Málefni fatlaðs fólks

Fréttamynd

„Þetta er bara komið til að vera“

Nemendur með þroskahömlun og annars konar fötlun útskrifuðust úr splunkunýju námi í dag frá ellefu símenntunarmiðstöðvum um allt land. Nemendur sem ræddu við fréttastofu segjast hafa lært mikið og námið hafa verið skemmtilegt. Nokkrir eru þegar búnir að fá atvinnuviðtöl og -tilboð. 

Innlent
Fréttamynd

Öllum starfs­mönnum sagt upp og verk­efnum út­hýst til einka­fyrir­tækis

Allir réttindagæslumenn og annað starfsfólk Réttindagæslu fatlaðs fólks missa vinnuna um áramótin þegar störf þeirra verða lögð niður. Hluta starfseminnar á að færa til nýrrar Mannréttindastofnunar sem ekki tekur til starfa fyrr en í vor en þangað til hefur starfsfólk einkafyrirtækis verið fengið til að sinna verkefnum réttindagæslunnar sem ekki flytjast til sýslumanns. Yfirmaður réttindagæslunnar óttast að rof verði á þjónustu við fatlað fólk á meðan kerfisbreytingarnar ganga í gegn.

Innlent
Fréttamynd

Máli Sigur­línar á hendur Ríkis­út­varpinu vísað frá

Máli Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur, sem flutti táknmálsfréttir í sjónvarpi í 36 ár, á hendur Ríkisútvarpinu hefur verið vísað frá dómi. Hún vildi fá staðfest að vinnusamband hennar við RÚV hefði verið launþegasamband en ekki verktakavinna.

Innlent
Fréttamynd

Versta úti­hátíð í heimi

Okkar vel kunni vetur konungur er snúinn aftur með öllu því sem honum fylgir, allt frá fallegum jólaseríum sem lýsa upp skammdegið yfir í óumbeðið skautasvell með tilheyrandi jafnvægisæfingum.

Skoðun
Fréttamynd

Með okkar augum fengu Kærleikskúluna

Tuttugasta og önnur Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur í dag, miðvikudaginn 4. desember. Með okkar augum fær Kærleikskúluna að þessu sinni og þá er Blóm og ást þurfa næringu eftir Hildi Hákonardóttur Kærleikskúla ársins 2024.

Lífið
Fréttamynd

Gleði­tár á hvarmi Fúsa við verð­launa­af­hendingu

Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson og Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir fengu Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka sem veitt voru í morgun. Verðlaunin voru bæði veitt fyrir tímamótaverk í íslenskum atvinnuleikhúsum. Verðlaunahafi felldi tár og ljóð var ort í tilefni dagsins.

Innlent
Fréttamynd

Eru sumir heppnari en aðrir?

Það var heiður himinn yfir litla bænum þeirra Siggu og Palla. Þar gekk lífið sinn hæga, ótrauða gang, eins og fagnandi lækur sem sækir niður brekku, og fuglasöngurinn bar með sér aldagamla tónlist náttúrunnar. Hér bjuggu þau, þar sem himinn og jörð mættust í sífelldu samspili, og draumar þeirra teygðu sig út fyrir sjóndeildarhringinn. Í Reykjavík, þar sem Gunni og Jónína héldu til, var annars konar heimur; þar virtust tækifærin dreifast um á hverju strái, og lífið virtist vera líkt auðugri hendingu.

Skoðun
Fréttamynd

Að lifa með reisn

Ég tók þátt í pallborðsumræðum á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks nú í vikunni. Meginumræðuefnið var hvernig sveitarfélögum hefði tekist að þjónusta fatlað fólk, nú 13 árum eftir að sveitarfélögin tóku við málaflokknum af hendi ríkisins.

Skoðun
Fréttamynd

Of­beldi og mann­réttinda­brot á Ís­landi ekki for­gangs­mál þing­manna

Í júlí sl. kom út skýrsla í Nýja-Sjálandi. Þar voru birtar niðurstöður rannsóknar á aðbúnaði barna og fullorðinna í viðkvæmri stöðu sem höfðu verið í umsjón kirkjunnar og ríkisins á árunum 1950 til 2019. Niðurstöðurnar eru skelfilegar. Af þeim 650 þúsund börnum og fullorðnum í viðkvæmri stöðu, sem voru vistuð til lengri eða skemmri tíma á vegum þessara aðila, voru yfir 200 þúsund beitt líkamlegu-, kynferðislegu- og/eða andlegu ofbeldi.

Skoðun
Fréttamynd

Við viljum – kröfu­gerð fólks með fötlun!

