Jón Ormur Halldórsson Breytingar á mætti stórvelda Sífellt fleiri merki sjást um þá þungu strauma sem flytja völd og auð og áhrif frá vestri til austurs og frá norðri til suðurs, skrifar Jón Ormur Halldórsson. Fastir pennar 26.12.2013 23:38 Valdið færist til Flestum sem fá pólitísk völd virðist koma á óvart hvað erfitt er að beita þeim til gagns. Þetta er ört að versna en er þó ekki nýtt. Möguleikar stjórnmálamanna til að ráða niðurstöðum með því valdi sem þeim er gefið hafa alltaf verið minni en mönnum er títt að ætla. Nákvæmar greiningar á liðnum atburðum leiða í ljós að viðtekin söguskoðun er oft byggð á miklum einföldunum. Samhengið á milli þess sem ráðandi menn vildu og þess sem varð er oftast flóknara og minna en viðtekin saga gefur til kynna. Skoðun 20.3.2013 17:12 Prófsteinn lýðræðisins Þegar Jón Gnarr var kosinn borgarstjóri sagði útlendur stjórnmálarýnir á þá leið að það bæri vott um pólitískt heilbrigði á Íslandi að í miðju hruni kysu menn grínista frekar en rasista eða fasista. Fastir pennar 6.3.2013 17:42 Leitin að tilgangi Þeir sem hugsuðu mest um heiminn fyrir hundrað árum áttu fæstir von á því að trúarbrögð myndu lita stjórnmál framtíðarinnar. Þau virtust á útleið, úreld og fyrnd vegna vaxandi þekkingar manna á rökum tilverunnar. Trúarbrögðin áttu sér ekki síst skjól í ýmiss konar heimum sem voru á undanhaldi fyrir nútímanum eins og í fátækari og afskekktari byggðum og á meðal þeirra sem voru eldri og síður menntaðir. Öfugt við það sem margir ætluðu hafa trúarbrögð vaxið að mikilvægi í stjórnmálum. Þetta á ekki aðeins við um Mið-Austurlönd, Norður-Afríku og Suður-Asíu, heldur einnig um Bandaríkin, Rússland, Suður-Ameríku, stóra hluta Afríku og Kína og Kóreu. Jafnvel í hinni trúlausu Evrópu fylgjast áhugamenn um alþjóðapólitík með kjöri nýs páfa. Fastir pennar 20.2.2013 16:58 Misskilinn óskapnaður Norður-Kórea hótar nú nágrönnum sínum og minnir á það hvers vegna þetta furðulega ríki hefur lengi verið kallað hættulegasti staður í heimi. Ógnarstjórn ríkir yfir algerri fátækt en hefur þó mátt til þess að valda miklum óskunda í fjölmennum heimshluta. Að ekki sé minnst á þær ótrúlegu þjáningar sem hún veldur heima fyrir. Fangabúðir landsins eru með verstu stöðum á jörðinni og frelsið utan þeirra lítið. Fastir pennar 6.2.2013 17:21 Öxlar Evrópu Aldrei hafa jafnólíkar þjóðir bundist jafn nánum böndum og Þýskaland og Frakkland. Í vikunni halda menn upp á fimmtíu ára afmæli vináttusáttmála þjóðanna tveggja sem kenndur er við Elysée-höllina í París. Það segir sögu um nánd þessa sambands að ríkisstjórnir landanna halda sameiginlega ríkisstjórnarfundi tvisvar á ári og á milli embættismanna og ráðherra þeirra er formlegt, stöðugt og oft náið samráð. Menn kenna samstarfið ýmist við öxul eða mótor og hvort tveggja er lýsandi. Fastir pennar 23.1.2013 17:48 Ráðandi stétt Heimsbyltingin átti að eyða kapítalismanum úr mannfélaginu. Í staðinn bylti kapítalisminn heiminum. Og nú er öreigum loksins farið að fækka, nokkuð sem fáir þorðu að vona fyrir skemmstu. Millistéttir heimsins vaxa með slíkum hraða og svo víðtækum afleiðingum að í þeim vexti er að finna eina stærstu breytingu okkar umrótstíma. Vilji menn finna kraftana sem knýja margslungnar byltingar samtímans er ekki úr vegi að líta til stéttastjórnmála og alveg sérstaklega til þróunar millistétta heimsins. Hjá þeim tengja keimlíkir draumar strönd við strönd. Draumarnir snúast um neyslu og aukna menntun. Fastir pennar 9.1.2013 17:04 Erlendir vendipunktar 2012: Kreppur og rembingur ríkja Í kreppum samtímans árar illa fyrir alþjóðlega samvinnu