Handbolti

Fréttamynd

Lemgo hafði betur í Íslendingaslagnum

Logi Geirsson og félagar í Lemgo unnu góðan sigur á Guðjóni Val Sigurðssyni og félögum í Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag 28-26. Logi skoraði 1 mark fyrir Lemgo og Ásgeir Örn komst ekki á blað, en Guðjón Valur skoraði 8 mörk fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarsson var með 5 mörk.

Sport
Fréttamynd

Magdeburg lagði Lemgo

Magdeburg, lið Sigfúsar Sigurðssonar og Arnórs Atlasonar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, bar í kvöld sigurorð af Lemgo 30-28. Logi Geirsson skoraði 4 mörk fyrir Lemgo í leiknum og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 2, en Íslendingarnir hjá Magdeburg komust ekki á blað í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Göppingen lagði Minden

Jaliesky Garcia skoraði tvö mörk fyrir lið sitt Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöld þegar liðið vann nauman sigur á Snorra Steini Guðjónssyni og félögum í Minden 30-29 á útivelli. Snorri skoraði einnig tvö mörk fyrir Minden, sem er sem fyrr í botnbaráttu í deildinni á meðan Göppingen siglir lygnan sjó um miðja deild.

Sport
Fréttamynd

Íslendingaslagur í Evrópukeppninni

Nú er búið að draga í undanúrslit Evrópukeppnanna í handbolta og þar ber hæst að Íslendingaliðin Lemgo og Gummersbach munu leika til undanúrslita í EHF keppninni, en hinn undanúrslitaleikurinn er reyndar einnig Íslendingaslagur. Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real mæta þýska liðinu Flensburg í Meistaradeildinni.

Sport
Fréttamynd

Creteil í undanúrslit þrátt fyrir 8 marka tap

Franska liðið Creteil komst í kvöld í undanúrslit Evrópukeppni félagsliða í handbolta þrátt fyrir 8 marka tap fyrir pólska liðinu Kielce, 26-34. Creteil vann reyndar fyrri leikinn með 14 marka mun, 35-21 en athygli vekur að pólska liðið skoraði 23 mörk í seinni hálfleik í viðureign liðanna í kvöld. Staðan í hálfleik var 12-11 fyrir Creteil.

Sport
Fréttamynd

Lemgo í undanúrslitin

Ásgeir Örn Hallgrímsson og Logi Geirsson skoruðu 4 mörk hvor þegar lið þeirra Lemgo komst í undanúrslit Evrópukeppni félagsliða í handbolta í dag. Lemgo lagði rússneska liðið Dynamo Astrakhan á útivelli 33-31 en þetta var síðari leikur liðanna.

Sport
Fréttamynd

Skjern úr leik

Skjern, lið Arons Kristjánssonar þjálfara féll í morgun úr Evrópukeppni bikarhafa í handbolta þegar liðið tapaði síðari leik sínum á útivelli fyrir rúmenska liðinu Constanta, 35-28. Vignir Svavarsson skoraði tvö mörk fyrir Skjern sem tapaði líka fyrri leiknum, 35-31.

Sport
Fréttamynd

Óli Stef með 4 mörk og Ciudad í undanúrslitin

Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real tryggðu sér í kvöld farseðilinn í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta þegar þeir lögðu Celja frá Slóveníu í 8 liða úrslitum, 33-28 á útivelli. Þetta var síðari viðureign liðanna í 8 liða úrslitunum en Ciudad vann fyrri leikinn með 7 marka mun, 34-27. Ólafur skoraði 4 mörk fyrir Ciudad í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Guðjón Valur með 13 mörk fyrir Gummersbach

Guðjón Valur Sigurðsson fór á kostum og skoraði 13 mörk fyrir Gummersbach í dag þegar liðið tryggði sig í undanúrslit Evrópukeppni félagsliða (EHF keppninni) í handbolta þrátt fyrir tap gegn spænska liðinu Bidasoa, 30-26. Róbert Gunnarsson lék einnig með Gummersbach í dag og skoraði tvö mörk.

Sport
Fréttamynd

Portland sló Evrópumeistarana út

Spænska liðið Portland San Antonio var nú síðdegis að slá út Evrópumeistara Barcelona í Meistaradeildinni í handbolta og tryggja sig þannig í undanúrslit keppninnar þrátt fyrir tap á Spáni, 26-23. Portland vann fyrri leikinn 25-21 og því samanlagt með einu marki.

