TikTok

Fréttamynd

Ætluðu að nota Tiktok til að njósna um á­kveðna ein­stak­linga

Móðurfélag kínverska samfélagsmiðilsins Tiktok er sagt hafa ætlað sér að nota miðilinn til þess að fylgjast með staðsetningu ákveðinna bandarískra notenda án vitundar þeirra eða samþykkis. Bandaríkjastjórn hefur rannsakað hvort kínversk stjórnvöld gætu komist yfir persónuupplýsingar Bandaríkjamanna í gegnum miðilinn.

Erlent
Fréttamynd

Hrella starfsfólk matvöruverslana með fáránlegum spurningum

Fjallað var um útgáfu okkar tíma af hinni klassísku földu myndavél í Íslandi í dag á miðvikudag. Þar voru sýnd brot af TikTok-aðgangi íslenskra ungmenna, sem leggja það í vana sinn áhorfendum sínum til gamans að hrella starfsfólk matvöruverslana með óraunhæfum spurningum um staðsetningu ákveðinna vöruflokka.

Lífið
Fréttamynd

TikTok stjarna sem ólst upp í Latabæ og elskar Ísland

Leikkonan Chloe Lang kom til Íslands þegar hún var aðeins níu ára gömul til þess að taka við hlutverki Sollu Stirðu í Latabæ. Í dag býr hún í New York, er orðin TikTok stjarna, elskar Ísland og kemur reglulega í heimsókn.

Lífið
Fréttamynd

Matreiða upp úr ruslagámum fyrir milljónir áhorfenda

Katrín Hersisdóttir, nemi í grafískri hönnun í Danmörku, hefur ásamt vinkonum sínum náð miklum vinsældum með matreiðslumyndböndum á samfélagsmiðlinum TikTok. Það eru hins vegar engin hefðbundin matreiðslumyndbönd sem þær stöllur framleiða þar sem hráefnið er allt fengið úr ruslagámum fyrir aftan matvöruverslanir.

Lífið
Fréttamynd

Hold­gervingur eitraðrar karl­mennsku slær í gegn á TikTok

Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi.

Erlent
Fréttamynd

Ég er bara 5 ára og kenna á því fæ

Fyrir 6 árum var enginn á TikTok. Fyrir 11 árum höfðum við ekki heyrt um SnapChat eða Zoom. Fyrir 15 árum fengum við ekki eina einustu tilkynningu í símana okkar frá Instagram, Messenger og WhatsApp. Fyrir 20 árum lifðum við í heimi án Facebook, YouTube, Twitter, Spotify og Iphone.

Skoðun
Fréttamynd

Mátti skjóta refinn í hausinn en ekki eiga hann sem gæludýr

„Ég hugsaði strax, ég þarf skemmtilegt gæludýr. Ég hugsaði fyrst um apa en þegar ég las mér til um málið þá komst ég að því að öpum líður ekkert sérstaklega vel á Íslandi. Þeir vilja vera í heitum löndum þannig að ég ákvað að smygla ekki apa til landsins,“ segir TikTok stjarnan og útvarpsmaðurinn Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B.

Lífið
Fréttamynd

Tik Tok er áhugasamt um kvennafrídaginn á Íslandi

Kvennafrídagurinn 1975 á Íslandi árið virðist vera að vekja mikla athygli á Tik Tok. Í myndbandinu sem hefur vakið athygli segir notandi frá því þegar íslenskar konur lögðu niður störf í samfélaginu og lýsir því hvernig samfélagið hafi farið á hliðina án þeirra. 

Lífið
Fréttamynd

Færði smituðum far­þega mat og jóla­skraut í ein­angrun: „Það er ýmis­legt sem gerist þegar fólk er á ferða­lögum“

Ragnhildur Eiríksdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, sem fjallað var um í dag að hefði hjálpað hinni bandarísku Marisu Fotieo, sem fékk jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi um borð í vél Icelandair hingað til lands, segist aðeins hafa verið að gera það sem hún hefði viljað að yrði gert fyrir sig ef hún hefði verið í sömu stöðu.

Innlent
Fréttamynd

Í mál við TikT­ok vegna starfs við að horfa á og eyða ógeðslegum myndböndum

Bandarísk kona sem starfað hefur við umræðurýnir (e. moderator) hjá TikTok, samfélagsmiðlisins vinsæla, hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu. Hún sakar fyrirtækið um að hafa ekki varið hana gegn sálfræðilegum skaða sem hún hlaut af því að horfa á grimmileg myndbönd meðal annars af nauðgunum og morðum svo klukkutímum skipti á degi hverjum.

Erlent
Fréttamynd

TikTok vin­­sælasta vef­­síða ársins

Sam­fé­lags­miðillinn og mynd­banda­veitan TikTok tók ný­verið fram úr leitar­vélinni Goog­le og er orðin vin­sælasta vef­síða ársins. Miðillinn hefur náð gríðar­legum vin­sældum á stuttum tíma.

Erlent
Fréttamynd

Byrjaði sem flösku­strákur á B5 en skemmtir nú fleiri milljónum manns út um allan heim

Fleiri milljónir manns út um allan heim horfa á íslensku TikTok-stjörnuna Lil Curly. Fyrir nokkrum mánuðum flutti Curly til London þar sem hann hugðist stækka TikTok reikning sinn enn frekar. En London ævintýrið reyndist ekki vera það sem hann hafði séð fyrir sér og ákvað hann því að flytja aftur heim. Ekkert lát er þó á vinsældum Curly og bætast um fimm þúsund manns við fylgjendahóp hans á degi hverjum.

Lífið