og margt minnti á þetta á árinu, að mati Jóns Orms Halldórssonar . Hann segir að á endanum skipti mestu hvernig menn skilja veruleikann. Sjálfur veruleikinn sé gersamlega annar en sá sem blasir við augum. Það ríkti óvíða sú stemming árið 2012 að nú væru menn á réttri leið. Fastir pennar 28.12.2012 15:55 Rökkurtími risaveldis "Það er alltaf morgunn í Bandaríkjunum,“ sagði sá vinsæli forseti Ronald Reagan og víst er margt þar vestra sem minnir á bjart árdegi. Nú húmar hins vegar hratt að kvöldi fyrir heimsveldi Bandaríkjanna. Það er niðurstaða nýrrar skýrslu sem samin var fyrir Bandaríkjaforseta af sérfræðingum frá sextán stofnunum sem vinna að upplýsingaöflun og njósnum í þágu öryggis og utanríkisstefnu landsins. Þetta varðar alla því Bandaríkin hafa verið akkeri heimsmála í marga áratugi og sá aðili sem öllum öðrum fremur hefur mótað dagskrá alþjóðamála. Fastir pennar 12.12.2012 17:42 England og Evrópa Það gekk illa hjá Bretum að komast inn í Evrópusambandið. Frakkar, undir forustu de Gaulle, beittu tvívegis neitunarvaldi gegn aðild Bretlands. Hann sagði Breta skorta pólitískan vilja til að vera hluti af Evrópu. Nú vill stór meirihluti Englendinga og kannski helmingur Skota að Bretland segi sig úr ESB. Fastir pennar 28.11.2012 19:41 Stórpólitík í Peking Kínverjar eru að fá áhuga á pólitík. Sem er ekki lítið mál því síðustu áratugi hefur landstjórnin í þessu stærsta ríki heimsins beinlínis hvílt á þeirri forsendu að þetta myndi ekki gerast í bráð. Mesta lífskjarabylting mannkynssögunnar átti að vera nóg til að fólk færi ekki að þrasa um pólitík. Þannig var það líka þar til alveg nýverið. En þetta er ört að breytast. Afleiðingarnar gætu ratað í bækur um sögu mannkyns. Fastir pennar 14.11.2012 16:48 Öld kvíða og kameljóna Aldir mannsins eru mislangar. Hún virkaði frekar stutt þessi síðasta. Nú þegar hún er liðin nefna menn hana öld bjartsýninnar. Þá eiga þeir við þessa stund sem leið frá því Berlínarmúrinn féll fyrir ríflega tveimur áratugum síðan og þar til að yfirstandandi ósköp byrjuðu fyrir fjórum árum eða svo. Fastir pennar 27.6.2012 17:44 Utan hrings og innan Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, benti á það á sínum tíma að erfitt væri fyrir Íslendinga að ganga í ESB þó ekki væri nema vegna þess að landsmenn gætu ekki vitað í hvers konar samband þeir væru að ganga. Á þeim tíma sýndist ESB stöðugra en það gerir nú og því var athugasemdin bæði skörp og þörf. Óvissan um framtíðarskipan ESB hefur stórlega aukist síðustu mánuði. Fastir pennar 13.6.2012 17:04 Eitrað fyrir þjóðum Skelfilegur endir er betri en endalaus skelfing. Segir þýskt máltæki, eignað prússneskum herforingja. Þessi sannindi tauta nú margir Germanar í barm sinn. Sumir bæta kannski við einhverjum einföldustu sannindum sem nokkru sinni hafa verið höfð eftir nóbelsverðlaunahafa í hagfræði en þau eru þessi: Það sem getur ekki haldið áfram gerir það ekki. Valið í Evrópu er á milli afarkosta. Efnahagslegra skelfinga eða pólitískrar erfiðsvinnu. Og hjá valinu verður ekki komist. Fastir pennar 30.5.2012 16:54 Útlendingarnir ógurlegu Allir hafa lent í einhverjum vandræðum með nágranna sína. Lengi var saga hvers lands líka kennd þannig heima fyrir að jarðarbúar virtust eiga það helst sameiginlegt að vera óheppnir með nágranna. Þær þjóðir eru auðvitað til sem hafa lengi mátt þola skelfingar vegna yfirgangs annarra. Eins og t.d. Pólverjar, Kóreumenn, Armenar og miklu fleiri í flestum álfum. Dæmin eru mörg úr sögunni og nokkur úr nútíðinni. Það nægir að minna á Palestínu. Fastir pennar 16.5.2012 16:48 Til hvers? Þótt