Handbolti

Óli Stef: Allt undir hjá Þjóðverjum

Henry Birgir Gunnarsson í Halle skrifar
Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði býst við beittu þýsku liði á morgun enda sé allt undir hjá þýska liðinu í þessum leik.

"Þetta leggst bara vel í mig. Það er einbeiting núna og við verðum að hugsa hvað þeir ætla að gera. Við skoðum myndband og veltum okkur upp úr okkar veikleikum svo við vitum hvar þeir munu reyna að sækja," sagði Ólafur við Vísi á æfingu í dag.

"Andlegi þátturinn mun skipta máli. Leikurinn er 3.600 sekúndur og maður þarf að vera vakandi allan þann tíma. Það er það sem skiptir máli," sagði Ólafur en hann segist vera í fínu standi þó svo hann hafi verið slakur á æfingunni í morgun.

"Við búumst við því að Þjóðverjar vilji svara fyrir sig. Það er allt undir hjá þeim, stoltið, heimavöllurinn og riðillinn. Þetta er því áskorun fyrir okkur og það væri geðveikt að vinna þá.

"Þetta er úrslitaleikur fyrir bæði lið en aðallega þá. Við getum stigið stórt skref í átt að EM með sigri í þessum leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×