Ítalski boltinn

Fréttamynd

Botnbarátta blasir við Milan

Ítalska stórliðið AC Milan á í miklu vandræðum í upphafi tímabils í ítölsku A-deildinni. Liðið tapaði 2-1 fyrir Udinese í dag og missti tvo leikmenn útaf með rautt spjald.

Fótbolti
Fréttamynd

Allegri valtur í sessi

Þó svo tímabilið sé nýhafið er þegar orðið sjóðheitt undir Massimiliano Allegri, þjálfara AC Milan. Liðið er búið að tapa báðum heimaleikjum sínum í ítölsku deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Allegri: Ég finn til með Conte

Massimiliano Allegri, þjálfari AC Milan, finnur til með kollega sínum, Antonio Conte þjálfara Juventus, sem dæmdur var í tíu mánaða leikbann í uppafi leiktíðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Bendtner þarf að léttast til að fá að spila með Juve

Danski framherjinn Nicklas Bendtner er kominn til ítalska félagsins Juventus en það er ekki öruggt að hann fái að spila með liðinu strax. Danska blaðið Tipsbladet hefur heimildir fyrir því að hann fá ekki að spila með ítölsku meisturunum fyrr en hann létti sig.

Fótbolti
Fréttamynd

Missti Liverpool af Del Piero? - samdi við Sydney FC

Ítalinn Alessandro Del Piero er á leiðinni til Ástralíu þar sem hann hefur skrifað undir samning við ástralska félagið Sydney FC. Del Piero gerði tveggja ára samning og fær tvær milljónir evra í laun fyrir hvort tímabili.

Fótbolti
Fréttamynd

Bendtner valdi sér ólukkunúmerið hjá Juventus

Nicklas Bendtner er loksins búinn að finna sér lið en hann verður í láni hjá ítalska liðinu Juventus í vetur. Bendtner á tvö ár eftir af samningi sínum við Arsenal en á sér enga framtíð hjá Emirates og var búinn að vera að leita sér að liði í allt haust.

Fótbolti
Fréttamynd

Gamli Inter-maðurinn var hetja AC Milan í gær

Giampaolo Pazzini, var hetja AC Milan, í sínum fyrsta leik í byrjunarliði liðsins í gær þegar AC Milan vann 3-1 sigur á Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni. Pazzini skoraði öll þrjú mörk AC Milan þar af tvö þeirra á síðustu þrettán mínútum leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Pescara fékk á sig þrjú mörk manni færri í fyrsta leik Birkis

Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason fékk sitt fyrsta tækifæri með Pescara í dag þegar hann var í byrjunarliði liðsins í 3-0 tapi á útivelli á móti Torino í ítölsku úrvalsdeildinni. Pescara missti mann af velli eftir aðeins 28 mínútur og fékk á sig þrjú mörk manni færri.

Fótbolti
Fréttamynd

Cavani samdi við Napoli til 2017

Edinson Cavani verður áfram í herbúðum Napoli á Ítalíu. Það varð ljóst eftir að hann skrifaði undir nýjan fimm ára samning við félagið í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Nigel De Jong farinn til AC Milan

Nigel De Jong, hollenski miðjumaðurinn hjá Manchester City, er kominn með nýtt félag því hann mun spila með ítalska liðinu AC Milan á þessu tímabili. Þetta kom fram á heimasíðu AC Milan.

Fótbolti
Fréttamynd

Berbatov floginn til Ítalíu

Dimitar Berbatov flaug til Ítalíu í morgun til þess að ganga frá samningi við ítalska félagið Fiorentina samkvæmt heimildum Reuters. Berbatov hefur samið um kaup og kjör og verður væntanlega tilkynntur sem nýr leikmaður Fiorentina seinna í dag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Cassano lætur Galliani heyra það

Antonio Cassano er orðinn leikmaður Inter og hann beið ekki boðanna með að senda stjórnarformanni AC Milan, Adriano Galliani, tóninn á blaðamannafundi.