Frakkar deili um hvor væri skárri forseti, Sarkozy eða Hollande, vefst yfirleitt ekki fyrir þeim að útskýra hvers vegna þeir þurfa forseta. Rökin eru einföld og studd reynslu. Þau snúast um völd og ábyrgð. Þannig er þetta líka með embætti þjóðhöfðingja í Bandaríkjunum og miklu víðar. En ekki alls staðar. Nýlegar umræður í Þýskalandi, en þar hafa tveir forsetar sagt af sér á jafnmörgum árum, sýna talsverðar efasemdir um að nútímaleg ríki hafi not fyrir það sjónarspil, spuna og þykjustugang sem fylgir valdalausum þjóðhöfðingjum. Umræður um konungdæmið í Svíþjóð gefa svipað til kynna og það sama má segja um vaxandi andúð víða um heim á þeim kjánagangi sem einkennir sýndarheim valdalausra fyrirmanna. Fastir pennar 2.5.2012 22:56 Ríki án þjóða Skoðun 4.4.2012 17:34 Miklu stærri slagur Utan Asíu fer ekki mikið fyrir fréttum af sögulegri valdabaráttu í Kína, einu allra mikilvægasta samfélagi jarðarinnar. Hér vestra höfum við verið upptekin af prófkjörum í Bandaríkjunum. Þaðan fáum við daglegar fréttir af baráttu fólks sem virðist hafa ofsafenginn áhuga á kynlífi nágranna sinna og mikla trú á sköpunarsögu biblíunnar. Fastir pennar 21.3.2012 17:54 Sýrland og heimurinn Við horfum á enn eina martröðina. Á enn eitt ríki að myrða borgara sína þúsundum saman til varnar forréttindum klíkunnar sem ræður. Við höfum séð þetta svo oft og svo víða að við vitum að þetta hefur ekkert með menningu eða trúarbrögð að gera þótt málsatvik litist alltaf af þess háttar efnum. Og við spyrjum alltaf þess sama. Af hverju stöðvar alþjóðasamfélagið ekki myrkraverkin? Fastir pennar 7.3.2012 21:36 Gullöld mannsins Við lifum lengsta frið frá stríðum stórvelda frá því stærri ríki tóku að myndast fyrir þúsundum ára. Það eru nær sjötíu ár frá því að stórveldum heimsins laust síðast saman í styrjöld. Milljónir hafa fallið vegna stríðsátaka á þessum tíma en heimurinn hefur ekki þurft að þola styrjaldir stórvelda um forustu í heiminum eða yfirráð á einstökum svæðum hans. Þessar fimmtíu aldir frá því Súmerar fóru að skrifa hluti hjá sér voru allar með öðrum hætti. Fastir pennar 22.2.2012 18:57 Frá trú til skynsemi Það er undur stutt síðan málið sýndist afgreitt. Þetta með markaðina og ríkið. Markaðir vissu og gátu en ríkið þvældist fyrir. Þetta mál málanna í stjórnmálum var raunar hvergi afgreitt utan Vesturlanda. Síst í Asíu þar sem menn hafa náð heimssögulegum árangri í efnahagsmálum á síðustu árum. Sá árangur hefur gefið nokkrum ríkjum kennivald sem mikinn hroka þarf til að hafna. Fastir pennar 8.2.2012 17:26 Vítahringur Vestursins Einn ráðgjafa Clintons forseta sagðist áhugalaus um að eyða næstu jarðvist sinni sem forseti Bandaríkjanna. Hann vildi frekar endurfæðast sem skuldabréfamarkaður. Slíkir hefðu valdið, ekki Hvíta húsið. Nú sjá menn máttvana leiðtoga hinna öflugustu ríkja slaga af einum neyðarfundi á annan og bíða þess í angist að markaðir með skuldabréf opni og felli sína dóma. Sarkozy forseti er sagður viss um að stemmingin á skuldabréfamörkuðum muni ráða því hver sigrar þegar fjörutíu milljónir franskra kjósenda velja þjóð sinni leiðtoga í vor. Stefna forsetans í efnahagsmálum hefur líka mótast af þeirri trú hans að einkunnagjöf matsfyrirtækja muni ráða meiru en hugsjónir frönsku þjóðarinnar. Svo er þá komið fyrir fimmta öflugasta ríki heimsins og vöggu uppreisnar hins almenna manns. Fastir pennar 25.1.2012 17:25 Hið mjúka vald Margt það merkilegasta fer undarlega hljótt. Þrátt fyrir allt, og öfugt við það sem margir halda, býr mannfólkið nú á tímum líklega við meiri frið og minna ofbeldi en nokkru sinni fyrr í