

Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir að styrkir til afreksíþrótta þurfi að þrefaldast til að hægt sé að halda úti mannsæmandi afreksstarfi.
Formaður HSÍ Guðmundur B. Ólafsson, segir umræðuna, sem spratt upp í kringum samstarfssamninga sambandsins við fyrirtækin umdeildu, Arnarlax og Rapyd, hálf broslega og skakka. Fyrirtækin séu stoltir samstarfsaðilar HSÍ og að það fólk sem hafði hátt á samfélagsmiðlum um samstarfið „vissi náttúrulega bara ekkert hvað það var að tala um.“
Framkvæmdastjóri HSÍ harmar grafalvarlega stöðu vegna ungs afreksíþróttafólks sem þarf að treysta á hundruð þúsunda útgjöld foreldra til að taka þátt í landsliðsverkefnum. Ráðherra íþróttamála segir ekki hægt að bregðast við stöðunni fyrr en á næsta ári.
Nýlega skilaði starfshópur á vegum Ásmundar Einar Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, umfangsmikilli skýrslu um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks á Íslandi. Í skýrslunni er lagt til að nauðsynlegt sé að gera umtalsverðar breytingar á fyrirkomulagi, stuðningi og faglegri umgjörð afreksíþrótta á Íslandi.
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynnti í dag niðurstöður úr starfshópi sínum um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks hér á landi. Þar má finna nýja framtíðarsýn á afreksíþróttastarfið á Íslandi.
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynnir í dag niðurstöðu úr starfshópi sínum um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks hér á landi. Þar má finna nýja framtíðarsýn á afreksíþróttastarfið á Íslandi.
Áfrýjunardómstóll ÍSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að stjórn og landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga hafi verið óheimilt að vísa Jóhanni Rúnari Skúlasyni úr landsliðinu í hestaíþróttum.
Lárus Blöndal, lögfræðingur og forseti ÍSÍ, og eiginkona hans Soffía Ófeigsdóttir kennari hafa sett vandað einbýlishús við Rjúpnahæð 3 í Garðabæ á sölu, sem var teiknað af Kjartani Sveinssyni.
„Konur og íþróttir, forysta og framtíð“ er yfirskrift ráðstefnuÍþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) sem fram fer í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna í dag.
Ákvörðun Landsambands hestamannafélaga um að víkja Jóhanni Rúnari Skúlasyni knapa úr landsliði Íslands í hestaíþróttum stendur. Hann á aftur á móti skýlausan rétt á að vita hve lengi eigi að útiloka hann frá landsliðinu.
Knattspyrnusamband Íslands hefur ekki fengið krónu úr Afrekssjóði Íþrótta- og ólympíusambands Íslands síðustu sjö ár, öfugt við öll önnur íþróttasérsambönd á Íslandi. Þolinmæði KSÍ er á þrotum og hefur sambandið ráðið lögmann vegna málsins.
Forystufólk innan Knattspyrnusambands Íslands er ósátt við að fá engu fé úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ sjöunda árið í röð. Víða ber á ósætti vegna fjárskorts. Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir sambandið gera sitt besta við að sækja fé frá ríkinu, en á meðan kostnaður eykst hjá sérsamböndum stendur styrkur ríkisins í stað.
Yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ gagnrýnir úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ. KSÍ hefur ekki fengið úthlutað úr sjóðnum á sjöunda ár.
Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur samþykkt tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2024 en styrkveitingar ÍSÍ til sambandsaðila nema alls rúmlega 512 milljónum króna.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur kynnt Ólympíuhóp sinn fyrir komandi Ólympíuleika en þeir verða haldnir seinna á þessu ári.
Anton Sveinn McKee segist hræður og meyr í kjölfar þess að hafa unnið til silfurverðlauna á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem fram fór í Rúmeníu á dögunum. Hann fann fyrir þjóðarstolti er hann stóð á verðlaunapallinum og sá íslenska fánann birtast.
