Fótbolti á Norðurlöndum

Fréttamynd

FCK bjargaði jafntefli

Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason voru báðir í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar sem gerði 2-2 jafntefli við Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Solskjær búinn að ná sér í Brasilíumann

Ole Gunnar Solskjær, fyrrum leikmaður Manchester United, er búinn að gera Molde að norskum meisturum undanfarin tvö ár og nú er búinn að fá 19 ára gamlan Brasilíumann til félagsins til þess að hjálpa til að landa þrennunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Stórt tap í fyrri leiknum hjá Söru og Þóru

Sara Björk Gunnarsdóttir, Þóra Björg Helgadóttir og félagar þeirra í sænska liðinu LdB Malmö urðu að sætta sig við 5-0 tap í kvöld á móti franska liðinu Olympique Lyon í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

FCK að slátra dönsku deildinni

Íslendingaliðið FCK vann dramatískan sigur, 2-1, á Horsens í kvöld. Sigurmarkið kom á lokamínútu leiksins. Það skoraði Claudemir. FCK er með 17 stiga forskot eftir leikinn og er algjörlega búið að rúlla upp dönsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

88 milljóna gróði hjá Íslendingaliðinu

Norska félagið Sandnes Ulf hélt sæti sínu í norsku úrvalsdeildinni á síðasta ári en með liðinu léku þrír leikmenn sumarið 2012. Nú hefur félagið greint frá því að reksturinn gekk afar vel á síðasta starfsári og félagið skilaði 88 milljónum íslenskra króna í gróða.

Fótbolti
Fréttamynd

Ragnar lék í sigri FCK

Íslendingaliðið FCK tryggði stöðu sína í toppsæti dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið lagði OB, 2-3.

Fótbolti
Fréttamynd

Tap hjá SönderjyskE

Hallgrímur Jónasson og Eyjólfur Héðinsson voru báðir í byrjunarliði SönderjyskE í dag er það tapaði, 1-0, gegn Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Helgi Valur þarf að finna sér nýtt lið

Landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson er að leita sér að nýju liði eftir að í ljós kom að sænska liðið AIK ætlar ekki að bjóða honum nýjan samning þegar núverandi samningur rennur út í lok júní. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Stefán Logi lánaður til Ull/Kisa

Stefán Logi Magnússon mun að öllum líkindum spila með norska b-deildarliðinu Ull/Kisa í ár en félagið fær hann þá á láni frá Lilleström. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Solskjær: Næstum því allt sem ég kann lærði ég af Sir Alex

Ole Gunnar Solskjær, fyrrum framherji og ofurvaramaður hjá Manchester United talar um það í nýju viðtali við spænska blaðið Marca að hann dreymi um það að snúa aftur á Old Trafford til að taka við United-liðinu. Solskjær hefur gert Molde að norskum meisturum síðustu tvö tímabil.

Enski boltinn
Fréttamynd

Byrjuðu á því að fara á skíði

Sænska félagið Elfsborg fór óhefðbundnar leiðir í undirbúningi sínum fyrir komandi tímabil. Byrjað var á að fara í fjögurra daga skíðaferð með liðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Sonur Björn Dæhlie valdi frekar fótboltann

Sivert Dæhlie er 18 ára Norðmaður og sonur eins frægasta skíðagöngukappa sögunnar. Hann ætlar þó ekki feta í fótspor pabba síns þegar kemur að því að velja sér sport. Sivert ákvað að hætta á skíðum og einbeita sér að fótboltaferlinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Aron Jóhannsson á leiðinni í pólsku deildina?

Pólska blaðið Glos Wielkopolski hefur heimildir fyrir því að pólska félagið Lech Poznan ætli að kaupa íslenska framherjann Aron Jóhannsson frá danska félaginu AGF. Aron hefur spilað vel með danska félaginu og er annar af markahæstu leikmönnum deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjálfari FCK íhugar að selja Sölva

Ariel Jacobs, þjálfari danska liðsins FCK, viðurkennir að kannski væri það besta lausnin að selja landsliðsmanninn Sölva Geir Ottesen en hann útilokar samt ekki að hann eigi sér framtíð hjá félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Daniel Agger valinn besti fótboltamaður Dana

Daniel Agger, leikmaður Liverpool, var í gærkvöldi valinn besti knattspyrnumaður Dana en það eru danskir fótboltamenn sem standa sjálfir að kjörinu. Þetta er í annað skiptið sem Agger fær þessi verðlaun en hann var einnig kjörinn árið 2007.

Enski boltinn
Fréttamynd

Gunnar Heiðar undir smásjá liða erlendis

Gunnar Heiðar Þorvaldsson gæti verið á förum frá sænska liðinu Norrköping. Þetta staðfestir umboðsmaður hans, Ólafur Garðarsson, í samtali við sænska vefmiðilinn Fotbollskanalen.

Fótbolti