Við erum um 20.000 manna her og við ætlum að hafa hátt fyrir þessar kosningar! Við viljum að rödd okkar heyrist og að tekið sé eftir þeirri baráttu sem daglegt líf okkar krefst í ófötluðum heimi, hvort sem þar um ræðir veikindi okkar, fötlun eða fjárhagslegt sjálfstæði.

Skoðun
Fréttamynd

Fatlað fólk á betra skilið

Fatlað fólk hefur ávallt þurft að berjast, sama hvort það sé fyrir jafnrétti, sanngjörnum lífsgæðum eða gegn fordómum. Fatlað fólk hefur haft í vök að verjast þegar það kemur að viðurkenningu á sjálfsögðum mannréttindum. Í þessari barátta hefur áunnist margt, en henni er þó langt í frá lokið.

Skoðun
Fréttamynd

Ör­yrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða

Velferðarnefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp um sjötíu þúsund króna skattfrjálsa eingreiðslu til öryrkja. Samkvæmt fjáraukalagafrumvarpi er gert ráð fyrir 1,7 milljörðum í eingreiðsluna.

Innlent
Fréttamynd

Í­þróttir fyrir öll börn!

Markmið Æfingastöðvarinnar er að efla þátttöku barna í athöfnum sem eru þeim og fjölskyldum þeirra mikilvægar og er íþróttaiðkun sannarlega mikilvæg iðja í hugum margra. Á Íslandi æfa 80% barna á aldrinum 9-12 ára reglubundnar íþróttir.

Skoðun
Fréttamynd

Gras­ker mann­réttinda á degi hinna fram­liðnu

Af hverju hræðast Bjarni og Simmi mannréttindi svona mikið? Það var sérkennilegt sjónarspil þegar Bjarni stóð og skar í grasker á meðan hann ávarpaði þjóðina, líkt og graskersins helsta erindi væri að vara okkur við vinstristjórn, sem hann leiddi að væri fjandafylking lýðveldisins.

Skoðun
Fréttamynd

Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar

Hvernig í veröldinni hefur Bjarni alltaf tíma til að baka kökur og Simmi að sitja með hrátt hakk í heiðinni, líkt og orðinn sjálfum sér nógur? Því þyrftu þeir að sækja í þann bragðbætta raunveruleika, að sjá þá fjórðu vakt foreldra fatlaðra barna, vaktina sem enginn fær greitt fyrir, en allir eru kallaðir til.

Skoðun
Fréttamynd

Um „orð­skrípið“ inn­gildingu

Árið 2013 var orðið ljósmóðir kosið fallegasta orð íslenskrar tungu af landsmönnum. Ég man hvað mér þótti vænt um þessa niðurstöðu, enda starfaði móðir mín sem ljósmóðir og fjölskyldan þekkir vel til þeirrar miklu vinnu sem fylgir starfinu.

Skoðun
Fréttamynd

Að lifa sjálf­stæðu lífi

Hvorki veikindi né slys gera boð á undan sér. Á einu augabragði er fótunum kippt undan þér og ekkert verður eins og það var. Lífið tekur meiri u-beygju en þig óraði fyrir að það gæti gert. Öll sú færni sem þú hafðir áður er ekki lengur til staðar og má segja að þú þurfir að læra að lifa lífinu algjörlega upp á nýtt.

Skoðun
Fréttamynd

Ert þú ég eða verð ég þú

Þessa dagana stendur fyrirtækið Hopp fyrir söfnun fyrir hjálpartækjum handa Sjónstöðinni sem nýtast munu í umferliskennslu með hvítastafnum.

Skoðun
Fréttamynd

„Lífið er stundum ó­sann­gjarnt, sér­stak­lega fyrir stelpur eins og okkur“

Eins og svo oft áður mótmælti dóttir mín harðlega þegar ákveðið var að fara upp úr sundlauginni. „Þetta er ósanngjarnt, ég vil vera lengur í sundi“ endurtók hún nokkrum sinnum á leiðinni inn í sturturnar. Vinkona hennar reyndi að hughreysta hana og sagðist skilja hana og bætti svo við „lífið er stundum ósanngjarnt, sérstaklega fyrir stelpur eins og okkur“.

Skoðun
Fréttamynd

Verður for­tíðin fram­tíðin sem við viljum ekki?

Þróun og framfarir í tækni hafa aldrei verið hraðari eða haft meiri áhrif á samfélagið en nú. Mikilvægt er að huga að þörfum fatlaðs fólks, ekki síst fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir og hvernig réttindi þess eru tryggð og þörfum þess mætt við þessr hröðu og miklu breytingar.

Skoðun