Fótbolti
Fréttamynd

Milan vill fá Kaká

Það er ekki enn orðið ljóst hvað verður um Brasilíumanninn Kaká hjá Real Madrid. Hann virðist ekki eiga mikla framtíð hjá félaginu og áhugi er víða að á leikmanninum.

Fótbolti
Fréttamynd

Fiorentina reynir að kaupa Berbatov

Það er ekki enn útilokað að framherjinn Dimitar Berbatov hverfi á braut frá Man. Utd á næstunni. Ítalska félagið Fiorentina reynir nú að kaupa hann á 3 milljónir punda frá Man. Utd.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter til í að skipta á Maicon og De Jong

Ítalska félagið Inter leggur mikið upp úr því að fá hollenska miðjumanninn Nigel de Jong til félagsins og er tilbúið að senda bakvörðinn Maicon til Man. City í skiptum fyrir De Jong.

Fótbolti
Fréttamynd

Forseti Inter: Cassano getur gert gæfumuninn

Massimo Moratti, forseti Inter, er afar spenntur fyrir því að fá Antonio Cassano til félagsins en hann er við það færa sig um set í Mílanóborg í skiptum fyrir Giampaolo Pazzini sem fer til AC Milan.

Fótbolti
Fréttamynd

Antonio Conte úrskurðaður í 10 mánaða keppnisbann

Antonio Conte, þjálfari ítalska meistaraliðsins Juventus, var í dag úrskurðaður í 10 mánaða keppnisbann. Conte áfrýjaði dómi sem féll fyrr í þessum mánuði þar sem hann var fundinn sekur um að hafa vitað um tvö tilvik þar sem leikmenn ætluðu að hafa áhrif á úrslit leikja hjá Siena sem hann þjálfaði 2010-2011.

Fótbolti
Fréttamynd

Conte sannfærður um sýknudóm

Antonio Conte, þjálfari Juventus, heldur enn fram sakleysi sínu "Scommessopoli-hneykslinu" en því er haldið fram að hann hafi vitað um um tvö tilvik þar sem leikmenn ætluðu að hafa áhrif á úrslit leikja. Hann er sakaður um að þegja yfir upplýsingum.

Fótbolti
Fréttamynd

Montella vongóður um að halda Jovetic

Vinzeno Montella knattspyrnustjóri Fiorentina er vongóður um að hann geti haldið Svartfellingnum Stevan Jovetic hjá félaginu þrátt fyrir að mörg af stærstu liðum Evrópu séu á höttunum eftir honum.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus vann Berlusconi-bikarinn

Juventus vann 3-2 sigur á AC Milan í kvöld í árlegum leik liðanna um Berlusconi-bikarinn en þetta er minningarleikur Silvio Berlusconi, eiganda AC Milan, um föður sinn Luigi Berlusconi og fer alltaf fram á San Siro í ágústmánuði. Nú var spilað um Berlusconi-bikarinn í 22. sinn en Juve var að vinna hann í tíunda skiptið.

Fótbolti
Fréttamynd

Hungurverkfall Pesoli á enda

Ítalski knattspyrnumaðurinn Emanuele Pesoli batt í gær enda á vikulangt hungurverkfall sitt. Pesoli var í síðustu viku dæmdur í þriggja ára bann frá knattspyrnu fyrir sinn þátt í hagræðingu úrslita í leik með Siena í ítölsku deildakeppninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Ársmiðasala hjá AC Milan gengur afar illa

Það gengur illa að selja ársmiða hjá ítalska stórliðinu AC Milan fyrir komandi keppnistímabil. Félagið hefur selt stærstu stjörnur liðsins, Zlatan Ibrahimovic og Thiago Silva, og stuðningsmenn liðsins hafa haldið að sér höndum varðandi kaup á ársmiðu. Salan hefur ekki verið lélegri frá árinu 1986.

Fótbolti
Fréttamynd

Rossi vill fara til AC Milan

Síðasta tímabil var erfitt fyrir ítalska framherjann Giuseppe Rossi. Hann var mikið meiddur og náði aðeins að spila 14 leiki fyrir Villarreal sem saknaði hans mikið og féll úr spænsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti