýðveldisins, en í nýrri herferð samtakanna á Tiktok biður mótorhjólafólk bílstjóra í umferðinn um að passa það.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Verum vakandi í um­ferðinni í sumar

Enn eitt ferðasumarið er framundan með tilheyrandi ferðalögum landsmanna landshorna á milli. Umferðin á þjóðvegum landsins eykst með hverju árinu, ekki síst vegna fjölgunar ferðamanna, og því hefur aldrei verið nauðsynlegra en nú að vera vel vakandi undir stýri.

Lífið samstarf