
Leiðtogafundurinn í Höfða

Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón
Gjöf frá fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna var seldur á eina og hálfa milljón krónur á uppboði. Samband ungra sjálfstæðismanna stóð að uppboðinu.

Hollywood stjörnur við Höfða
Stórstjörnur úr Hollywood á borð við Jeff Daniels og J.K Simmons eru nú staddar í kvikmyndatökum við Höfða í Reykjavík. Fjölmennt tökulið auk mikils búnaðar er nú við sögufræga húsið.

Loka Sæbraut á laugardag vegna kvikmyndatöku
Sæbraut verður lokað frá klukkan 8 á laugardagsmorgun til klukkan 13 sama dag vegna kvikmyndatöku á Hollywoodmynd um leiðtogafund Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev í Höfða árið 1986. Sæbrautinni verður lokað frá Borgartúni og að Snorrabraut. Búast má við umferðartöfum vegna lokunarinnar.

Brotlentu á Eiríksjökli
Tveir Bretar ætluðu að fljúga yfir Eiríksjökul á leið sinni til Grímseyjar árið 1984 en flugu á jökulinn og brotlentu á honum í kjölfarið. Hannes Hafstein, sem stýrði Slysavarnarfélaginu á þessum tíma, bað RAX að reyna að ná myndum af slysstað. RAX flaug af stað en þegar hann kom að flakinu leist honum ekki á blikuna.

Snör handtök og fljótir fætur vegna leiðtogafundar
Íslendingar þurftu að hafa snör handtök og fljóta fætur þegar embætti forseta Bandaríkjanna óskaði eftir því að leiðtogafundur Ronalds Reagans og Mikhails Gorbachevs yrði haldinn á Íslandi innan örfárra daga. Atburður af þessari stærðargráðu hafði þá aldrei átt sér stað á Íslandi áður.

Fékk senda drelliflotta loðhúfu frá Gorbachev
Þorsteinn Úlfar Björnsson rithöfundur með meiru kann að segja skemmtilega og athyglisverða sögu af því hvernig það kom til að hann eignaðist forláta loðhúfu sem sjálfur Gorbachev sendi honum sérstaklega.

Dáður á Vesturlöndum en fyrirlitinn heima fyrir
Mikhail Gorbachev síðasti leiðtogi Sovétríkjanna sem lést í dag níutíu og eins árs að aldri var dáður á Vesturlöndum fyrir þátt hans í lokum kalda stríðsins en fyrirlitinn heima fyrir vegna hruns Sovétríkjanna og versnandi hag almennings.

Míkhaíl Gorbatsjov er látinn
Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag.

RAX Augnablik: „Maður þurfti að passa sig á þessum gaurum sem voru þarna“
Á leiðtogafundinum í Höfða árið 1986 var Ragnar Axelsson ljósmyndari í hópi fjölmiðlafólksins á staðnum. Hann tók þar eftirminnilegar myndir af Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna og Ronald Reagan, forsela Bandarikjanna.

Michael Douglas leikur Reagan í nýjum þáttum um „sögulegan leiðtogafund“ í Reykjavík 1986
Stórleikararnir Michael Douglas og Christoph Waltz munu fara með hlutverk Ronalds Reagan og Mikhail Gorbatsjov nýrri þáttarröð í leikstjórn James Foley sem fjalla mun um þessa fyrrum leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Fyrst og fremst munu þættirnir fjalla um leiðtogafundinn í Höfða 1986.

Gátan um frakka Ronalds Reagan á Bessastöðum
Þegar Frú Vigdís Finnbogadóttir og Ronald Reagan hittust fyrir leiðtogafundinn í höfða, náði Ragnar Axelsson ljósmyndari af þeim einstökum myndum. Vel fór á með forsetunum en frakki Reagan vakti bæði athygli ljósmyndarans sem og annarra sem voru þar viðstaddir.

RAX AUGNABLIK: „Þeir verða eins og litlir strákar í höndunum á henni“
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi.

Málverkið af Bjarna ekki í fundarherberginu fræga
Mike Pence fær ekki að sjá málverkið af Bjarna Benedikssyni í fundarherberginu fræga í Höfða, þegar hann skoðar í dag vettvang leiðtogafundarins árið 1986.

CIA og KGB deildu klósettum í Höfða
Ken Adelman segir frá skemmtilegri stemningu á leiðtogafundinum í Höfða, þar sem starfsmenn KGB og CIA þurftu að nota sömu salernin.

Vigdís Finnbogadóttir heillaði Ronald Reagan
Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, og Vigdís Finnbogadóttir áttu einstakt spjall sem Ken Adleman, fyrrum samstarfsmaður Reagan, segir frá.