sögu þess. Ofbeldi innan flestra samfélaga hefur sannanlega minnkað. Stríðum á milli þeirra hefur greinilega fækkað. Og stríðin nú höggva ekki sem fyrr í þjóðir. Þessu trúa líklega ekki margir sem fylgjast með fréttum. En tölfræðin á bak við þetta er þekkt, sumpart raunar umdeild, en þó í heildina sannfærandi. Þetta hefur kanadíski fræðimaðurinn Steven Pinker nýlega rætt í frægri bók. Skoðun 11.1.2012 15:58 Þýska spurningin Þetta var fjölmenn mótmælaganga sem ég lenti óvart inni í fyrir nokkrum árum. Fólkið söng: "Aldrei aftur sterkt Þýskaland." Þetta var þó ekki í Varsjá, Moskvu, Aþenu, Prag eða í neinni þeirra mörgu borga Evrópu þar sem menn eiga vondar minningar um þýskan mátt. Þetta var í Þýskalandi. Og það í íhaldssömustu stórborg landsins, München. Göngumenn sýndust upp til hópa vera þýskir. Ekkert land í veröldinni hefur nokkru sinni gert upp við sögu sína með líkum hætti og Þýskaland. Fastir pennar 14.12.2011 22:18 Gósentíð og kreppa Hefur á nýlegum tíma verið annar eins jarðvegur fyrir nýjar hugmyndir um efnahagslíf og stjórnmál? Og það á heimsvísu. Vestan megin á jörðinni ríkir efnahagskreppa vegna bankaheims sem gekk af göflunum og ærði fólk með sér. Henni fylgir djúpt og almennt vantraust á allar aðferðir síðustu ára við efnahagslegan rekstur og pólitíska stjórn þjóðfélaga. Og algert virðingarleysi fyrir kennivaldi þeirra sem sitja í háum söðlum. Fastir pennar 2.11.2011 17:09 Rússland og framtíðin Þegar litið er til framtíðar er oft rætt um Rússland sem eitt hinna rísandi velda. Landið er með Kína, Indlandi og Brasilíu eitt svonefndra BRIC-ríkja sem tíska er að telja næstu efnahagsstórveldi heimsins. Ný staðfesting á stöðu Pútíns, samhliða dýpkandi forustukreppu á Vesturlöndum, hefur orðið tilefni til umræðna um stöðugleikann í Rússlandi og meintan styrk í ríkisstýrðu hagmódeli þar eystra. Fastir pennar 19.10.2011 17:27 Kína og heimurinn Við lifum kaflaskil í sögu mannkyns. Síðustu fimm hundruð árin hafa einkennst af víðtæku forræði Vesturlanda í efnahagslífi, stjórnmálum og menningu heimsins. Nú hefur aldalöng þróun snúist við og það fjarar ört undan sérstakri stöðu Vesturlanda í heiminum. Menn hafa helst komið auga á þetta í tengslum við aukið mikilvægi Kína í efnahagslífi jarðarinnar. Það er þó aðeins einn hluti málsins. En lítum til hans. Fastir pennar 5.10.2011 17:00 Stærstu málin Ég vorkenni fréttamönnum erlendra frétta þessa mánuðina. Þetta er svo sem ekki mikilsvirt stétt, einhvers staðar á milli lögmanna og fjármálaráðgjafa. Ekki svo að skilja að viðfangsefnin séu ekki til fyrir þessa stétt manna sem ásamt álitsgjöfum og fræðimönnum hafa tekjur sínar af hörmungum heimsins. Góðar erlendar fréttir eru fágætar þótt þeim sé fagnað jafn mikið af þeim sem skrifa þær og okkur hinum sem lesa þær. Það er hins vegar ekki æsandi að bíða eftir stefnu Obama í bankamálum, né húsnæðisstefnu Suður-Afríku. Stóru málin eru stóru málin og þola illa smæð. Það er eins og þau verði kúnstugri um leið og þau eru minnkuð. Svona einhvers konar Heljarslóðarorrusta. Fastir pennar 13.9.2009 22:11 Stóra spurningin Stærsta spurningin í stjórnmálum, þjóðfélagsmálum og efnahagsmálum líðandi stundar er ekki aðeins einföld heldur einnig augljós. Hún er líka miklu meira en hundruð ára gömul: En hennar er sjaldan spurt í alvöru: Getur eitthvað komið í stað kapítalismans? Skoðun 23.8.2009 22:16 Straumar samtímans Ártalið 2006 mun ekki oft sjást í sögubókum framtíðarinnar. Á árinu mátti þó vel greina þá þungu strauma sem móta samtíð okkar og framtíð. Hverjir eru þeir? Fastir pennar 19.12.2006 19:31 « ‹ 1 2 3 … 3 ›
