UMF Álftanes

Fréttamynd

Forsetinn fagnaði með Álftnesingum: „Nú er um að gera að njóta“

„Þetta er mikið afrek fyrir ekki stærra sveitarfélag leyfi ég mér að segja þótt að við auðvitað tilheyrum nú Garðabæ við Álftnesingar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og stuðningsmaður Álftaness, eftir að liðið tryggði sér sæti í efstu deild karla í körfubolta í fyrsta sinn í sögunni fyrr í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég vil bara sjá Álftanes mæta með læti“

Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var eðlilega stoltur eftir að hafa stýrt liðinu upp í Subway-deild karla í körfubolta í fyrstu tilraun í kvöld þegar liðið vann 13 stiga sigur gegn Skallagrími, 96-83.

Körfubolti
Fréttamynd

Álfta­nes styrkti stöðu sína á toppnum

Álftanes vann stórsigur á Ármanni í eina leik dagsins í 1. deild karla í körfubolta, lokatölur 115-81. Álftanes er með afgerandi forystu á toppi deildarinnar en liðið hefur unnið 12 af 13 leikjum sínum til þessa.

Körfubolti
Fréttamynd

Álfta­nes safnar liði: Dúi Þór kynntur til leiks

Leikstjórnandinn Dúi Þór Jónsson er genginn til liðs við Álftanes sem leikur í 1.deild karla í körfubolta á komandi leiktíð. Dúi Þór gengur til liðs við Álftnesinga frá Þór Akureyri sem lék í Subway-deild karla á síðustu leiktíð.

Körfubolti