Handbolti

Fréttamynd

Danir 7 mörkum yfir gegn Króötum

Króatar og Danir eigast nú við og keppa um bronsverðlaunin á Evrópumóti landsliða í handbolta og eru Danir 7 mörkum yfir í hálfleik, 16-9. Sigurvegararnir í þessum leik tryggja sér sæti á HM 2007. Klukkan 4 í dag keppa Frakkar og Spánverjar til úrslita á Evrópumótinu. Frakkar búsettir hér á landi ætla að hittast á Café Solon og fylgjast með leiknum þar.

Sport
Fréttamynd

Ísland mætir Svíum

Íslenska landsliðið í handbolta dróst gegn Svíum í umspili um laust sæti á HM sem fram fer í Þýskalandi á næsta ári en dregið var í morgun. Ljóst er að þessi dráttur er ákveðið áfall fyrir strákana okkar en leikmenn hafa títt um það talað síðan Ísland lauk keppni í 7. sæti á EM að þeir vildu síst af öllum þurfa að mæta Svíum í umspilinu.

Sport
Fréttamynd

Spánverjar í úrslitaleikinn - lögðu Dani

Það verða Spánverjar sem leika til úrslita á EM í handbolta gegn Frökkum en heimsmeistararnir lögðu Dani í undanúrslitum nú síðdegis, 34-31. Staðan í hálfleik var 16-15 fyrir Dani sem leika því um 3. sætið á mótinu gegn Króötum.

Sport
Fréttamynd

Frakkar í úrslit

Frakkar leika til úrslita á HM í handbolta en þeir lögðu Króata í undanúrslitum í dag með 6 marka mun, 29-23. Staðan í hálfleik var 12-10 fyrir Frakka sem mæta annað hvort Dönum eða Spánverjum í úrslitaleiknum á morgun en þau lið mætast nú kl. 16.

Sport
Fréttamynd

Þjóðverjar í 5. sæti

Þjóðverjar höfnuðu í 5. sæti á Evrópumóti landsliða í handbolta í Sviss en þeir sigruðu Rússa í leik um sætið í dag, 32-30. Staðan í hálfleik var 18-16 fyrir Rússa. Nú eigast við Króatar og Frakkar í fyrri undanúrslitaleik mótsins og er staðan í hálfleik 12-10 fyrir Frakka. Síðar í dag mætast svo Danir og Spánverjar í hinum undanúrslitaleiknum.

Sport
Fréttamynd

Ólafur hrifinn af Strand

Norskir fjölmiðlar halda skiljanlega ekki vatni yfir landsliðsmanninum Kjetil Strand, sem setti nýtt Evrópumótsmet í gær þegar hann skoraði 19 mörk í leiknum gegn Íslendingum í milliriðli. Á heimasíðu norska blaðsins VG er haft eftir Ólafi Stefánssyni að Strand sé nógu góður til að spila með liði í spænska eða þýska handboltanum.

Sport
Fréttamynd

Spilar ekki aftur fyrir Viggó Sigurðsson

Vilhjálmur Halldórsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður danska liðsins Skjærn, segist aldrei ætla að spila aftur undir stjórn Viggós Sigurðssonar eftir að þeir áttu hreint ekki í skap saman á EM í Sviss. Þetta kemur fram í viðtali við staðarblað í Danmörku í dag.

Sport
Fréttamynd

Danir lögðu Rússa og mæta Spánverjum

Danir tryggðu sér sæti í undanúrslitunum á EM í Sviss í kvöld þegar liðið lagði Rússa sannfærandi 35-28. Danska liðið mætir því Spánverjum í undanúrslitum mótsins og í hinum undanúrslitaleiknum eigast við Frakkar og Króatar. Þjóðverjar og Rússar keppa um 5. sætið, en íslenska liðið hafnaði í 7. sæti á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Dómararnir jörðuðu okkur

Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari var hundfúll eftir tapið gegn Norðmönnum í lokaleik íslenska liðsins í milliriðli á EM í Sviss í kvöld. Viggó sagði að vissulega hefði þreytan verið farin að segja til sín hjá sínum mönnum vegna þeirra skarða sem höggvin hafa verið í hópinn, en vandaði dómurum leiksins ekki kveðjurnar.

Sport
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik hjá Rússum og Dönum

Staðan í leik Dana og Rússa er jöfn 13-13 í hálfleik, en þetta er lokaleikurinn í milliriðli okkar Íslendinga. Íslenska liðið þarf að treysta á að Rússar vinni leikinn með 4-5 mörkum til að eiga möguleika á að fá að spila um fimmta sætið í keppninni.

