Leikskólar

Fréttamynd

Börnin bíða í Garðabæ

Biðlistar á leikskólum Garðabæjar eru staðreynd. Hversu óþægilegt sem það er fyrir Sjálfstæðismenn í meirihluta Garðabæjar sem hafa haft uppi metnaðarfull loforð fyrir barnafjölskyldur, um að öll börn skuli hafa pláss á leikskólum við 12 mánaða aldur.

Skoðun
Fréttamynd

Gætu þurft að herða tökin í skólunum

Sóttvarnalæknir segir að ef fram fer sem horfir þurfi að grípa til hertari aðgerða í samfélaginu og nefnir skólana sérstaklega. Tuttugu og einn greindist með kórónuveiruna í gær.

Innlent
Fréttamynd

Leik­skóla­kennarar muni senni­lega ganga fyrir í bólu­setningu

Skýr vilji er meðal skólastjórnenda til að forgangsraða starfsmönnum leikskóla þegar kemur að bólusetningu skólastarfsmanna. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en nokkur umræða hefur spunnist um forgangsröðun bólusetninga við Covid-19 eftir að greint var frá hópsýkingu á leikskólanum Jörfa um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Annar starfsmaður smitaðist á undan og veiran fengið að „malla“

Talið er að starfsmaður á leikskólanum Jörfa í Reykjavík sem greindist fyrst smitaður af kórónuveirunni á föstudag hafi smitast af öðrum starfsmanni leikskólans. Sá hafi einnig mætt með einkenni til vinnu í síðustu viku og veiran því fengið að „malla“ einhvern tíma inni á leikskólanum.

Innlent
Fréttamynd

Foreldrar um hópsmitið á Jörfa: „Ég held að margir séu reiðir en við höfum öll gert mistök“

Móðir fimm ára drengs á leikskólanum Jörfa sem greindist með covid-19 um helgina tekur ástandinu af æðruleysi og er þakklát að sonur hennar sé ekki mikið veikur. Hún segir nokkra reiði ríkja meðal foreldra eftir að í ljós kom að smit sem upp kom á leikskólanum megi rekja til brots á reglum um sóttkví en allir geti lent í því að gera mistök og allir geri sitt besta.

Innlent
Fréttamynd

22 börn auk starfsfólks leikskólans Jörfa í sóttkví

22 börn og allri starfsmenn á einni deild leikskólans Jörfa í Reykjavík eru í sóttkví eftir að kórónuveirusmit kom upp hjá starfsmanni á leikskólanum. Smitið greindist í gær og er óvíst hvort leikskólinn getur verið opinn að sögn Bergljótar Jóhannsdóttur, leikskólastjóra á Jörfa.

Innlent
Fréttamynd

Barnasprengja í Mýrdalshreppi – nýr leikskóli byggður

Það er engin lágdeyða í Vík í Mýrdal þó að þar liggi niðri meira og minna öll ferðaþjónusta vegna heimsfaraldursins, því nú á að fara að byggja þar nýjan leikskóla fyrir sextíu börn. Þá þarf sveitarfélagið meira af starfsfólki í grunnskólann og leikskólann því börnum í Mýrdalshreppi fjölgar svo hratt

Innlent
Fréttamynd

Viljum við einfalda þjónustuna eða bæta hana? Gerum bæði

Jóna og Gunna eru að sækja um leikskólapláss fyrir yngsta barnið. Miðbarnið er á Sunnuási og því vilja þær gjarnan sækja um ungbarnadeildina þar. Þær sjá hins vegar í Reykjavíkurappinu að biðlistinn á ungbarnadeildina í Langholti er nokkuð styttri.

Skoðun
Fréttamynd

Páskahret

Við þekkjum öll þá tilfinningu að gleðjast yfir því að loksins sé komið vor, að sjá brumið á trjánum og krókusa sem kíkja upp úr moldinni rétt fyrir páska. Við förum að sofa í góðri trú og vöknum í sólbjörtu húsi, hellum upp á kaffi og setjumst niður til að taka fyrsta sopann þegar ský dregur fyrir sólu og hríðskotahaglél tekur að lemja á gluggana.

Skoðun
Fréttamynd

Fjöl­skyldan fari saman í sumar­frí

Skráningu í sumarleikskóla Reykjavíkur lýkur föstudaginn 26. mars. Líkt og undanfarin ár geta foreldrar leikskólabarna í Reykjavík valið hvenær fjölskyldan tekur sumarfríið sitt saman, með sumaropnun eins leikskóla í hverju hverfi borgarinnar

Skoðun
Fréttamynd

Stefnt á að opna nýjan ung­barna­leik­skóla í Bríetar­túni í ár

Pláss verður fyrir sextíu börn á aldrinum tólf mánaða til þriggja ára á nýjum ungbarnaleikskóla í Bríetartúni sem Reykjavíkurborg ætlar að taka í notkun fyrir lok þessa árs. Opnun leikskólans er liður í áformum borgaryfirvalda um að fjölga plássum svo hægt sé að bjóða börnum allt frá tólf mánaða aldri leikskólavist.

Innlent
Fréttamynd

Er hægt að leysa leik­skóla­vandann strax í dag?

Eitt af stærstu áhyggjuefnum verðandi foreldra er hvað gerist þegar að fæðingarorlofi lýkur. Hryllingssögur úr öllum áttum sækja á foreldra um að dagmömmupláss sé sjaldgæft en það sé líklegra að vinna í lottó en að fá leikskólapláss í kringum 1 árs aldurinn, þrátt fyrir að leikskóli sé hluti af grunnþjónustu sveitarfélaga.

Skoðun