Rekstur hins opinbera Ekki verði skrúfað fyrir fjárframlög fyrr en framtíðin er mótuð Menningar- og viðskiptaráðuneytið segir að fjárframlögum til Íslensku óperunnar verði ekki hætt áður en búið verður að móta framtíð óperustarfsemi á landinu. Íslenska óperan birti í dag áskorun til ríkisstjórnarinnar þar sem kom fram að stofnunin neyðist til að hætta starfsemi vegna niðurskurðar. Menning 15.8.2023 15:32 Íslenska óperan muni neyðast til að hætta starfsemi Rekstrarframlögum til Íslensku óperunnar verður hætt að því fram kemur í áskorun frá stjórn stofnunarinnar. Að því er fram kemur í áskoruninni er niðurskurðurinn svo mikill að stofnunin sér ekki annað í stöðunni en að hætta starfsemi. Menning 15.8.2023 14:15 Kanna möguleika á sameiningu við Háskóla Íslands Kannað verður hvort fýsilegt sé að auka samstarf Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands og kemur til greina að sameina skólana. Viljayfirlýsing þess efnis hefur verið undirrituð af ráðherra háskólamála og rektorum skólanna. Einnig fer fram greining á húsnæðismálum Háskólans á Hólum en mygla fannst í húsnæðis hans fyrir fjórum árum. Innlent 15.8.2023 12:18 Mygla og uppsöfnuð viðhaldsþörf hafi verileg áhrif á hjúkrunarheimili Teitur Guðmundsson, læknir og forstjóri Heilsuverndar hjúkrunarheimila, segir að seinagangur sé á ríkinu þegar kemur að viðgerðum á fasteignum Heilsuverndar á Akureyri. Hann segir ljóst hvar ábyrgðin á vandamálunum í húsnæðinu liggur. Innlent 30.7.2023 17:23 Segir greinargerð Sigurðar marklaust plagg Ríkisendurskoðandi segir greinargerð setts ríkisendurskoðanda í Lindarhvolsmálinu óklárað plagg sem aldrei hefði átt að líta dagsins ljós og sakar hann um dylgjur. Innlent 23.7.2023 12:10 Kærunefnd útboðsmála gefur grænt ljós á Arnarnesveg Kærunefnd útboðsmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Vegagerðinni hafi verið heimilt að hafna lægsta tilboði í lagningu Arnarnesvegar og ganga til samninga við aðra. Innlent 19.7.2023 07:40 Óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um Lindarhvolsmálið opinberlega Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir umfjöllun um Lindarhvolsmálið ekki lokið af hálfu nefndarinnar og að báðar skýrslur málsins liggi á borðinu. Hún telur óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um málið opinberlega. Innlent 15.7.2023 12:01 Settur ríkisendurskoðandi segir Alþingi ekki ráða við Lindarhvolsmálið Fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi segir dómstóla verða að skera úr um Lindarhvolsmálið. Alþingi virðist vera ófært um að klára málið. Innlent 14.7.2023 20:00 Launamál dómara læðist fram hjá Landsrétti Mál héraðsdómara, sem stefndi ríkinu eftir að henni var tilkynnt um að hún hefði fengið ofgreidd laun og fór með sigur af hólmi, fer beint til Hæstaréttar. 260 af æðstu embættismönnum þjóðarinnar fengu sams konar tilkynningu. Innlent 14.7.2023 15:14 Hækkun launa í Vinnuskólanum ekki forgangsmál Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi Viðreisnar segir hækkun launa unglinga í Vinnuskólanum ekki forgangsmál. Það sé ánægjuefni að skólanum hafi verið haldið gangandi í miklum hagræðingaraðgerðum borgarinnar. Innlent 13.7.2023 22:10 Lindarhvolsskýrslan komin á borð héraðssaksóknara Ríkissaksóknari hefur sent bréf Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, ásamt fylgigögnum á borð við skýrslu hans frá 2018, til embættis héraðssaksóknara til viðeigandi meðferðar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. Innlent 10.7.2023 16:26 „Ég veit hver tapar á þessu, það er almenningur“ Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, segir leyndina við uppgjör Lindarhvols hafa hvatt hann til að halda málinu á lofti. Hann segir ljóst að það sé almenningur sem tapi ef ekkert verður aðhafst í málinu. Innlent 7.7.2023 21:05 Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? Innlent 