Sport
Fréttamynd

Flensburg í undanúrslitin þrátt fyrir tap

Þýska liðið Flensburg varð í dag fyrst liða til að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta þrátt fyrir tap gegn löndum sínum í Kiel, 31:34, í hörkuspennandi leik. Flensburg vann fyrri viðureign liðanna, 28-32 þannig að Kiel hefði þurft að skora einu marki meira í dag til að komast áfram. Staðan í hálfleik var 16-17 fyrir Kiel. Það voru íslensku dómararnir Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson sem dæmdu þennan leik.

Sport
Fréttamynd

Síðari leikur Barcelona og Portland í dag

Klukkan 15:30 í dag mætast Barcelona og Portland San Antonio í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum meistaradeildarinnar í handbolta. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn. Portland vann fyrri leikinn með fjögurra marka mun á heimavelli sínum í Pamplóna, 25-21. Það má því búast við hörkuleik þessara frábæru handboltaliða í dag.

Sport
Fréttamynd

Alfreð laus frá Magdeburg

Alfreð Gíslason, fyrrum þjálfari Magdeburg í Þýskalandi hefur nú fengið sig alfarið lausan undan samningi sínum við félagið og er því frjálst að taka við öðru liði þangað til hann tekur við þjálfun Gummersbach á næsta ári. Því má reikna með að Alfreð gangi til viðræðnaa við forráðamenn íslenska landsliðsins, en vitað er að Alfreð er þar efsti maður á óskalistanum..

Sport
Fréttamynd

Guðjón Valur skoraði 7 mörk

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7 mörk fyrir lið sitt Gummersbach í kvöld og Róbert Gunnarsson 4, þegar liðið vann auðveldan útisigur á Wetzlar á útivelli 38-30. Róbert Sighvatsson skoraði 1 mark fyrir Wetzlar. Einar Hólmgeirsson skoraði 6 mörk fyrir Grosswallstadt sem tapaði 27-26 fyrir Delitzsch á útivelli.

Sport
Fréttamynd

Flensburg lagði Kiel

Flensburg vann í kvöld frækinn sigur á Kiel í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta 32-28, en leikurinn fór fram á heimavelli Kiel sem er sannkölluð ljónagryfja og fáheyrt er að liðið tapi þar leik. Þetta var fyrri viðureign liðanna og hin síðari fer fram um helgina.

Sport
Fréttamynd

Gummersbach í góðri stöðu

Þýska liðið Gummersbach er með sterka stöðu eftir fyrri leik sinn við spænska liðið Bidasoa í átta liða úrslitum EHF keppninnar í handbolta í dag, þar sem liðið sigraði 35-26. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 8 mörk í leiknum og Róbert Gunnarsson skoraði 5 mörk.

Sport
Fréttamynd

Ólafur með 3 mörk í sigri

Landsliðsmaðurinn Ólafur Stefánsson skoraði 3 mörk þegar lið hans Ciudad Real bar sigurorð af Alcobendas í spænsku úrvalsdeildinni í gær, 31-28. Ciudad er eftir sem áður í þriðja sæti deildarinnar á eftir Barcelona og Portland San Antonio.

Sport
Fréttamynd

Róbert skoraði 7 fyrir Gummersbach

Róbert Gunnarsson og Guðjón Valur Sigurðsson voru atkvæðamiklir fyrir lið sitt Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar liðið skellti Dusseldorf 32-22. Róbert skoraði 7 mörk og Guðjón gerði 5.

Sport
Fréttamynd

Logi skoraði 3 í sigri Lemgo

Logi Geirsson skoraði 3 mörk fyrir lið sitt Lemgo í Þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær þegar liðið lagði Hamburg naumlega 29-28. Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað hjá Lemgo, en liðið er nú í fimmta sæti deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Bikarmeistari með Bregenz

Dagur Sigurðsson, spilandi þjálfari hjá Bregenz í Austurríki, varð í gær bikarmeistari með liði sínu. Bregenz sigraði AON Fivers í úrslitaleiknum í gær, 33-27, eftir mikla törn um helgina en bikarfyrirkomulagið í Austurríki er á þann veg að 8-liða úrslit eru spiluð á föstudegi, undanúrslit á laugardegi og úrslit á sunnudegi. "Þetta var mjög sætt," sagði Dagur skömmu eftir leik, í skýjunum með að hafa unnið sinn fyrsta bikarmeistaratitil í Austurríki.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá Minden og Flensburg

Fjórir leikir fóru fram í Þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag en íslendingarnir létu frekar lítið að sér kveða í dag, nema þá Snorri Steinn Guðjónsson sem skoraði sex mörk fyrir Minden, þar af fjögur úr vítaköstum.

