Salan á Íslandsbanka

Fréttamynd

Þessi bjóða sig fram í stjórn Íslandsbanka

Ellefu einstaklingar bjóða sig fram til setu í stjórn Íslandsbanka sem kjörin verður á hluthafafundi bankans föstudaginn 28. júlí. Fjögur bjóða sig fram til stjórnarsetu þrátt fyrir að vera ekki á lista tilnefningarnefndar yfir þá sem mælt er með að taki stjórnarsæti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Efsta stéttin sé með van­stilltan sið­ferðis­kompás

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, furðar sig á því að bankastjóri Íslandsbanka hafi verið með tæpar 57 milljónir í starfslokasamning. Það komi honum hins vegar ekki á óvart, efsta stéttin hér á landi sé með vanstilltan siðferðiskompás.

Innlent
Fréttamynd

Birna með 56,6 milljónir króna í starfs­loka­samning

Ráðningar­samningur Birnu Einars­dóttur, banka­stjóra Ís­lands­banka, kvað á um tólf mánaða upp­sagnar­frest og er gjald­færsla vegna launa og hlunninda 56,6 milljónir króna. Þetta kemur fram í svörum stjórnar bankans til hlut­hafa vegna fyrir­hugaðs hlut­hafa­fundar sem fer fram þann 28. júlí næst­komandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stækkað stöðu sína í Íslandsbanka um nærri milljarð eftir sátt bankans við FME

Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE) hefur verið umsvifamestur meðal stærri hluthafa Íslandsbanka að auka við hlutabréfastöðu sína dagana eftir að bankinn tilkynnti í lok júní um sátt við fjármálaeftirlitið, sem fól í sér hæstu sektargreiðslu fjármálafyrirtækis í Íslandssögunni, vegna brota á lögum og innri reglum við sölu á hlutum í sjálfum sér í fyrra. Lífeyrissjóðurinn stækkaði eignarhlut sinn samhliða því að hlutabréfaverð Íslandsbanka fór lækkandi.

Innherji
Fréttamynd

Formaður og varaformaður hætta í stjórn Íslandsbanka

Finnur Árnason, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ari Daníelsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Íslandsbanka. Finnur er núverandi stjórnarformaður bankans og Guðrún varaformaður. Tilnefningarnefnd bankans leggur til að Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel, verði kjörin nýr formaður stjórnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Meiri­hlutanum finnst þetta ekki nógu mikil­vægt“

Þrír nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins hafa kallað eftir því að nefndin komi saman til að ræða bæði Lindarhvolsmálið og Íslandsbankasöluna. Einn þeirra telur ólíklegt að nefndin verði kölluð saman. Engin viðbrögð hafi borist frá meirihluta nefndarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Fer fram á að fjár­laga­nefnd sé kölluð saman

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd Alþingis, fer fram á að nefndin komi saman í næstu viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir stjórnvalda vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka.

Innlent
Fréttamynd

Leita á náðir stjórnarþingmanna ef Katrín svarar ekki kallinu

Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna fimm hafa sent kröfu á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um að þing verði kallað saman á næstu dögum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir að verði forsætisráðherra ekki við beiðni stjórnarandstöðunnar muni hún leitast eftir að fá meirihluta þingmanna til að fara fram á slíkt.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman

Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu.

Innlent
Fréttamynd

Ekki verið að neita þing­mönnum um upp­lýsingar um banka­söluna

Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska strax eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Gert sé ráð fyrir að þeir hefjist aftur í ágúst og einungis hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til.

Innlent
Fréttamynd

Siðleysi að sumri til

Ég sit hér úti í garði það sér mig ekki nokkur. Sólin leikur um mig og jörðin skelfur! Það er loksins komið sumar sem við öll höfuð þráð lengi sérstaklega sunnan heiða. En vegna sorglegra siðlausra mála undanfarna daga er ég ekki að njóta sólarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Banka­sýslan ekki dregið neinn lær­dóm og hyggist ekki axla á­byrgð

Ríkisendurskoðun getur ekki dregið aðra ályktun en að Bankasýsla ríkisins hafi fyrir sitt leyti engan lærdóm dregið af skýrslu embættisins um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Jafnframt standi ekki til af hálfu Bankasýslunnar að axla neina þá ábyrgð sem henni beri sem framkvæmdaraðila útboðsins og fjallað er um í skýrslunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hve­nær fór ríkis­stjórnin að treysta Banka­sýslunni aftur?

Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna í fjárlaganefnd segja nauðsynlegt að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur verði birtur. Það er sanngjörn krafa. Bryndís Haraldsdóttir segir að það þurfi auðvitað að birta allt í kringum þessa sölu. Það er rétt. Og ef það er ætlunin að að endurheimta traust þarf að birta allt, en ekki bara sumt. Það þarf að segja söguna alla en ekki bara að birta valda kafla.

Skoðun
Fréttamynd

Yfir­maður fyrir­tækja­ráð­gjafar Ís­lands­banka lætur af störfum

Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá árinu 2019, hefur látið af störfum en hann er þriðji stjórnandinn sem hættir eftir að félagið samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum sínum við sölu á hlutum í sjálfum sér í útboði bankans í fyrra.

Innherji
Fréttamynd

„Mér finnst þetta bara skelfi­legt og ekki til fyrir­myndar“

Háværar kröfur eru um að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórnina ekki hafa tekið afstöðu til málsins en búið er að boða til hluthafafundar. Landsmenn segja málið hneyksli.

Innlent
Fréttamynd

Ný stjórn kosin á hlut­hafa­fundi

Stjórn Íslandsbanka hefur boðað til hluthafafundar í lok mánaðar þar sem kosið verður í stjórn, varastjórn og embætti formanns stjórnar auk þess sem fjallað verður um sátt bankans við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segist maðurinn til að leiða bankann á­fram og tekur varnaðar­orðum VR al­var­lega

Formaður VR segir félagið hætta milljarða viðskiptum sínum við Íslandsbanka ef bankinn telji það eitt duga að bankastjórinn hætti störfum vegna fjölmargra brota við útboð bankans á hlut ríkisins í fyrra. Nýr bankastjóri leggur áherslu á að bankinn bregðist við umbótakröfum Fjármálaeftirlitsins og segir sjálfsagt að biðjast afsökunar á því sem fór úrskeiðis. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Páll segir „hvellskýrt“ að fjár­mála­ráð­herra beri á­byrgð

Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum, talaði tæpitungulaust um Íslandsbankamálið í Morgunútvarpinu á Rás 2 og segir „hvellskýrt“ í huga sínum að hin endanlega pólitíska ábyrgð á Íslandsbankasölunni liggi hjá Bjarna Benediktssyni fjármála-og efnahagsráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Hóta að færa milljarða við­skipti frá Ís­lands­banka

Stjórn VR fordæmir viðbrögð Íslandsbanka við þeim brotum sem starfsmenn bankans hafi framið við útboð á um fjórðungs hlut ríksins í bankanum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins segir VR vera með milljarða í eignastýringu og viðskiptum við Íslandsbanka og aðra aðila. Í niðurstöðu stjórnar VR felist hótun um að hætta viðskiptum við bankann bregðist hann ekki betur við stöðu mála.

Innlent