7.7.2023 13:09 Project Lindarhvoll Greinargerð ríkisendurskoðanda sýnir hvernig helsti ráðgjafi fjármálaráðuneytisins mætir á fyrsta stjórnarfund Lindarhvols með prókúru á bankareikning félagsins og drög að samningi við sjálfan sig. Þannig er lagt af stað í það verkefni að selja stöðugleikaeignir hrunbankanna á útsölu - verkefni sem átti að vera til fyrirmyndar þar sem andvirði eignanna væri hámarkað. Skoðun 7.7.2023 12:30 Lægsta tilboði hafnað 44 sinnum á síðustu fimm árum Vegagerðin hafnaði lægsta tilboði í útboði 44 sinnum á síðustu fimm árum. Á sama tíma voru 489 samningar undirritaðir. Innlent 3.7.2023 12:24 Viðbótarkostnaður 152 milljónir vegna fjölgunar starfsfólks Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur staðið í ströngu við að styrkja sitt ráðuneyti frá því ný ríkisstjórn tók við. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna tímabundinnar fjölgunar starfsfólks miðað við lok árs 2022 er 152 milljónir króna. Innlent 30.6.2023 15:19 Samskipti sín við forstjóra HSS ávallt á formlegu nótunum Heilbrigðisráðherra segir samskipti sín við forstjóra HSS ávallt hafa verið á formlegu nótunum og getur ráðherra ekki tjáð sig um ásakanir hans. Segist hann einungis hafa verið að sinna eftirlitsskyldum sínum. Innlent 28.6.2023 12:41 Hæstiréttur lækkaði laun verjenda um margar milljónir Formaður Lögmannafélags Íslands segir aukna tilhneigingu dómstóla til þess að virða framlagðar tímaskýrslur verjenda að vettugi hættulega þróun. Svo gæti farið að aðeins þeir efnameiri fái góða málsvörn í sakamálum. Innlent 23.6.2023 14:02 Ásmundur Einar sendir starfsfólk heim vegna myglu Mennta-og barnamálaráðuneytið er nú í húsnæðisleit vegna myglu í húsnæði ráðuneytisins að Sölvhólsgötu 4 í miðborg Reykjavíkur. Hluti starfsmanna er heimavinnandi. Innlent 22.6.2023 07:45 OECD kallar eftir auknu aðhaldi í opinberum fjármálum Ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland var birt í dag. Í henni segir að staða efnahagsmála hér á landi sé góð efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldursins hafa að mestu gengið til baka. Fjármálastefna hafi fylgt þeim áætlunum sem lagt var upp með þegar síðasta skýrsla kom út árið 2021. Verðbólga sé þó þrálát og styrkja megi aðhald stefnunnar og styðja þannig enn betur við peningastefnu. Innlent 20.6.2023 11:04 Hættir vegna breytinga og fær laun í heilt ár Ólafur Kjartansson, fráfarandi framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, fær greidd laun í tólf mánuði eftir starfslok. Starfslok hans eru ekki sögð tengjast umfjöllun um skakkaföll í endurvinnslu drykkjarferna. Innlent 17.6.2023 13:45 Forsætisráðuneytið kaupir siðfræðilega ráðgjöf Forsætisráðuneytið og Háskóli Íslands, fyrir hönd Siðfræðistofnunar, hafa gert með sér samning um ráðgjöf stofnunarinnar til stjórnvalda um siðferðisleg efni og gerð kennsluefnis um siðareglur. Samningurinn gildir til tæplega eins árs og kostar stjórnvöld alls sjö milljónir króna. Innlent 13.6.2023 17:58 Enn og aftur ráðist á opinbera vefi Netárásir voru gerðar í morgun á nokkra stjórnsýsluvefi, þar á meðal vef Alþingis, Stjórnarráðsins og Hæstaréttar. Forstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS segir sama hóp að baki árásunum og stóð að netárásum á meðan leiðtogafundur Evrópuráðsins fór fram í maí. Innlent 13.6.2023 11:28 Ríkiskaup vilja skýringar á innkaupum Ríkislögreglustjóra Ríkiskaup hafa óskað eftir því að Ríkislögreglustjóri tilkynni innkaup á búnaði vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins með formlegum hætti á heimasíðu útgáfuskrifstofu Evrópusambandsins og rökstyðji val sitt á innkaupaferlinu. Innlent 9.6.2023 07:27 Vilja senda mjög skýr skilaboð með lægri launahækkun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina vilja senda skýr skilaboð til launafólks með því að draga úr launahækkun til æðstu stjórnenda. Einhugur sé um málið í ríkisstjórn. Innlent 5.6.2023 17:49 Foreldrar skulu gera ráðstafanir Freyja Steingrímsdóttir samskiptastjóri BSRB segir lítið hafi breyst í kjaraviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB. Enn er fundað í karphúsinu en allsherjarverkfall hefst að óbreyttu á morgun. Innlent 4.6.2023 19:30 Tekjuöflun ríkisins réði för við gjaldtöku með stuttum fyrirvara Gjaldtaka sem átti að hefjast í Jökulsárlóni í gær frestast fram í næstu viku. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar lýsir yfir vonbrigðum með stuttan fyrirvara fyrir gjaldtökuna og segir hana ekki fela í sér álagsstýringu heldur sé um að ræða tekjuöflun fyrir hið opinbera. Innlent 2.6.2023 17:12 Að takast á við höfnun í vinnunni Að upplifa höfnun er ótrúlega algengt fyrirbæri. Bæði í starfi og einkalífi. Oftar en ekki er þetta höfnunartilfinning byggð á misskilningi. Eitthvað sem við ímyndum okkur sjálf, erum sannfærð um að sé rétt og túlkum rangt í samskipti eða hegðun. Atvinnulíf 2.6.2023 07:01 Ætla að áfrýja launamáli dómara beint til Hæstaréttar Fjármála- og efnahagsráðuneytið hyggst óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem deilt var um endurgreiðslu launa dómara, beint til Hæstaréttar. Héraðsdómur taldi að ríkið hefði ekki mátt endurskoða laun dómara, lækka þau og krefjast endurgreiðslu á því sem ráðuneytið taldi ofgreidd laun. Innlent 31.5.2023 14:36 Þingmenn eigi ekki sjálfir að vasast í eigin kjörum Tekist var á um fyrirhugaðar launahækkanir æðstu embættismanna á Alþingi í dag. Áformin hafa fallið í grýttan jarðveg hjá forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar sem vinna nú að gerð nýrra kjarasamninga til langs tíma. Þingmaður VG segist skilja gremjuna og þingmaður Viðreisnar segir sjálfsagt að endurskoða áformin en ekki sé meirihluti fyrir því á þingi. Innlent 30.5.2023 21:22 « ‹ 8 9 10 11 12 13 14 … 14 ›
Ekki verði skrúfað fyrir fjárframlög fyrr en framtíðin er mótuð Menningar- og viðskiptaráðuneytið segir að fjárframlögum til Íslensku óperunnar verði ekki hætt áður en búið verður að móta framtíð óperustarfsemi á landinu. Íslenska óperan birti í dag áskorun til ríkisstjórnarinnar þar sem kom fram að stofnunin neyðist til að hætta starfsemi vegna niðurskurðar. Menning 15.8.2023 15:32
Íslenska óperan muni neyðast til að hætta starfsemi Rekstrarframlögum til Íslensku óperunnar verður hætt að því fram kemur í áskorun frá stjórn stofnunarinnar. Að því er fram kemur í áskoruninni er niðurskurðurinn svo mikill að stofnunin sér ekki annað í stöðunni en að hætta starfsemi. Menning 15.8.2023 14:15
Kanna möguleika á sameiningu við Háskóla Íslands Kannað verður hvort fýsilegt sé að auka samstarf Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands og kemur til greina að sameina skólana. Viljayfirlýsing þess efnis hefur verið undirrituð af ráðherra háskólamála og rektorum skólanna. Einnig fer fram greining á húsnæðismálum Háskólans á Hólum en mygla fannst í húsnæðis hans fyrir fjórum árum. Innlent 15.8.2023 12:18
Mygla og uppsöfnuð viðhaldsþörf hafi verileg áhrif á hjúkrunarheimili Teitur Guðmundsson, læknir og forstjóri Heilsuverndar hjúkrunarheimila, segir að seinagangur sé á ríkinu þegar kemur að viðgerðum á fasteignum Heilsuverndar á Akureyri. Hann segir ljóst hvar ábyrgðin á vandamálunum í húsnæðinu liggur. Innlent 30.7.2023 17:23
Segir greinargerð Sigurðar marklaust plagg Ríkisendurskoðandi segir greinargerð setts ríkisendurskoðanda í Lindarhvolsmálinu óklárað plagg sem aldrei hefði átt að líta dagsins ljós og sakar hann um dylgjur. Innlent 23.7.2023 12:10
Kærunefnd útboðsmála gefur grænt ljós á Arnarnesveg Kærunefnd útboðsmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Vegagerðinni hafi verið heimilt að hafna lægsta tilboði í lagningu Arnarnesvegar og ganga til samninga við aðra. Innlent 19.7.2023 07:40
Óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um Lindarhvolsmálið opinberlega Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir umfjöllun um Lindarhvolsmálið ekki lokið af hálfu nefndarinnar og að báðar skýrslur málsins liggi á borðinu. Hún telur óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um málið opinberlega. Innlent 15.7.2023 12:01
Settur ríkisendurskoðandi segir Alþingi ekki ráða við Lindarhvolsmálið Fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi segir dómstóla verða að skera úr um Lindarhvolsmálið. Alþingi virðist vera ófært um að klára málið. Innlent 14.7.2023 20:00
Launamál dómara læðist fram hjá Landsrétti Mál héraðsdómara, sem stefndi ríkinu eftir að henni var tilkynnt um að hún hefði fengið ofgreidd laun og fór með sigur af hólmi, fer beint til Hæstaréttar. 260 af æðstu embættismönnum þjóðarinnar fengu sams konar tilkynningu. Innlent 14.7.2023 15:14
Hækkun launa í Vinnuskólanum ekki forgangsmál Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi Viðreisnar segir hækkun launa unglinga í Vinnuskólanum ekki forgangsmál. Það sé ánægjuefni að skólanum hafi verið haldið gangandi í miklum hagræðingaraðgerðum borgarinnar. Innlent 13.7.2023 22:10
Lindarhvolsskýrslan komin á borð héraðssaksóknara Ríkissaksóknari hefur sent bréf Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, ásamt fylgigögnum á borð við skýrslu hans frá 2018, til embættis héraðssaksóknara til viðeigandi meðferðar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. Innlent 10.7.2023 16:26
„Ég veit hver tapar á þessu, það er almenningur“ Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, segir leyndina við uppgjör Lindarhvols hafa hvatt hann til að halda málinu á lofti. Hann segir ljóst að það sé almenningur sem tapi ef ekkert verður aðhafst í málinu. Innlent 7.7.2023 21:05
Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? Innlent 7.7.2023 13:09
Project Lindarhvoll Greinargerð ríkisendurskoðanda sýnir hvernig helsti ráðgjafi fjármálaráðuneytisins mætir á fyrsta stjórnarfund Lindarhvols með prókúru á bankareikning félagsins og drög að samningi við sjálfan sig. Þannig er lagt af stað í það verkefni að selja stöðugleikaeignir hrunbankanna á útsölu - verkefni sem átti að vera til fyrirmyndar þar sem andvirði eignanna væri hámarkað. Skoðun 7.7.2023 12:30
Lægsta tilboði hafnað 44 sinnum á síðustu fimm árum Vegagerðin hafnaði lægsta tilboði í útboði 44 sinnum á síðustu fimm árum. Á sama tíma voru 489 samningar undirritaðir. Innlent 3.7.2023 12:24
Viðbótarkostnaður 152 milljónir vegna fjölgunar starfsfólks Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur staðið í ströngu við að styrkja sitt ráðuneyti frá því ný ríkisstjórn tók við. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna tímabundinnar fjölgunar starfsfólks miðað við lok árs 2022 er 152 milljónir króna. Innlent 30.6.2023 15:19
Samskipti sín við forstjóra HSS ávallt á formlegu nótunum Heilbrigðisráðherra segir samskipti sín við forstjóra HSS ávallt hafa verið á formlegu nótunum og getur ráðherra ekki tjáð sig um ásakanir hans. Segist hann einungis hafa verið að sinna eftirlitsskyldum sínum. Innlent 28.6.2023 12:41
Hæstiréttur lækkaði laun verjenda um margar milljónir Formaður Lögmannafélags Íslands segir aukna tilhneigingu dómstóla til þess að virða framlagðar tímaskýrslur verjenda að vettugi hættulega þróun. Svo gæti farið að aðeins þeir efnameiri fái góða málsvörn í sakamálum. Innlent 23.6.2023 14:02
Ásmundur Einar sendir starfsfólk heim vegna myglu Mennta-og barnamálaráðuneytið er nú í húsnæðisleit vegna myglu í húsnæði ráðuneytisins að Sölvhólsgötu 4 í miðborg Reykjavíkur. Hluti starfsmanna er heimavinnandi. Innlent 22.6.2023 07:45