Breytingar á mætti stórvelda Sífellt fleiri merki sjást um þá þungu strauma sem flytja völd og auð og áhrif frá vestri til austurs og frá norðri til suðurs, skrifar Jón Ormur Halldórsson. Fastir pennar 26.12.2013 23:38
Valdið færist til Flestum sem fá pólitísk völd virðist koma á óvart hvað erfitt er að beita þeim til gagns. Þetta er ört að versna en er þó ekki nýtt. Möguleikar stjórnmálamanna til að ráða niðurstöðum með því valdi sem þeim er gefið hafa alltaf verið minni en mönnum er títt að ætla. Nákvæmar greiningar á liðnum atburðum leiða í ljós að viðtekin söguskoðun er oft byggð á miklum einföldunum. Samhengið á milli þess sem ráðandi menn vildu og þess sem varð er oftast flóknara og minna en viðtekin saga gefur til kynna. Skoðun 20.3.2013 17:12
Prófsteinn lýðræðisins Þegar Jón Gnarr var kosinn borgarstjóri sagði útlendur stjórnmálarýnir á þá leið að það bæri vott um pólitískt heilbrigði á Íslandi að í miðju hruni kysu menn grínista frekar en rasista eða fasista. Fastir pennar 6.3.2013 17:42
Leitin að tilgangi Þeir sem hugsuðu mest um heiminn fyrir hundrað árum áttu fæstir von á því að trúarbrögð myndu lita stjórnmál framtíðarinnar. Þau virtust á útleið, úreld og fyrnd vegna vaxandi þekkingar manna á rökum tilverunnar. Trúarbrögðin áttu sér ekki síst skjól í ýmiss konar heimum sem voru á undanhaldi fyrir nútímanum eins og í fátækari og afskekktari byggðum og á meðal þeirra sem voru eldri og síður menntaðir. Öfugt við það sem margir ætluðu hafa trúarbrögð vaxið að mikilvægi í stjórnmálum. Þetta á ekki aðeins við um Mið-Austurlönd, Norður-Afríku og Suður-Asíu, heldur einnig um Bandaríkin, Rússland, Suður-Ameríku, stóra hluta Afríku og Kína og Kóreu. Jafnvel í hinni trúlausu Evrópu fylgjast áhugamenn um alþjóðapólitík með kjöri nýs páfa. Fastir pennar 20.2.2013 16:58
Misskilinn óskapnaður Norður-Kórea hótar nú nágrönnum sínum og minnir á það hvers vegna þetta furðulega ríki hefur lengi verið kallað hættulegasti staður í heimi. Ógnarstjórn ríkir yfir algerri fátækt en hefur þó mátt til þess að valda miklum óskunda í fjölmennum heimshluta. Að ekki sé minnst á þær ótrúlegu þjáningar sem hún veldur heima fyrir. Fangabúðir landsins eru með verstu stöðum á jörðinni og frelsið utan þeirra lítið. Fastir pennar 6.2.2013 17:21
Öxlar Evrópu Aldrei hafa jafnólíkar þjóðir bundist jafn nánum böndum og Þýskaland og Frakkland. Í vikunni halda menn upp á fimmtíu ára afmæli vináttusáttmála þjóðanna tveggja sem kenndur er við Elysée-höllina í París. Það segir sögu um nánd þessa sambands að ríkisstjórnir landanna halda sameiginlega ríkisstjórnarfundi tvisvar á ári og á milli embættismanna og ráðherra þeirra er formlegt, stöðugt og oft náið samráð. Menn kenna samstarfið ýmist við öxul eða mótor og hvort tveggja er lýsandi. Fastir pennar 23.1.2013 17:48
Ráðandi stétt Heimsbyltingin átti að eyða kapítalismanum úr mannfélaginu. Í staðinn bylti kapítalisminn heiminum. Og nú er öreigum loksins farið að fækka, nokkuð sem fáir þorðu að vona fyrir skemmstu. Millistéttir heimsins vaxa með slíkum hraða og svo víðtækum afleiðingum að í þeim vexti er að finna eina stærstu breytingu okkar umrótstíma. Vilji menn finna kraftana sem knýja margslungnar byltingar samtímans er ekki úr vegi að líta til stéttastjórnmála og alveg sérstaklega til þróunar millistétta heimsins. Hjá þeim tengja keimlíkir draumar strönd við strönd. Draumarnir snúast um neyslu og aukna menntun. Fastir pennar 9.1.2013 17:04
