Sara Björg Sigurðardóttir

Fréttamynd

Lýðheilsa bætt um 64 milljarða

Í vikunni var uppfærður sögulegur samgöngusáttmáli samþykktur í borgarstjórn Reykjavíkur. Svo ánægjulega vill til að þetta var gert í evrópsku samgönguvikunni. Samgöngusáttmáli sveitarstjórnanna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisvaldsins er sannkallað tímamótasamkomulag.

Skoðun
Fréttamynd

Eflum Mjódd sem mið­stöð al­mennings­sam­gangna fyrir landið allt

Sterkar almenningssamgöngur fyrir fjölmennsta íbúahorn landsins ætti að vera í algjörum forgangi hjá pólitíkinni - svæði sem 82% landsmanna býr á og langflestir ferðamenn snerta fyrst. Strætó bs. þjónustar höfuðborgarsvæðið og landsbyggðarstrætó, sem Vegagerðin ber ábyrgð á og rekur, sinnir á tengingu út land, eins og til Keflavíkur, Akureyrar og austur fyrir fjall.

Skoðun
Fréttamynd

Metnaðar­leysi í Mjódd

Aðalskipulag Reykjavíkur AR2040, skilgreinir Mjódd sem eitt skipulagsvæði en reiturinn kallast M12. Við sem sækjum þjónustu í Mjódd tölum um Suður-Mjódd, Mjódd og svo Norður-Mjódd. Í Suður-Mjódd er íþróttasvæði ÍR, íbúðir eldra fólks við Árskóga og nýja svæði Garðheima.

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­fest í staf­rænni þjónustu fyrir eldra fólk - Reykja­víkur­borg leiðandi á Norður­löndunum

Reykjavíkurborg leiðir stafræna þjónustu við eldra fólk ekki bara á landsvísu heldur líka á Norðurlöndunum og hefur fjárfest tæplega 356 milljónum króna síðustu sex árin ásamt að hafa fengið um 141 milljón króna mótframlag frá ríkinu - samtals fjárfesting upp á hálfan milljarð króna sem varið hefur verið í stafræna þjónustu umbreytingu hjá velferðarsviði.

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig borg viljum við eldast í?

Breytt samfélagsgerð, ólíkar kynslóðir og tækniþróun kalla á nýja hugsun í þjónustu við okkur sem erum að eldast - hresst eldra fólk, eldra fólk þar sem færni hefur minnkað og þau sem glíma við heilsubrest og þurfa á stuðningi að halda við daglegt líf. Samkvæmt mannfjöldaspám Hagstofu Íslands stendur þjóðin frammi fyrir sömu áskorunum og nágrannaþjóðir okkar. Árið 2020 var hlutfall fólks yfir 65 ára 14%, árið 2038 er áætlað að það hlutfall verði yfir 20% mannfjöldans og árið 2064 yfir 25%. Þannig mun mín kynslóð, næsta kynslóðin á undan mér og þær sem á eftir koma, lifa lengur, vera fjölmennari og gera meiri kröfur á samfélagið hvað varðar þjónustu, lífsgæði og heilbrigði.

Skoðun
Fréttamynd

Reykja­víkur­borg leiðandi í húsnæðisuppbyggingu

Tryggt þak yfir höfuðið er undirstaða daglegs lífs, það veitir öryggi og skjól sem öllum er lífsnauðsynlegt. Núna í vetrarbyrjun voru 2.853 íbúðir í byggingu í Reykjavík og fjölgar um rúmlega 12% milli ára, 2.884 íbúðir eru í samþykktar í deiliskipulagi og 2565 á byggingarhæfum lóðum

Skoðun
Fréttamynd

136 tonn af svifryki svífa um borgina árlega

Við sem þjóð erum stolt af landinu okkar, stolt af landsins gæðum; vatninu sem við drekkum ferskt úr ám og lækjum, ósnortinni náttúru - sem er úfin og ófyrirséð og blessuðu loftinu sem við öndum að okkur.

Skoðun
Fréttamynd

Íbúalýðræði í Reykjavík komið til að vera

Íbúalýðræði og íbúaráðin í Reykjavík hafa verið til umræðu síðustu misserin eftir íbúaráðsfund Laugardals fyrir stuttu en þar átti sér stað einstakt atvik sem búið er að biðjast afsökunar á. Atvik sem á engan hátt endurspegla mikilvægt starf íbúaráðanna í hverfum borgarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Ekkert mál að flokka rusl í Reykja­vík

Í janúar sl. tóku í gildi lög um hringrásarhagkerfi og þannig varð skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka undir húsvegg. Um er að ræða umfangsmikið verkefni bæði fyrir Reykjavíkurborg en líka fyrir okkur neytendur að breyta venjum okkar og vinnulagi.

