Tækni

Fréttamynd

Arecibo-útvarpssjónaukinn hruninn

Móttökutæki Arecibo-útvarpssjónaukans á Púertó Ríkó hrundi meira en 120 metra niður á endurvarpsdisk hans í dag. Nýlega var ákveðið að taka sjónaukann úr notkun vegna skemmda sem höfðu orðið á honum.

Erlent
Fréttamynd

Rannsóknir á heimskautaísnum í hættu

Útlit er fyrir að gervihnattamælingar á þykkt íssins og norður- og suðurheimskautinu leggist af um nokkra ára skeið á meðan nýrrar kynslóðar gervitungla er beðið.

Erlent
Fréttamynd

Slógu til árið 2010 og velta nú á annan milljarð

Bjarki Viðar Garðarsson og Pétur Hannes Ólafsson kynntust þegar þeir störfuðu báðir að uppbyggingu íslenskra fyrirtækja í Hong Kong. Með þeim tókst strax góður vinskapur og yfir kaffibolla á Starbucks ákváðu þeir að stofna sitt eigið fyrirtæki. Onanoff veltir nú um 1,3 milljarði og stefnir veltan í tvo milljarða á næsta ári.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Sjónar­sviptir að fyrrum stærsta út­varps­sjón­auka heims

Uppgötvun tifstjarna sem leiddi til Nóbelsverðlauna og leit að lífi utan sólkerfisins eru á meðal þess sem Arecibo-útvarpssjónaukinn sögufrægi í Púertó Ríkó færði heiminum. Ritstjóri Stjörnufræðivefsins segir að sjónarsviptir verði að sjónaukanum.

Erlent
Fréttamynd

Blindir geta nú fengið lánaða sjón

Í þætti gærkvöldsins af Íslandi í dag var farið yfir smáforrit eða app sem ber heitið Be My Eyes. Appið byggir á því að blindir eða sjónskertir fái sjónræna aðstoð, geta hringt í sjálfboðaliða í gegnum appið og fengið lánaða sjón þegar þess þarf.

Lífið
Fréttamynd

Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki

Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki, stór sem smá og það er ekki eftir neinu að bíða með að nýta sér þessa tækni. Sem dæmi má nefna hvernig vélrænt nám getur dregið úr brottfalli viðskiptavina.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Geimfararnir komnir að Alþjóðlegu geimstöðinni

Geimferja SpaceX með fjóra geimfara innanborðs lagði að Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðu í nótt. Þetta var fyrsta reglulega ferð einkarekna geimferðafyrirtækisins með geimfara til geimstöðvarinnar.

Erlent
Fréttamynd

SpaceX með stöðuga viðveru í geimnum næstu mánuði

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gefið fyrirtækinu SpaceX grænt ljós á að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) á laugardagskvöldið. Þá varð fyrirtækið í gær það fyrsta til að fá vottun NASA til mannaðra geimferða.

Erlent
Fréttamynd

Baader kaupir Skagann 3X

Baader hefur gengið frá samningum um kaup á meirihluta í Skaganum 3X. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskiptin eru háð venjubundnum fyrirvörum um samþykki opinberra aðila. Ráðgert er að þeim fyrirvörum verði aflétt í ársbyrjun 2021.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

iPhone 12 boðar nýja upplifun

Tæknilegasta og sterkasta kynslóð farsíma frá Apple er komin á markað, iPhone12. Hún boðar nýja tíma í allri notkun og upplifun notenda með tækni sem hefur ekki áður sést

Samstarf