OECD kallar eftir auknu aðhaldi í opinberum fjármálum Ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland var birt í dag. Í henni segir að staða efnahagsmála hér á landi sé góð efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldursins hafa að mestu gengið til baka. Fjármálastefna hafi fylgt þeim áætlunum sem lagt var upp með þegar síðasta skýrsla kom út árið 2021. Verðbólga sé þó þrálát og styrkja megi aðhald stefnunnar og styðja þannig enn betur við peningastefnu. Innlent 20.6.2023 11:04
Hættir vegna breytinga og fær laun í heilt ár Ólafur Kjartansson, fráfarandi framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, fær greidd laun í tólf mánuði eftir starfslok. Starfslok hans eru ekki sögð tengjast umfjöllun um skakkaföll í endurvinnslu drykkjarferna. Innlent 17.6.2023 13:45
Forsætisráðuneytið kaupir siðfræðilega ráðgjöf Forsætisráðuneytið og Háskóli Íslands, fyrir hönd Siðfræðistofnunar, hafa gert með sér samning um ráðgjöf stofnunarinnar til stjórnvalda um siðferðisleg efni og gerð kennsluefnis um siðareglur. Samningurinn gildir til tæplega eins árs og kostar stjórnvöld alls sjö milljónir króna. Innlent 13.6.2023 17:58
Enn og aftur ráðist á opinbera vefi Netárásir voru gerðar í morgun á nokkra stjórnsýsluvefi, þar á meðal vef Alþingis, Stjórnarráðsins og Hæstaréttar. Forstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS segir sama hóp að baki árásunum og stóð að netárásum á meðan leiðtogafundur Evrópuráðsins fór fram í maí. Innlent 13.6.2023 11:28
Ríkiskaup vilja skýringar á innkaupum Ríkislögreglustjóra Ríkiskaup hafa óskað eftir því að Ríkislögreglustjóri tilkynni innkaup á búnaði vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins með formlegum hætti á heimasíðu útgáfuskrifstofu Evrópusambandsins og rökstyðji val sitt á innkaupaferlinu. Innlent 9.6.2023 07:27
Vilja senda mjög skýr skilaboð með lægri launahækkun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina vilja senda skýr skilaboð til launafólks með því að draga úr launahækkun til æðstu stjórnenda. Einhugur sé um málið í ríkisstjórn. Innlent 5.6.2023 17:49
Foreldrar skulu gera ráðstafanir Freyja Steingrímsdóttir samskiptastjóri BSRB segir lítið hafi breyst í kjaraviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB. Enn er fundað í karphúsinu en allsherjarverkfall hefst að óbreyttu á morgun. Innlent 4.6.2023 19:30
Tekjuöflun ríkisins réði för við gjaldtöku með stuttum fyrirvara Gjaldtaka sem átti að hefjast í Jökulsárlóni í gær frestast fram í næstu viku. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar lýsir yfir vonbrigðum með stuttan fyrirvara fyrir gjaldtökuna og segir hana ekki fela í sér álagsstýringu heldur sé um að ræða tekjuöflun fyrir hið opinbera. Innlent 2.6.2023 17:12
Að takast á við höfnun í vinnunni Að upplifa höfnun er ótrúlega algengt fyrirbæri. Bæði í starfi og einkalífi. Oftar en ekki er þetta höfnunartilfinning byggð á misskilningi. Eitthvað sem við ímyndum okkur sjálf, erum sannfærð um að sé rétt og túlkum rangt í samskipti eða hegðun. Atvinnulíf 2.6.2023 07:01
Ætla að áfrýja launamáli dómara beint til Hæstaréttar Fjármála- og efnahagsráðuneytið hyggst óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem deilt var um endurgreiðslu launa dómara, beint til Hæstaréttar. Héraðsdómur taldi að ríkið hefði ekki mátt endurskoða laun dómara, lækka þau og krefjast endurgreiðslu á því sem ráðuneytið taldi ofgreidd laun. Innlent 31.5.2023 14:36
Þingmenn eigi ekki sjálfir að vasast í eigin kjörum Tekist var á um fyrirhugaðar launahækkanir æðstu embættismanna á Alþingi í dag. Áformin hafa fallið í grýttan jarðveg hjá forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar sem vinna nú að gerð nýrra kjarasamninga til langs tíma. Þingmaður VG segist skilja gremjuna og þingmaður Viðreisnar segir sjálfsagt að endurskoða áformin en ekki sé meirihluti fyrir því á þingi. Innlent 30.5.2023 21:22