Íslenski handboltinn

Fréttamynd

Ásbjörn: Verður hörku rimma

"Við lögðum upp með sterka vörn, oddaleikir vinnast oftast á góðri vörn og við náðum því hér í dag," sagði Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH eftir 32-21 sigur á Fram.

Handbolti
Fréttamynd

Einar: Ætlum ekki í sumarfrí strax

"Þetta fór ekkert sérstaklega vel, síðustu tuttugu mínúturnar í leiknum voru vonbrigði eftir góðar fjörutíu mínútur fyrir það," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfara FH.

Handbolti
Fréttamynd

Reynir Þór: Skora á alla Framara

"Það tók okkur töluverðan tíma að komast í gang í fyrri hálfleik, við þurftum að fá sjálfstraust aftur eftir þrjá tapleiki í röð," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram.

Handbolti
Fréttamynd

Jóhann: Úrslitasjarmi yfir þessum leik

"Fyrri hálfleikurinn var tómt rugl en það var eitthvað í þessum leik, einhver úrslita-sjarmi að ég hafði aldrei neinar áhyggjur af þessu," sagði Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram.

Handbolti
Fréttamynd

Reynir: Sérstaklega hægir sóknarlega

„Þeir voru töluvert sterkari en við í þessum leik,“ sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram, eftir leikinn í kvöld. Fram tapaði örugglega fyrir FH í Kaplakrikanum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins.

Handbolti
Fréttamynd

Aron: Fyrsti kostur að þjálfa á Íslandi næsta vetur

Aron Kristjánsson er á heimleið eftir tæpa ársdvöl í Þýskalandi þar sem hann var að þjálfa hjá úrvalsdeildarliðinu Hannover-Burgdorf. Honum var sagt upp störfum hjá félaginu fyrir nokkrum vikum en er enn á fullum launum þar sem samningur hans rennur út árið 2012.

Handbolti
Fréttamynd

Stelpurnar unnu Króatíu í gær og mæta Spáni í dag

Íslenska 17 ára landslið kvenna í handbolta er að taka þátt í undankeppni fyrir EM í handvbolta en riðill íslenska liðsins fer fram í Víkinni um helgina. Stelpurnar byrjuðu vel með því að vinna 23-22 sigur á Króatíu í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Ingvar og Jónas dæma í úrslitakeppninni í Katar

Íslenskir handboltadómararar og eftirlitsmenn verða næstu daga og vikur í hinum ýmsu verkefnum en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Handknattleikssambands Íslands. Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson dæma meðal annars í úrslitakeppninni í Katar og Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson munu dæma Meistaradeildarleik hjá Björgvini Páli Gústavssyni og félögum í Kadetten Schaffhausen.

Handbolti
Fréttamynd

Ágúst tekur tímabundið við kvennalandsliðinu í handbolta

Ágúst Jóhannsson hefur verið ráðinn tímabundið þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta og mun stjórna liðinu í umspilsleikijunum við Úkraínu í sumar þar sem í boði er sæti á HM í Brasilíu í desember. Handknattleikssamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu um ráðninguna í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Enginn í Stabæk skilur af hverju Veigar Páll er ekki í landsliðinu

Norska blaðið Aftenposten skrifar í dag um þá staðreynd að Veigar Páll Gunnarsson skuli ekki komast í íslenska landsliðið fyrir leikinn á móti Kýpur í undankeppni EM. veigar Páll er ein af stóru stjörnunum í norsku úrvalsdeildinni og hefur spilað mjög vel á undirbúningstímabilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Kristinn: Við erum í baráttu

„Við vorum búnir að leggja mikið á okkur að vinna upp forskotið og náðum forystu hérna rétt fyrir lokin, það var því mjög súrt að ná ekki að klára þetta," sagði Kristinn Guðmundsson, aðstoðarþjálfari HK eftir 29-28 tap gegn Haukum á Ásvöllum í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Bjarki: Mjög sárt

„Mér fannst við geta klárað þetta þarna í restina en hann fær frítt skot á punktalínunni og þetta dettur því með þeim og þeir klára þennan leik," sagði Bjarki Már Elísson, leikmaður HK eftir 29-28 tap gegn Haukum á Ásvöllum í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Einar Örn: Heppnin loks með okkur

„Þetta var virkilega stór sigur fyrir okkur. Við erum líka mjög ánægðir með að önnur úrslit duttu fyrir okkur þannig að við erum mjög ánægðir með kvöldið," sagði Einar Örn Jónsson, leikmaður Hauka eftir 29-28 sigur á HK á Ásvöllum í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Hreinasta hörmung í Halle

Íslenska landsliðið spilaði einn sinn lélegasti leik í háa herrans tíð gegn Þýskalandi í gær. Strákarnir voru engan veginn tilbúnir í það stríð sem beið þeirra. Mótstaðan hjá þeim var lítil sem engin og uppskeran niðurlægjandi tap og erfið staða í undankeppni EM þar sem örlög liðsins eru ekki lengur algjörlega í þeirra höndum.

Handbolti
Fréttamynd

Róbert og Zorro-skeggið

Róbert Gunnarsson segir að leikmenn þýska landsliðsins hafi haldið að íslensku strákarnir með motturnar hafi verið að gera grín að Heiner Brand, landsliðsþjálfara Þýskalands. Svo er ekki því þeir skarta mottum fyrir gott málefni.

Handbolti