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens bætist í hóp þeirra sem fordæma að HSÍ hafi gert styrktarsamning við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. Hann er skorinorður og segir að formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, eigi að segja af sér – umsvifalaust.
Húsfylli var á ráðstefnu í Hörpu í vikunni þegar kynnt var til sögunnar ný stefna í afreksíþróttum hérlendis. Afreksstjóri ÍSÍ segir Ísland vera í dauðafæri að bæta árangurinn en ljóst er að ef stefnan gengur eftir mun það kosta sitt.
Ein stærsta stefnubreyting íslensks íþróttalífs í áraraðir er í farvatninu samkvæmt Vésteini Hafsteinssyni, nýjum afreksstjóra ÍSÍ. Fjármagn frá öllum sviðum þarf hins vegar að fylgja.
Jón Ármann Héðinsson, viðskiptafræðingur og fyrrverandi alþingismaður, er látinn, níutíu og sex ára að aldri.
Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands, RÍSÍ, furðar sig á því að á meðan íþrótta- og ólympíusambönd Svía og Finna séu farin að skilgreina rafíþróttir sem íþróttir þar í landi fái hann engin svör við fyrirspurnum sínum til ÍSÍ.
Íþróttasamband Íslands hefur miklar áhyggjur af ólöglegum veðmálafyrirtækjum sem starfi hér á landi. Áætlað er að 20-30 milljarðar króna fari til slíkra fyrirtækja á hverju ári og mikilvægt að stjórnvöld spyrni við fótum.
Húsnæði ÍSÍ í Laugardalnum er eign íþróttahreyfingarinnar. Húsnæðisþörf sambandsins hefur aukist og nú liggur fyrir að fara verður í dýrar viðhaldsframkvæmdir ef ekki á illa að fara fyrir fasteignum sambandsins. Þær munu kosta hundruð milljóna.
Kosningar til sjö meðstjórnenda í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands fóru fram á íþróttaþingi sambandsins um helgina. Fimm konur og tveir karlar fengu brautargengi í kosningunni og voru kynjahlutföll í framkvæmdastjórninni því jöfnuð.
Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, er á meðal þeirra níu frambjóðenda sem sækjast eftir sæti í framkvæmdastjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands um helgina. Kosið verður á Íþróttaþingi ÍSÍ á Ásvöllum.
Teitur Örlygsson hélt eldræðu um framtíð íslenska körfuboltans í gær en þessi mesti sigurvegari sögunnar hefur miklar áhyggjur af rekstrarumhverfi íslensku landsliðanna í körfubolta.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, og Íþróttasamband fatlaðra, hafa ásamt sams konar samböndum á Norðurlöndum sent frá sér yfirlýsingu í tengslum við umræðu um mögulega endurkomu rússnesks íþróttafólks til keppni í alþjóðlegum mótum.
Körfuknattleikssamband Íslands fær 15 milljónum króna í sitt afreksstarf í ár en í fyrra, og Knattspyrnusamband Íslands hefur ekki fengið krónu úr Afrekssjóði ÍSÍ síðan árið 2017. Framkvæmdastjóri ÍSÍ viðurkennir að þörf sé á að endurskoða reglur um úthlutun úr Afrekssjóði.
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur aldrei verið eins nálægt sæti á heimsmeistaramóti og er það landslið Íslands sem er næst því að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París 2024. Útlit er hins vegar fyrir að liðið verði ekki með í undankeppni næsta Evrópumóts nema ÍSÍ taki í taumana, samkvæmt formanni Körfuknattleikssambands Íslands.
„Við erum fátæk við hliðina á öðrum knattspyrnusamböndum,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnusviðs Knattspyrnusambands Íslands. Hann furðar sig á þeirri ákvörðun að sjötta árið í röð fái KSÍ ekki krónu úr Afrekssjóði Íþrótta- og ólympíusambands Íslands.