Sport
Fréttamynd

Dagur bikarmeistari með Bregenz

Dagur Sigurðsson stýrði í dag liði sínu Bregenz til sigurs í Austurrísku bikarkeppninni en liðið lagði AON Fivers með eins marka mun í úrslitaleiknum.

Sport
Fréttamynd

Haukar unnu ÍBV

Haukar gerðu góða ferð til Vestmannaeyja í DHL-deild karla í handbolta í dag og unnu heimamenn 34-32 og komust þar með í efsta sæti deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Magdeburg mætir Hamburg

Í dag var dregið um hvaða lið mætast í undanúrslitum þýska bikarsins í handknattleik, eða final four eins og Þjóðverjar kalla það. Annarsvegar mætast Magdeburg og Hamburg og hinsvegar leikur Kiel við Kronau/Östringen sem sló Gummersbach nokkuð óvænt út úr keppninni á dögunum. Undanúrslitin fara fram fyrstu helgina í apríl.

Sport
Fréttamynd

Birkir Ívar til Þýskalands

Landsliðsmarkvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson hefur gert tveggja ára samning við lið Lubbecke í þýsku úrvalsdeildinni, en fyrrum félagi Birkis úr Haukum, Þórir Ólafsson leikur einmitt með liðinu. Birkir klárar tímabilið hér heima með Haukum en heldur utan í sumar.

Sport
Fréttamynd

Gummersbach úr leik

Gummersbach tapaði nokkuð óvænt fyrir Kronau/Östringen í þýsku bikarkeppninni í handbolta í kvöld 36-34 eftir framlengdan leik. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 5 mörk fyrir Gummersbach, þar af 2 úr vítum og Róbert Gunnarsson skoraði 3 mörk. Gummersbach hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleiknum, en missti forskotið niður í þeim síðari og tapaði loks í framlengingunni.

Sport
Fréttamynd

Minden skellti Kiel

Snorri Steinn Guðjónsson og félagar hans í þýska úrvalsdeildarliðinu Minden gerðu sér lítið fyrir og skelltu töppliði Kiel í dag 32-30. Snorri Steinn skoraði tvö mörk í leiknum. Þá gerðu Hamburg og Dusseldorf jafntefli 27-27 þar sem Hamburg gerði tvö mörk á síðustu hálfu mínútu leiksins og tryggði sér jafntefli.

Sport
Fréttamynd

Óli Stefáns valinn í úrvalslið EM

Ólafur Stefánsson var valinn i úrvalslið Evrópumótsins handbolta í Sviss í dag. Króatinn Ivano Balic var valinn besti maður mótsins. Auk þeirra í úrvalsliðinu eru Thierry Omeyer markvörður Frakka, Eduard Kokcharov frá Rússlandi, Rolando Urios frá Spáni, Sören Stryger frá Danmörku og Iker Romero frá Spáni.

Sport
Fréttamynd

Frakkar Evrópumeistarar

Frakkar urðu í dag Evrópumeistarar í handbolta þegar þeir lögðu Spánverja með 8 marka mun í úrslitaleik mótsins í Zürich í Sviss, 31-23. Nikola Karabatic varð markahæstur Frakka með 11 mörk í leiknum í dag. Staðan í hálfleik var 13-17 fyrir Frakka. Þetta er í fyrsta sinn sem Frakkar hampa þessum titli.

Sport
Fréttamynd

Danir unnu bronsið á EM

Danir tryggðu sér bronsverðlaunin á Evrópumóti landsliða í handbolta í dag þegar þeir sigruðu Króata í úrslitaleik um 3. sætið, 32-27. Lars Möller var markahæstur Dana 9 mörk. Króatar áttu aldrei mögueika gegn Dönum sem náðu mest 7 marka forystu í leiknum.

Sport