Handbolti

Róbert og Zorro-skeggið

Henry Birgir Gunnarsson í Halle Westfalen skrifar
Róbert Gunnarsson segir að leikmenn þýska landsliðsins hafi haldið að íslensku strákarnir með motturnar hafi verið að gera grín að Heiner Brand, landsliðsþjálfara Þýskalands. Svo er ekki því þeir skarta mottum fyrir gott málefni.

Róberts útfærsla er reyndar afar sérstök þar sem honum vex ekkert skegg undir nefinu.

"Ég er heppinn að það vex ekki þarna á milli. Ég er því eins og Tyrki. Ég varð að gera eitthvað nýtt og tók því Zorro-týpuna á þetta," sagði Róbert léttur.

"Þetta er gott málefni sem við erum að styrkja eins og fleiri sem betur fer."

Róbert segir að Þjóðverjarnir hafi orðið hissa er þeir sáu motturnar.

"Þeir héldu fyrst að við værum að gera grín að Heiner. Við leiðréttum það. Heiner hefur líklega vorkennt mér fyrir hvað mín motta var slök."

Róbert ræðir reyndar leikinn í dag líka aðeins í viðtalinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×