EM 2024 í Þýskalandi

Fréttamynd

Lúxemborg hafði sætaskipti við Ísland

Lúx­em­borg skaust upp í þriðja sæti J-riðils­ í unankeppni EM 2024 í fótbolta karla með 2-0 sigri sínum gegn Liechten­stein í leik liðanna sem fram fór í Lúx­em­borg í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Vonast til að hárið á Hamsik fái fólk á völlinn

Landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta vill ekki að Marek Hamsik og Milan Skrniar, tvær af skærustu stjörnum Slóvakíu, spili leikinn gegn Íslandi bara því þeir séu ekki í sínu besta standi. Hann segir þó að Hamsik geti trekkt fólk að.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnór meiddur og ekki með

Arnór Sigurðsson hefur þurft að draga sig út úr landsliðshópnum í fótbolta og verður ekki með í leikjunum gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM 2024.

Fótbolti
Fréttamynd

Haaland hættur að fagna og lentur í Noregi

Erling Haaland er kominn heim til Noregs eftir stíf fagnaðarhöld Manchester City í kjölfar þess að liðið tryggði sér þrennuna með sigri á Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardag.

Fótbolti
Fréttamynd

Íslenska landsliðið muni sækja mikið 17. júní

„Ég er mjög beinskeittur sem þjálfari og vil fara fram völlinn á fljótan hátt. Skipulagið er mjög mikilvægt og það verður að vera til staðar. Á Laugardalsvelli þann 17. júní mun liðið sækja mikið,“ segir Åge Hareide, landsliðsþjálfari. 

Fótbolti
Fréttamynd

Fullur völlur í fyrsta sinn í fjögur ár

Þrátt fyrir að stórþjóðir í knattspyrnuheiminum hafi lagt leið sína á Laugardalsvöll síðustu ár þá hefur ekki verið uppselt á leik þar síðan árið 2019. Kórónuveirufaraldurinn ræður þar eflaust mestu.

Fótbolti
Fréttamynd

Svona kynnti Hareide fyrsta hópinn

Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, kynnti í dag sinn fyrsta landsliðshóp eftir að hafa verið ráðinn landsliðsþjálfari um miðjan apríl.

Fótbolti