Vestri

Fréttamynd

Davíð Smári: Ekki okkar besta frammi­staða

Vestri vann annan leik sinn í röð í Bestu deild karla er liðið tók á móti HK í Laugardalnum, nýjum tímabundnum heimavelli Ísfirðinga. Sigurinn vannst 1-0 fyrir Vestra en það var Benedikt Waren sem skoraði markið sem skilur liðin að.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjör og við­töl: Vestri - HK 1-0 | Bene­dikt tryggði Vestra annan sigurinn í röð

Vestri og HK áttust við í áhugaverðri viðureign í dag. Leikurinn var heimaleikur Vestra en fór samt sem áður fram á Avis-vellinum í Laugardal. Ástæðan er sú að heimavöllur Vestra er ekki klár í slaginn. Fyrir leikinn var HK enn án sigurs en með eitt stig eftir þrjár umferðir en Vestri var með þrjú stig eftir að hafa náð í sigur á Akureyri í síðustu umferð. Líkt og þá vann Vestri 1-0 sigur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hugsaði heim til konunnar og barnsins: „Vorum allir í sjokki“

Betur fór en á horfðist þegar að bif­reið, sem flutti nokkra leik­menn Bestu deildar liðs Vestra, valt og endaði utan vegar í krefjandi færð þegar liðið hélt heim á leið til Ísa­fjarðar eftir leik gegn Fram um síðast­liðna helgi. Flytja þurfti einn leik­mann liðsins, Sergine Modou Fall, á sjúkra­hús en hann var skömmu síðar út­skrifaður eftir skoðun og ber sig nú vel.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rétt gíraður Eiður sé einn besti haf­sent landsins

Davíð Smári Lamu­de, þjálfari ný­liða Vestra í Bestu deild karla í fót­­bolta segir nýjasta leik­mann liðsins. Reynslu­­boltann Eið Aron Sigur­björns­­son, vera þá týpu af leik­manni sem Vestri var að leita að. Eiður sé mjög móti­veraður fyrir komandi tíma­bili með Vest­­firðingum. Davíð segir Eið Aron, rétt gíraðan og í góðu standi, einn besta haf­­sent deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vestri stein­lá í fyrsta leik Eiðs Arons

Eiður Aron Sigurbjörnsson stóð vaktina í vörn Vestra þegar liðið mátti þola 3-0 tap gegn Gróttu í lokaleik liðanna í Lengjubikar karla í knattspyrnu í dag. Vestri er nýliði í Bestu deild karla sem hefst snemma í aprílmánuði á meðan Grótta leikur deild neðar í Lengjudeildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Dreymir um hita­lagnir og höll

Vallarmál Vestramanna hafa verið nokkuð í umræðunni í vetur og óvíst er hvort þeir geti spilað á nýjum heimavelli í næsta mánuði, þegar keppni í Bestu deildinni hefst. Þjálfarinn Davíð Smári Lamude fór yfir málin með Baldri Sigurðssyni í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi.

Íslenski boltinn