Skoðun
Fréttamynd

Kyn­slóðir saman - grænt bú­setu­form fram­tíðar

Reykjavíkurborg stendur á tímamótum. Síðasta áratug og þann næsta verða mestu breytingar á borginni í hálfa öld. Framtíðarborgin farin að taka á sig mynd á sínu mesta uppbyggingarskeiði. Það er viðeigandi mitt í HönnunarMars að hafa hugrekki til að kasta fram djörfum hugmyndum um nýja nálgun í búsetuformi.

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig viljum við eldast?

Í amstri hversdagsins hugsa fæstir um framtíðina. Látum duga að dvelja í núinu, mæta til skóla eða vinnu, koma ungum á legg, halda heimili. Þannig týnist tíminn. Við verðum ekki var við að eldast, ekki fyrr en horft er á börnin í kringum okkur eflast, dafna, vaxa úr grasi eða þegar rekist er á gamlan vin eftir 30 ár.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkið snið­gengur börn af er­lendum upp­runa bú­sett í Reykja­vík

Borgarstjórn mun ræða í dag um samræmda móttöku Reykjavíkurborgar á flóttafólki. Fáir sáu fyrir að ráðist yrði inni í fullvalda ríki í Evrópu á 21. öld – atburður með engum fyrirsjáanleika verður að veruleika en samt þurfa löndin í Evrópu að vera viðbúin, tilbúin kallinu þegar það kemur.

Skoðun
Fréttamynd

Skapandi frelsi fyrir skóla­­stjórn­endur og jöfnuður fyrir nem­endur

Reykjavík hefur verið leiðandi varðandi aðgerðir til að bæta starfsumhverfi í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi og varið til þess yfir fimm milljörðum króna. Samfylkingin mun áfram leggja áherslu á bætt starfsumhverfi varðandi laun, starfskjör, húsnæði og annan aðbúnað enda er það forsenda þess að skólarnir í borginni séu eftirsóknarvert umhverfi fyrir kennara, starfsfólk almennt og börnin að sjálfsögðu.

Skoðun
Fréttamynd

Austur­heiðar – hin nýja Heið­mörk Reyk­víkinga

Við í Samfylkingunni viljum efla Austurheiðar með markvissari hætti sem fjölbreytt og aðgengilegt útivistarsvæði fyrir borgarbúa á öllum aldri með ólík áhugamál sem gætu notið útivistar og náttúru án þess að ganga á gjafir náttúrunnar.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki kjósa Stóra stoppið í Ár­túns­brekku

Með þéttingu byggðar skapast ný tækifæri fyrir fjárfestingar í hverfunum okkar. Fólksfækkun er snúið við með því að fá inn nýjar íbúðir, fleiri íbúa - fjölbreytt fólk og fjölskyldur. Hópa sem nýta innviði sem fyrir eru innan hverfanna en á sama tíma skapa grundvöll fyrir frekari þjónustu í blandaðri byggð.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­sóknar­flokkurinn snið­gengur börn af er­lendum upp­runa í borginni

Öll sveitarfélög landsins fá framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna barna af erlendum uppruna - nema Reykjavík. Borgin hefur stefnt ríkinu vegna þessa og stefnir allt í að þessi framlög verði útkljáð fyrir dómstólum. Öll börn í Garðabæ af erlendum uppruna fá fjármagn frá Jöfnunarsjóði, öll börn í Kópavogi, öll börn í Hafnarfirði - öll börn nema í Reykjavík.

Skoðun
Fréttamynd

228 hraða­lækkandi til­lögur frá í­búum á kjör­tíma­bilinu

Í síðustu viku komst til framkvæmda fyrsti áfangi nýrrar hámarkshraðaáætlunar sem samþykkt var síðastliðið vor. Hafa vaskir starfsmenn borgarinnar verið að endurmerkja götur og skipta út skiltum vegna lækkunar hraða víðsvegar um borgina en nýjar merkingar taka gildi jafnóðum og þær eru settar upp.

Skoðun
Fréttamynd

Gerum enn betur fyrir börnin í Breið­holti

Nýting Frístundakortsins, sem er styrkjakerfi borgarinnar í frístundastarfi fyrir 6 til 18 ára börn og unglinga með lögheimili í Reykjavík, hefur verið línulega vaxandi árin 2015 til 2019 í flestum hverfum borgarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Komdu út að hjóla...

Í borginni eru margir staðir til að næra sál og líkama. Mörgum finnst gott að ganga, finna lyktina af náttúrunni og njóta útsýnis. Öðrum finnst skemmtilegra að hjóla, vera í síbreytilegu umhverfi innan borgarmarkanna, hjóla meðfram sjónum með vindinn í fangið, upplifa sólsetur með sjávarlykt eða horfa á borgina vakna í hversdagsleikann í upphafi vinnuviku.

Skoðun
  • «
  • 1
  • 2