Hernaður

Fréttamynd

Gerðu tilraun með nýja eldflaug

Ráðamenn í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með nýja tegund eldflauga sem hafi verið þróaðar til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar. Nýju eldflauginni var skotið á loft í gær og var það í fjórða sinn á nokkrum vikum sem Kóreumenn skjóta eldflaug á loft.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkjaher játar mistök vegna drónaárásar í Kabúl

Þann 29. ágúst síðastliðinn framkvæmdi Bandaríkjaher drónaárás í Kabúl sem grandaði tíu almennum borgurum, þar af sjö börnum úr sömu fjölskyldu. Hershöfðinginn Kenneth McKenzie sagði á upplýsingafundi í dag að hann telji nú að þau sem létust í árásinni hafi ekki tengst Ríki Íslams né verið hættuleg hermönnum á flugvellinum í Kabúl.

Erlent
Fréttamynd

Talíbanar segjast hafa náð yfirráðum yfir Panjshir

Talíbanar segjast nú hafa náð yfirráðum yfir Panjshir-dal, sem er síðasta vígi andstæðinga þeirra í Afganistan. Miklir bardagar hafa geisað á svæðinu síðustu daga en dalurinn er norður af höfuðborginni Kabúl.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að hryðjuverkahópar skjóti aftur rótum í Afganistan

Mark Milley, yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, telur líklegt að borgarastyrjöld muni skella á í Afganistan og að hryðjuverkahópar geti notið þá óreiðu til að skjóta þar niður rótum. Talibanar berjast nú við andófsmenn í Panjshir-dal en virðast vera að bera sigur úr býtum.

Erlent
Fréttamynd

Gætu lamað varnir Taívans í skyndi

Kínverjar vita nákvæmlega hvar varnir Taívans eru og gætu lamað þær á skömmum tíma. Með umfangsmiklum netárásum, í sambland við eldflaugaárásir og laumuárásir sérsveitarmanna á mikilvæga innviði, væri hægt að draga verulega úr varnargetu Taívans.

Erlent
Fréttamynd

Talibanar fagna sigri í Afganistan

Talibanar hafa fagnað grimmt í Kabúl í dag eftir að síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu landið í gærkvöldi. Þeir segjast hafa sigrað stórveldi. Þá heita Talibanar því að tryggja öryggi í Afganistan en þó berast fregnir af áframhaldandi ódæðum vígamanna.

Erlent
Fréttamynd

Banda­ríkja­her farinn frá Afgan­istan

Bandarískir fjölmiðlar greina nú frá því að síðustu herflugvélar bandaríska hersins hafi tekið á loft frá Hamid Karzai-flugvellinum í Kabúl, höfuðborg Afganistan, nú í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Draga heilindi og yfirlýsingar talíbana í efa

Bresk stjórnvöld draga það í efa að talíbanar muni standa við yfirlýsingar þess efnis að allir sem eiga rétt á því komist frá Afganistan heilir á húfi. Breskir hermenn hafa snúið aftur heim en Bretar hyggjast áfram aðstoða fólk við að komast burt.

Erlent
Fréttamynd

Telja miklar líkur á annarri hryðjuverkaárás

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir mjög líklegt að reynt verði að fremja aðra hryðjuverkaárás í Kabúl á næstu sólarhringum. Hann boðar áframhaldandi loftárásir á Ríki íslams sem lýsti yfir ábyrgð á sjálfsmorðssprengjuárásinni sem felldi á annað hundrað manns á fimmtudag.

Erlent
Fréttamynd

„Við munum finna ykkur og láta ykkur gjalda“

Joe Biden Bandaríkjaforseti var harðorður í garð hryðjuverkasamtakanna ISIS-K, sem stóðu að baki mannskæðri sprengjuárás á flugvellinum í Kabúl í dag, á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld. 

Erlent
Fréttamynd

Hver eru hryðjuverkasamtökin ISIS-K?

Hryðjuverkasamtökin ISIS-K lýstu í kvöld yfir ábyrgð á sprengjuárásunum á alþjóðaflugvellinum í Kabúl fyrr í dag, sem bönuðu hátt í hundrað manns.

Erlent
Fréttamynd

Talíbanar verða dæmdir af gjörðum sínum

Joe Biden, forseti Bandaríkjann,a segir að því fyrr sem bandarískar hersveitir verði farnar frá Afganistan því betra. Allt miðaðist við að standa við samkomulag Bandaríkjastjórnar og Talibana um að brottflutningi verði lokið hinn 31. ágúst.

Erlent
Fréttamynd

Mun ekki fresta brott­för frá Afgan­istan

Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að fresta endanlegri brottför Bandaríkjahers frá Afganistan þrátt fyrir þrýsting frá leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims, G-7. Þann 31. ágúst muni herinn þá hafa lokið störfum sínum í landinu og yfirgefið Afganistan.

Erlent
Fréttamynd

Þrýst á Biden að fresta brottför þrátt fyrir hótanir Talíbana

Leiðtogar sjö helstu iðnríkjaheims, G-7, funda í dag. Joe Biden forseti Bandaríkjanna er undir miklum þrýstingi frá Bretum, Frökkum og Þjóðverjum að seinka brottför hersveita sinna frá flugvellinum í Kabúl, höfuðborg Afganistans, til að hægt verði að koma fleirum út úr landinu.

Erlent