Íslenski handboltinn

Fréttamynd

Þúsundir hafa þakkað Óla

Ólafur Stefánsson leikur sinn síðasta landsleik á sunnudaginn þegar Ísland tekur á móti Rúmeníu í undankeppni Evrópumótsins árið 2014.

Handbolti
Fréttamynd

Skúli harmar viðbrögð Sunnevu

"Ég get staðfest það að Florentina Stanciu er að koma í Stjörnuna,“ segir Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær brást Sunneva Einarsdóttir illa við þeim fréttum og kaus að rifta samningi sínum við félagið.

Handbolti
Fréttamynd

Nýtti ákvæðið og sleit samningnum

"Ég hef ekki tekið ákvörðun um hvort ég verði áfram hjá Fram eða fari í Stjörnuna,“ segir línumaðurinn Elísabet Gunnarsdóttir. Elísabet staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að hún hefði sagt upp samningi sínum við Fram á dögunum.

Handbolti
Fréttamynd

Leggjum ekki árar í bát

Íslenska kvennalandsliðið fékk slæman skell gegn Tékkum í undankeppni HM 2013. "Töpuðum fyrir sterkara liði,“ segir landsliðsþjálfarinn sem hefur þegar sett stefnuna á að komast inn á næsta stórmót, EM 2014.

Handbolti
Fréttamynd

Mæta með kvennalið árið 2014

ÍR-ingar hafa stofnað meistaraflokk kvenna hjá félaginu á nýjan leik. Liðið mun leika í utandeildinni á næsta tímabili en stefnt er á að tefla fram liði í efstu deild frá og með haustinu 2014.

Handbolti
Fréttamynd

Klár þegar kallið kemur

Bjarki Már Gunnarsson, leikmaður HK, var í gær valinn í 17 manna hóp íslenska landsliðsins í handknattleik fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Rúmeníu í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Danmörku á næsta ári.

Handbolti
Fréttamynd

Nú þurfa þeir ungu að stíga upp

Mikið mun mæða á ungum og efnilegum leikmönnum í næstu verkefnum íslenska landsliðsins í handknattleik. Sjö lykilmenn verða fjarverandi í leikjunum gegn Hvíta-Rússlandi og Rúmeníu og aðrir fá því tækifæri til að sanna sig. Ólafur Gústafsson og Bjarki Már

Handbolti
Fréttamynd

Ólympíumeistararnir æfa á Íslandi

Heims– og Ólympíumeistarar Noregs í handknattleik kvenna verða í æfingabúðum í íþróttahúsi og við Íþróttafræðasetur Háskóla Íslands á Laugarvatni dagana 10. til 15. júní.

Handbolti
Fréttamynd

Fjalla um kærustur íslenskra leikmanna

Handboltavefurinn Fimmeinn.is hefur bryddað upp á nýjung í íslenskri íþróttaumfjöllun. Þar er vikulega fjallað um um kærustur íslenskra handboltamanna og fylgja oftar en ekki myndir af kærustunum fáklæddum.

Handbolti
Fréttamynd

Valdimar Fannar til FH

Handknattleiksmaðurinn Valdimar Fannar Þórsson hefur gengið til liðs við FH en hann yfirgefur herbúðir Vals.

Handbolti
Fréttamynd

Bjarki hvílir ristina

"Ég er mættur til Þýskalands,“ voru fyrstu orð handknattleikskappans Bjarka Más Elíssonar í samtali við Fréttablaðið í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Félagarígurinn mun aukast með tilkomu KR

KR tilkynnti í gær að meistaraflokkur félagsins í handbolta hefði verið endurvakinn. Vesturbæingar ætla að byggja flokkinn upp hægt og rólega en þurfa þó að vera klárir með lið ekki síðar en þegar flautað verður til leiks í 1. deild í haust. Arnar Jón Agnarsson verður þjálfari liðsins.

Handbolti
Fréttamynd

Bjarki Már hættur hjá HK

Handknattleiksmaðurinn Bjarki Már Elísson hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi við sínum hjá HK og er hættur hjá félaginu.

Handbolti
Fréttamynd

Kannski gott að fá þennan skell á móti Noregi

Íslenska kvennalandsliðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á Nettbuss Open-æfingamótinu í Gautaborg um helgina en liðið var nálægt því að vinna Serbíu í lokaleiknum sem tapaðist aðeins með einu marki, 21-22.

Handbolti
Fréttamynd

Íslensku stelpurnar heppnar með riðil

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta verður í riðli með Frakklandi, Slóvakíu og Finnlandi í undankeppni EM 2014 en dregið var í Veszprem í Ungverjalandi í dag. Íslensku stelpurnar höfðu heppnina með sér því liðið lenti í riðli með slökustu liðunum í þriðja og fjórða styrkleikaflokki.

Handbolti
Fréttamynd

Stelpurnar töpuðu með einu marki á móti Serbíu

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði öllum þremur leikjum sínum á Nettbuss Open mótinu í Gautaborg en íslensku stelpurnar töpuðu með einu marki á móti Serbíu í lokaleik sínum í dag, 21-22. Þetta voru síðustu æfingaleikir íslenska liðsins fyrir umspilsleikina á móti Tékkum.

Handbolti
Fréttamynd

Stelpurnar töpuðu stórt á móti Noregi

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með þrettán marka mun á móti Noregi, 20-33, í Nettbuss-æfingamótinu í Gautaborg í Svíþjóð. Íslensku stelpurnar eru að undirbúa sig fyrir umspilsleiki á móti Tékklandi en fyrri leikurinn fer fram á Íslandi um næstu helgi.

Handbolti
Fréttamynd

Fögnuðum í sautján klukkutíma rútuferð

Þórey Rósa Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttir urðu um helgina Evrópumeistarar í handbolta kvenna eftir sigur á franska liðinu Metz í EHF-bikarkeppninni. Liðið getur einnig orðið danskur meistari í næstu viku og því unnið tvöfalt.

Handbolti
Fréttamynd

Esther eini nýliðinn í æfingahópi Ágústs

Esther Viktoría Ragnarsdóttir stóð sig frábærlega með Stjörnunni í úrslitakeppni N1 deildar kvenna og svo vel að hún spilaði sig inn í íslenska A-landsliðið. Ester er eini nýliðinn í 22 manna æfingarhópi Ágústs Jóhannssonar sem tilkynntur var í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Með bakið upp við vegg

Handbolti Fram getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki í fyrsta skipti í sjö ár þegar liðið sækir Hauka heim í Hafnarfjörð. Þeir bláklæddu leiða 2-0 í einvíginu eftir tvíframlengdan leik í Safamýrinni á miðvikudag.

Handbolti