Erlendir vendipunktar 2012: Kreppur og rembingur ríkja Í kreppum samtímans árar illa fyrir alþjóðlega samvinnu og margt minnti á þetta á árinu, að mati Jóns Orms Halldórssonar . Hann segir að á endanum skipti mestu hvernig menn skilja veruleikann. Sjálfur veruleikinn sé gersamlega annar en sá sem blasir við augum. Það ríkti óvíða sú stemming árið 2012 að nú væru menn á réttri leið. Fastir pennar 28.12.2012 15:55
Rökkurtími risaveldis "Það er alltaf morgunn í Bandaríkjunum,“ sagði sá vinsæli forseti Ronald Reagan og víst er margt þar vestra sem minnir á bjart árdegi. Nú húmar hins vegar hratt að kvöldi fyrir heimsveldi Bandaríkjanna. Það er niðurstaða nýrrar skýrslu sem samin var fyrir Bandaríkjaforseta af sérfræðingum frá sextán stofnunum sem vinna að upplýsingaöflun og njósnum í þágu öryggis og utanríkisstefnu landsins. Þetta varðar alla því Bandaríkin hafa verið akkeri heimsmála í marga áratugi og sá aðili sem öllum öðrum fremur hefur mótað dagskrá alþjóðamála. Fastir pennar 12.12.2012 17:42
England og Evrópa Það gekk illa hjá Bretum að komast inn í Evrópusambandið. Frakkar, undir forustu de Gaulle, beittu tvívegis neitunarvaldi gegn aðild Bretlands. Hann sagði Breta skorta pólitískan vilja til að vera hluti af Evrópu. Nú vill stór meirihluti Englendinga og kannski helmingur Skota að Bretland segi sig úr ESB. Fastir pennar 28.11.2012 19:41
Stórpólitík í Peking Kínverjar eru að fá áhuga á pólitík. Sem er ekki lítið mál því síðustu áratugi hefur landstjórnin í þessu stærsta ríki heimsins beinlínis hvílt á þeirri forsendu að þetta myndi ekki gerast í bráð. Mesta lífskjarabylting mannkynssögunnar átti að vera nóg til að fólk færi ekki að þrasa um pólitík. Þannig var það líka þar til alveg nýverið. En þetta er ört að breytast. Afleiðingarnar gætu ratað í bækur um sögu mannkyns. Fastir pennar 14.11.2012 16:48
Öld kvíða og kameljóna Aldir mannsins eru mislangar. Hún virkaði frekar stutt þessi síðasta. Nú þegar hún er liðin nefna menn hana öld bjartsýninnar. Þá eiga þeir við þessa stund sem leið frá því Berlínarmúrinn féll fyrir ríflega tveimur áratugum síðan og þar til að yfirstandandi ósköp byrjuðu fyrir fjórum árum eða svo. Fastir pennar 27.6.2012 17:44
Utan hrings og innan Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, benti á það á sínum tíma að erfitt væri fyrir Íslendinga að ganga í ESB þó ekki væri nema vegna þess að landsmenn gætu ekki vitað í hvers konar samband þeir væru að ganga. Á þeim tíma sýndist ESB stöðugra en það gerir nú og því var athugasemdin bæði skörp og þörf. Óvissan um framtíðarskipan ESB hefur stórlega aukist síðustu mánuði. Fastir pennar 13.6.2012 17:04
Eitrað fyrir þjóðum Skelfilegur endir er betri en endalaus skelfing. Segir þýskt máltæki, eignað prússneskum herforingja. Þessi sannindi tauta nú margir Germanar í barm sinn. Sumir bæta kannski við einhverjum einföldustu sannindum sem nokkru sinni hafa verið höfð eftir nóbelsverðlaunahafa í hagfræði en þau eru þessi: Það sem getur ekki haldið áfram gerir það ekki. Valið í Evrópu er á milli afarkosta. Efnahagslegra skelfinga eða pólitískrar erfiðsvinnu. Og hjá valinu verður ekki komist. Fastir pennar 30.5.2012 16:54
Útlendingarnir ógurlegu Allir hafa lent í einhverjum vandræðum með nágranna sína. Lengi var saga hvers lands líka kennd þannig heima fyrir að jarðarbúar virtust eiga það helst sameiginlegt að vera óheppnir með nágranna. Þær þjóðir eru auðvitað til sem hafa lengi mátt þola skelfingar vegna yfirgangs annarra. Eins og t.d. Pólverjar, Kóreumenn, Armenar og miklu fleiri í flestum álfum. Dæmin eru mörg úr sögunni og nokkur úr nútíðinni. Það nægir að minna á Palestínu. Fastir pennar 16.5.2012 16:48
