Fótbolti á Norðurlöndum

Fréttamynd

Elísabet: Eins og jólapakki sem inniheldur allt

„Ég held að ég hafi aldrei á ævinni öskrað eins mikið eftir einn sigur," segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad sem vann dramatískan sigur í sænska boltanum í kvöld. Liðið vann AIK 3-2 með sigurmarki á lokamínútunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Birkir skoraði tvö fyrir Viking

Birkir Bjarnason var á skotskónum fyrir Viking frá Stafangri í dag. Hann skoraði tvívegis fyrir liðið þegar það lagði Lilleström 4-2 í norska boltanum.

Fótbolti
Fréttamynd

Árni Gautur leit rautt í sigurleik

Markvörðurinn Árni Gautur Arason fékk að líta rauða spjaldið í dag þegar Odd Grenland mætti Sandefjord. Árni fékk dæmda á sig hendi utan teigs á 76. mínútu og leit rauða spjaldið í kjölfarið.

Fótbolti
Fréttamynd

Sölvi Geir líklega á förum frá SønderjyskE

Landsliðsmaðurinn Sölvi Geir Ottesen hjá SønderjyskE í Danmörklu hefur ítrekað verið orðaður við ensk og skosk félög á síðustu mánuðum og Guðlaugur Tómasson umboðsmaður hans viðurkennir í samtali við Sporten.dk að hann hafi trú á því að varnarmaðurinn muni skipta um félag í félagsskiptaglugganum í sumar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Kristján Örn skoraði

Kristján Örn Sigurðsson skoraði mark Brann í 1-1 jafnteflisleik gegn Viking á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigmundur upp um deild með Brabrand

Danska liðið Brabrand vann sér í gær sæti í dönsku 1. deildinni eftir sigur á B93 í umspili um sæti í deildinni. Sigmundur Kristjánsson leikur með liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigur hjá Sundsvall

Íslendingaliðið GIF Sundsvall vann í kvöld 2-1 sigur á Syrianska í sænsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Rosenberg enn taplaust

Rosenborg vann í dag 4-0 sigur á Bodö/Glimt í norsku úrvalsdeildinni og er því enn taplaust á toppi deildarinnar með fimm stiga forskot á næsta lið.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnar Darri leikur sinn fyrsta leik með Lyn

Arnar Darri Pétursson, 18 ára íslenskur markvörður hjá norska liðinu Lyn, mun spila sinn fyrsta opinbera leik með liðinu í norska bikarnum í kvöld. Lyn mætir Røa í 2. umferð bikarsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Íslensku stelpurnar drógustu saman í bikarnum

Íslendingaliðin Kristianstads DFF og LdB FC Malmö drógust saman í 16 liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar en dregið var í morgun. Fimm lið skipuð íslenskum leikmönnum eru enn með í bikarkeppninni og lentu öll hin þrjú á útivelli á móti liðum í neðri deildum.

Fótbolti
Fréttamynd

IFK Göteborg heldur toppsætinu

Toppliðin í sænska fótboltanum voru öll í stuði í kvöld og unnu leiki sína. IFK Göteborg er þó enn á toppnum eftir 2-0 sigur gegn Malmö.

Fótbolti
Fréttamynd

Aftur tap hjá Stabæk

Það gengur lítið hjá norska félaginu Stabæk á þessari leiktíð. Liðið tapaði aftur í kvöld og að þessu sinni gegn Álasund, 1-0.

Fótbolti