HM karla í handbolta 2023

Fréttamynd

„Finnst mjög gaman þegar hann skorar svo við erum saman í þessu“

Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari handboltaliðsins Kadetten Schaffhausen í Sviss, ræddi við Stefán Árna Pálsson og Ingva Þór Sæmundsson í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar nýverið. Fór hann yfir víðan völl en helsta umræðuefnið var hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson og markagræðgi hans.

Handbolti
Fréttamynd

HM ekki í hættu hjá Viktori Gísla

Aðdáendur íslenska karlalandsliðsins í handbolta geta varpað öndinni léttar því allar líkur eru á því að Viktor Gísli Hallgrímsson verji mark þess á HM í Svíþjóð og Póllandi í byrjun næsta árs.

Handbolti
Fréttamynd

Sjö nýliðar í stóra HM-hópnum

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur tilkynnt hvaða 35 leikmenn koma til greina í íslenska hópinn fyrir HM 2023.

Handbolti
Fréttamynd

„Passa sig á að sofna ekki á verðinum“

„Ótrúlega gott að fá svona marga leiki svo við getum spilað okkur saman. Bætt okkur í okkar veikleikum og því sem er gott,“ sagði landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir um verkefni íslenska kvennalandsliðsins en eftir tvo leiki í Færeyjum um síðustu helgi þá mætir liðið Ísrael hér heima í undankeppni HM 2023 bæði á laugardag og sunnudag.

Handbolti
Fréttamynd

Ókeypis á leikina við Ísrael um helgina

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur afar mikilvæga leiki við Ísrael um helgina á Ásvöllum í Hafnarfirði. Stefnt er á að fylla höllina og er aðgangur ókeypis í boði Arion banka.

Handbolti
Fréttamynd

Bjarki Már: Okkur fannst líka gaman í janúar

Vinstri hornamaðurinn Bjarki Már Elísson hefur fært sig um set og spilar nú með stórliði Telekom Veszprém í Ungverjalandi en þessi öflugi hornamaður hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár.

Handbolti
Fréttamynd

Ólík hlutskipti gestgjafanna á HM í handbolta

Í dag var dregið í riðla fyrir HM í handbolta sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi í janúar á næsta ári. Það má með sanni segja að hlutskipti gestgjafanna séu mjög ólík en Svíar eiga sigur í sínum riðli næsta vísan.

Handbolti
Fréttamynd

Danir fjalla um aðstöðuleysi Íslendinga

Svo virðist sem þrumuræða Guðmundar Guðmundssonar, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, um aðstöðuleysi íslenskra landsliða hafi ekki aðeins vakið athygli hér heima fyrir. Frændur okkar Danir hafa nú fjallað um það aðstöðuleysi sem hér ríkir.

Handbolti