Til hvers? Þótt Frakkar deili um hvor væri skárri forseti, Sarkozy eða Hollande, vefst yfirleitt ekki fyrir þeim að útskýra hvers vegna þeir þurfa forseta. Rökin eru einföld og studd reynslu. Þau snúast um völd og ábyrgð. Þannig er þetta líka með embætti þjóðhöfðingja í Bandaríkjunum og miklu víðar. En ekki alls staðar. Nýlegar umræður í Þýskalandi, en þar hafa tveir forsetar sagt af sér á jafnmörgum árum, sýna talsverðar efasemdir um að nútímaleg ríki hafi not fyrir það sjónarspil, spuna og þykjustugang sem fylgir valdalausum þjóðhöfðingjum. Umræður um konungdæmið í Svíþjóð gefa svipað til kynna og það sama má segja um vaxandi andúð víða um heim á þeim kjánagangi sem einkennir sýndarheim valdalausra fyrirmanna. Fastir pennar 2.5.2012 22:56
Miklu stærri slagur Utan Asíu fer ekki mikið fyrir fréttum af sögulegri valdabaráttu í Kína, einu allra mikilvægasta samfélagi jarðarinnar. Hér vestra höfum við verið upptekin af prófkjörum í Bandaríkjunum. Þaðan fáum við daglegar fréttir af baráttu fólks sem virðist hafa ofsafenginn áhuga á kynlífi nágranna sinna og mikla trú á sköpunarsögu biblíunnar. Fastir pennar 21.3.2012 17:54
Sýrland og heimurinn Við horfum á enn eina martröðina. Á enn eitt ríki að myrða borgara sína þúsundum saman til varnar forréttindum klíkunnar sem ræður. Við höfum séð þetta svo oft og svo víða að við vitum að þetta hefur ekkert með menningu eða trúarbrögð að gera þótt málsatvik litist alltaf af þess háttar efnum. Og við spyrjum alltaf þess sama. Af hverju stöðvar alþjóðasamfélagið ekki myrkraverkin? Fastir pennar 7.3.2012 21:36
Gullöld mannsins Við lifum lengsta frið frá stríðum stórvelda frá því stærri ríki tóku að myndast fyrir þúsundum ára. Það eru nær sjötíu ár frá því að stórveldum heimsins laust síðast saman í styrjöld. Milljónir hafa fallið vegna stríðsátaka á þessum tíma en heimurinn hefur ekki þurft að þola styrjaldir stórvelda um forustu í heiminum eða yfirráð á einstökum svæðum hans. Þessar fimmtíu aldir frá því Súmerar fóru að skrifa hluti hjá sér voru allar með öðrum hætti. Fastir pennar 22.2.2012 18:57
Frá trú til skynsemi Það er undur stutt síðan málið sýndist afgreitt. Þetta með markaðina og ríkið. Markaðir vissu og gátu en ríkið þvældist fyrir. Þetta mál málanna í stjórnmálum var raunar hvergi afgreitt utan Vesturlanda. Síst í Asíu þar sem menn hafa náð heimssögulegum árangri í efnahagsmálum á síðustu árum. Sá árangur hefur gefið nokkrum ríkjum kennivald sem mikinn hroka þarf til að hafna. Fastir pennar 8.2.2012 17:26
Vítahringur Vestursins Einn ráðgjafa Clintons forseta sagðist áhugalaus um að eyða næstu jarðvist sinni sem forseti Bandaríkjanna. Hann vildi frekar endurfæðast sem skuldabréfamarkaður. Slíkir hefðu valdið, ekki Hvíta húsið. Nú sjá menn máttvana leiðtoga hinna öflugustu ríkja slaga af einum neyðarfundi á annan og bíða þess í angist að markaðir með skuldabréf opni og felli sína dóma. Sarkozy forseti er sagður viss um að stemmingin á skuldabréfamörkuðum muni ráða því hver sigrar þegar fjörutíu milljónir franskra kjósenda velja þjóð sinni leiðtoga í vor. Stefna forsetans í efnahagsmálum hefur líka mótast af þeirri trú hans að einkunnagjöf matsfyrirtækja muni ráða meiru en hugsjónir frönsku þjóðarinnar. Svo er þá komið fyrir fimmta öflugasta ríki heimsins og vöggu uppreisnar hins almenna manns. Fastir pennar 25.1.2012 17:25