Sport
Fréttamynd

Frakkar í undanúrslitin

Frakkar tryggðu sér í kvöld farseðilinn í undanúrslitin á EM í Sviss með öruggum sigri á Úkraínu 30-20 og lyftu sér í efsta sæti riðlis síns. Spánverjar geta endurheimt efsta sætið með sigri á Slóvenum í kvöld, en leikur liðanna er ný hafinn.

Sport
Fréttamynd

Tap fyrir Norðmönnum

Íslenska landsliðið brotlenti í síðari hálfleik gegn Norðmönnum í kvöld og tapaði 36-32 og því er sæti í undanúrslitum mótsins úr sögunni. Ef úrslit í leik Dana og Rússa í kvöld verða okkur í hag, er þó enn möguleiki á að liðið spili leik um fimmta sætið. Ólafur Stefánsson var markahæstur með 9 mörk, Guðjón Valur Sigurðsson 6 og Róbert Gunnarsson og Snorri Steinn 5.

Sport
Fréttamynd

Ísland yfir gegn Norðmönnum

Íslendingar hafa forystu 16-14 í hálfleik gegn Norðmönnum í lokaleik sínum í milliriðli á EM í Sviss. Ólafur Stefánsson hefur skorað 4 mörk fyrir íslenska liðið, Róbert Gunnarsson 3, og þeir Guðjón Valur, Snorri Steinn og Ásgeir Örn 2 hver. Kjetil Strand hefur farið á kostum hjá norska liðinu og er kominn með 9 mörk í hálfleiknum.

Sport
Fréttamynd

Króatar í undanúrslit

Króatar tryggðu sér sæti í undanúrslitum EM í Sviss í dag þegar liðið lagði Serba og Svartfellinga 34-30. Góður lokakafli tryggði Króötum sigurinn í dag eftir að jafnræði hafði verið með liðunum framan af og því er spennan í milliriðli okkar Íslendinga mikil fyrir leikinn gegn Norðmönnum í dag.

Sport
Fréttamynd

Guðjón Valur ekki sáttur

"Við töpum þessu á eigin klaufaskap því ég get ekki séð að þeir hafi verið neitt betri en við," sagði hornamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson hundsvekktur í leikslok, eftir að Íslendingar töpuðu fyrir Króötum í dag.

Sport
Fréttamynd

Einar ekki með gegn Norðmönnum

Skyttan Einar Hólmgeirsson verður ekki með íslenska landsliðinu í lokaleik liðsins í milliriðlum á morgun eftir að hafa fengið heilahristing í leiknum gegn Króatíu í dag. Einar var að sögn nafna hans Þorvarðarsonar langt fram í síðari hálfleikinn að ná áttum þar sem læknar stumruðu yfir honum við hliðarlínuna.

Sport
Fréttamynd

Spánn aftur á toppinn

Spánverjar eru komnir aftur á toppinn í 1. milliriðlinum á EM í Sviss eftir sigur á Úkraínu í lokaleik kvöldsins í riðlinum, 31-29. Spánverjar hafa því hlotið 7 stig í riðlinum, Frakkar 6 og Þjóðverjar 5. Spánn mætir Slóveníu á morgun og nægir eitt stig til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum.

Sport
Fréttamynd

Danir lögðu Norðmenn

Danir lögðu Norðmenn 35-31 í lokaleik 2. milliriðilsins í kvöld og skutust með sigrinum upp fyrir okkur Íslendinga á markamun. Danska liðið hefur einu marki betri markatölu en íslenska liðið og því er ljóst að allt verður í járnum í lokaumferðinni á morgun.

Sport
Fréttamynd

Frakkar burstuðu Póverja

Frakkar áttu ekki í erfiðleikum með Pólverja í 1. milliriðlinum á EM í Sviss í dag og unnu stórsigur 31-21. Frakkar eru þar með á toppi riðilsins með 6 stig, en Spánverjar geta komist í efsta sætið með sigri í Úkraínu í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Verðum að klára Norðmenn

Hreiðar Guðmundsson, markvörður íslenska landsliðsins, var ekki kátur eftir tapið gegn Króötum í kvöld. "Þetta er ömurlegt. Við fengum tækifæri til að ná í stig undir lokin, en því miður gekk það ekki eftir, það vantaði herslumuninn. Það var slæmt að missa þá Alex og Einar, en við verðum bara að safna liði og klára Norðmennina á morgun," sagði Hreiðar, sem náði sér ekki á strik í leiknum í dag.

Sport
Fréttamynd

Balic of stór biti fyrir íslenska liðið

Króatar höfðu nauman sigur á íslenska landsliðinu í handbolta á EM í Sviss nú rétt í þessu 29-28 í hörkuleik. Það var ekki síst fyrir stórleik Ivano Balic sem lið Króatíu náði að tryggja sér sigurinn, en hann skoraði 8 mörk í leiknum, mörg þeirra á ótrúlegan hátt og var gríðarlega mikilvægur í varnarleiknum. Ólafur Stefánsson var markahæstur í íslenska liðinu með 8 mörk og Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá Íslandi og Króatíu í hálfleik

Staðan í leik Íslands og Króatíu er jöfn 13-13 í hálfleik. Snorri Steinn Guðjónsson er markahæstur í íslenska liðinu með 4 mörk, þar af 1 úr víti, Ólafur Stefánsson hefur skoraði 3 mörk og þeir Einar Hólmgeirsson, Róbert Gunnarsson og Guðjón Valur Sigurðsson eru með 2 hver.

Sport
Fréttamynd

Rússar sigruðu Serba

Rússar unnu í dag næsta auðveldan sigur á Serbum og Svartfellingum í 2. milliriðli á EM í Sviss 29-21. Þetta þýðir að Rússar hafa tekið forystu í riðlinum með 6 stig, en nú klukkan 17 mætast Íslendingar og Króatar í sama riðli. Í 1. milliriðli mættust Þjóðverjar og Slóvenar, þar sem þýska liðið hafði betur 36-33.

Sport
Fréttamynd

Erfiður leikur við Króata í dag

Íslenska landsliðið á mjög erfiðan leik fyrir höndum gegn Króötum í milliriðli 2 í Gallen í dag klukkan 17. Leikur Serba og Rússa er þegar hafinn og klukkan 19:15 eigast við Norðmenn og Danir. Í 1. milliriðlinum mætast Slóvenar og Þjóðverjar klukkan 14:15, þá Pólverjar og Frakkar klukkan 16:45 og Úkraína og Spánn keppa klukkan 19:15.

Sport
Fréttamynd

Gríðarlegt áfall fyrir landsliðið

Hinn harðskeytti Alexander Petersson, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, kjálkabrotnaði í leiknum við Rússa í dag og verður því ekki meira með liðinu í keppninni. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir íslenska liðið, því Petersson er algjör lykilmaður í liðinu - ekki síst í varnarleiknum.

Sport
Fréttamynd

Serbar unnu Norðmenn

Lið Serbíu og Svartfjallalands lagði Norðmenn naumlega að velli í kvöld í milliriðli okkar Íslendinga, 26-25. Að loknum fyrsta deginum er íslenska liðið í efsta sæti með fimm stig, Rússar í öðru með fjögur, eins og Króatar, Danir hafa þrjú, Serbar tvö og Norðmenn eru enn án stiga.

Sport
Fréttamynd

Króatar lögðu Dani

Króatar unnu nauman sigur á dönum í 2. milliriðli EM í handbolta nú undir kvöldið 31-30, eftir að hafa verið yfir 15-14 í hálfleik. Króatar hafa því hlotið 4 stig í riðlinum, en Danir hafa þrjú. Íslenska liðið er á toppi riðilsins með 5 stig. Þá sigruðu Frakkar Slóvena í dag 34-30.

Sport
Fréttamynd

Þjóðverjar völtuðu yfir Úkraínu

Þjóðverjar voru ekki í vandræðum með Úkraínumenn í 1. milliriðlinum á EM í handbolta í dag og sigruðu 36-22 eftir að hafa verið með aðeins tveggja marka forystu í leikhléi. Florian Kehrmann var markahæstur hjá Þjóðverjum með 9 mörk og Henning Fritz varði 21 skot í markinu.

Sport
Fréttamynd

Glæsilegur sigur Íslendinga á Rússum

Íslenska landsliðið í handbolta vann glæsilegan sigur á Rússum í Sviss í dag 34-32, eftir að hafa verið yfir í hálfleik 17-15. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 11 mörk fyrir íslenska liðið og Ólafur Stefánsson gerði 8 mörk.

Sport
Fréttamynd

Íslendingar yfir gegn Rússum í hálfleik

Íslenska landsliðið í handknattleik hefur yfir 17-15 gegn Rússum þegar flautað hefur verið til leikhlés. Ólafur Stefánsson hefur skorað 6 mörk, Guðjón Valur 5 og Snorri Steinn er með 5 mörk, þar af eitt úr vítakasti.

Sport