Hið mjúka vald Margt það merkilegasta fer undarlega hljótt. Þrátt fyrir allt, og öfugt við það sem margir halda, býr mannfólkið nú á tímum líklega við meiri frið og minna ofbeldi en nokkru sinni fyrr í sögu þess. Ofbeldi innan flestra samfélaga hefur sannanlega minnkað. Stríðum á milli þeirra hefur greinilega fækkað. Og stríðin nú höggva ekki sem fyrr í þjóðir. Þessu trúa líklega ekki margir sem fylgjast með fréttum. En tölfræðin á bak við þetta er þekkt, sumpart raunar umdeild, en þó í heildina sannfærandi. Þetta hefur kanadíski fræðimaðurinn Steven Pinker nýlega rætt í frægri bók. Skoðun 11.1.2012 15:58
Þýska spurningin Þetta var fjölmenn mótmælaganga sem ég lenti óvart inni í fyrir nokkrum árum. Fólkið söng: "Aldrei aftur sterkt Þýskaland." Þetta var þó ekki í Varsjá, Moskvu, Aþenu, Prag eða í neinni þeirra mörgu borga Evrópu þar sem menn eiga vondar minningar um þýskan mátt. Þetta var í Þýskalandi. Og það í íhaldssömustu stórborg landsins, München. Göngumenn sýndust upp til hópa vera þýskir. Ekkert land í veröldinni hefur nokkru sinni gert upp við sögu sína með líkum hætti og Þýskaland. Fastir pennar 14.12.2011 22:18
Gósentíð og kreppa Hefur á nýlegum tíma verið annar eins jarðvegur fyrir nýjar hugmyndir um efnahagslíf og stjórnmál? Og það á heimsvísu. Vestan megin á jörðinni ríkir efnahagskreppa vegna bankaheims sem gekk af göflunum og ærði fólk með sér. Henni fylgir djúpt og almennt vantraust á allar aðferðir síðustu ára við efnahagslegan rekstur og pólitíska stjórn þjóðfélaga. Og algert virðingarleysi fyrir kennivaldi þeirra sem sitja í háum söðlum. Fastir pennar 2.11.2011 17:09
Rússland og framtíðin Þegar litið er til framtíðar er oft rætt um Rússland sem eitt hinna rísandi velda. Landið er með Kína, Indlandi og Brasilíu eitt svonefndra BRIC-ríkja sem tíska er að telja næstu efnahagsstórveldi heimsins. Ný staðfesting á stöðu Pútíns, samhliða dýpkandi forustukreppu á Vesturlöndum, hefur orðið tilefni til umræðna um stöðugleikann í Rússlandi og meintan styrk í ríkisstýrðu hagmódeli þar eystra. Fastir pennar 19.10.2011 17:27
Kína og heimurinn Við lifum kaflaskil í sögu mannkyns. Síðustu fimm hundruð árin hafa einkennst af víðtæku forræði Vesturlanda í efnahagslífi, stjórnmálum og menningu heimsins. Nú hefur aldalöng þróun snúist við og það fjarar ört undan sérstakri stöðu Vesturlanda í heiminum. Menn hafa helst komið auga á þetta í tengslum við aukið mikilvægi Kína í efnahagslífi jarðarinnar. Það er þó aðeins einn hluti málsins. En lítum til hans. Fastir pennar 5.10.2011 17:00
Stærstu málin Ég vorkenni fréttamönnum erlendra frétta þessa mánuðina. Þetta er svo sem ekki mikilsvirt stétt, einhvers staðar á milli lögmanna og fjármálaráðgjafa. Ekki svo að skilja að viðfangsefnin séu ekki til fyrir þessa stétt manna sem ásamt álitsgjöfum og fræðimönnum hafa tekjur sínar af hörmungum heimsins. Góðar erlendar fréttir eru fágætar þótt þeim sé fagnað jafn mikið af þeim sem skrifa þær og okkur hinum sem lesa þær. Það er hins vegar ekki æsandi að bíða eftir stefnu Obama í bankamálum, né húsnæðisstefnu Suður-Afríku. Stóru málin eru stóru málin og þola illa smæð. Það er eins og þau verði kúnstugri um leið og þau eru minnkuð. Svona einhvers konar Heljarslóðarorrusta. Fastir pennar 13.9.2009 22:11
Stóra spurningin Stærsta spurningin í stjórnmálum, þjóðfélagsmálum og efnahagsmálum líðandi stundar er ekki aðeins einföld heldur einnig augljós. Hún er líka miklu meira en hundruð ára gömul: En hennar er sjaldan spurt í alvöru: Getur eitthvað komið í stað kapítalismans? Skoðun 23.8.2009 22:16
Straumar samtímans Ártalið 2006 mun ekki oft sjást í sögubókum framtíðarinnar. Á árinu mátti þó vel greina þá þungu strauma sem móta samtíð okkar og framtíð. Hverjir eru þeir? Fastir pennar 19.12.2006 19:31
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent