Snjómokstur

Fréttamynd

Hyggst kæra manninn fyrir til­raun til mann­dráps

Maðurinn sem varð fyrir því að gröfumaður frá fyrirtækinu Óskatak sturtaði úr fullri skóflu af snjó yfir sig er strætóbílstjóri. Hann segist slasaður eftir atvikið og hyggst kæra gröfumanninn fyrir tilraun til manndráps.

Innlent
Fréttamynd

Hafa aldrei keyrt eins mikið af snjó í burtu í borginni

Snjómokstur stendur enn yfir í Reykjavík en vonir eru bundnar við að honum verði að mestu lokið eftir helgi. Á þriðja tug vörubíla vinna nú að því að fjarlægja snjóskafla. Rekstrarstjóri Borgarlandsins segir þau aldrei hafa flutt eins mikinn snjó og hefur vinnan því tekið lengri tíma en vanalega.

Innlent
Fréttamynd

Gröfumaður hellir snjó yfir mann

Myndband er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem gröfumaður sést hella nokkru magni af snjó yfir mann sem stóð þar á gangstétt við hliðina á gröfunni.

Innlent
Fréttamynd

Runnið á rassinn í Reykja­vík

Það fór ekki framhjá mörgum í síðasta mánuði þegar miklum snjó kyngdi niður á stuttum tíma á höfuðborgarsvæðinu, og raunar um land allt. Illa gekk hjá borginni að moka götur og stíga í kjölfarið.

Skoðun
Fréttamynd

Hafa endurgreitt um 200 milljónir vegna vegalokana

Rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækis segir fyrirtækið hafa endurgreitt um 200 milljónir til ferðamanna vegna vegalokana. Ferðamenn hafa afbókað ferðir í byrjun árs vegna ástandsins. Kallað er eftir betri fyrirsjáanleika hjá Vegagerðinni. 

Innlent
Fréttamynd

Fjarlægðu hættulegar snjóhengjur

Slökkvilið stóð í ströngu í dag á Selfossi við að fjarlægja hættulegar snjóhengjur á helsta verslunarhúsnæði Selfossbæjar. Sjaldan hefur kyngt jafn miklum snjó á Suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Drauma­­ferð þúsunda ferða­manna endar sem Reykja­víkur­­ferð

Forstjóri ferðaþjónustufyrirtækis segir tjón vegna vegalokana vera gífurlegt fyrir sig og önnur fyrirtæki í bransanum. Hann segir að skipuleggja þurfi moksturinn betur og kallar eftir frekari mannskap í starfið. Ekki sé hægt að kynna Ísland sem heilsársáfangastað ef loka þarf vegum í marga daga í senn. 

Innlent
Fréttamynd

„Það eru allir jafnir þegar kemur að snjómokstri“

Búist er við að það verði búið að moka flestar  götur og stíga í Reykjavík fyrir gamlárskvöld. Svo framarlega sem það snjóar ekki meira og það þarf að byrja á mokstri upp á nýtt. Það hefur verið lítið um jólafrí hjá snjómokstursfólki borgarinnar. 

Innlent
Fréttamynd

Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði

Búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur í Reykjavík. Snjóruðningstæki byrjuðu að ryðja götur í nótt. Borgarbúar eru minntir á að moka frá ruslatunnum.

Innlent
Fréttamynd

„Við sjáum þetta snjó­magn ekki oft“

Vel hefur gengið að ryðja götur í Vestmannaeyjum en ófært var á fjölda gatna í bænum í gær. Björgunarsveitarmaður segist sjaldan hafa séð jafn mikið magn af snjó og nú hefur verið.

Innlent
Fréttamynd

Búið að moka úr skýlinu við Kefla­víkur­flug­völl

Búið er að ryðja skýli við Keflavíkurflugvöll sem farþegar nota til að ganga í átt að flugstöðinni frá langtímabílastæðum flugvallarins. Unnið er að því að klára að ryðja önnur svæði sem eru mikilvæg fyrir aðkomu og þjónustu á vellinum. 

Innlent
Fréttamynd

Skýli fullt af snjó við Kefla­víkur­flug­völl

Skýli sem ætlað er til þess að ferðamenn geti gengið í gegnum á leið sinni frá langtímabílastæði Keflavíkurflugvallar að flugstöðinni er enn troðfullt af snjó. Upplýsingafulltrúi Isavia segir það vera á dagskrá að fjarlægja snjóinn. 

Innlent
Fréttamynd

„Það vildi enginn vinna með ykkur“

Snjómokstur Reykjavíkurborgar var til umræðu í Kastljósi kvöldsins á RÚV. Mörgum finnst borgin ekki hafa staðið sig í stykkinu við mokstur og söltun gatna. Til viðtals voru Einar Þorsteinsson, starfandi borgarstjóri, og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en athygli vakti þegar Einar sagði engan annan borgarstjórnarflokk hafa viljað vinna með Sjálfstæðisflokki eftir kosningar í vor. 

Innlent
Fréttamynd

„Verk­efnið hefur stækkað gríðar­lega“

Snjómokstur í borginni verður sífellt umfangsmeiri samhliða stækkun borgarinnar. Fimmtíu snjómoksturstæki hafa verið notuð til að ryðja göturnar síðustu daga og hafa þau nú rutt samtals um þúsund kílómetra leið.

Innlent
Fréttamynd

Dregur sérfræðinga að borðinu því löng lokun sé óásættanleg

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir nauðsynlegt að tryggja að álíka ástand og myndaðist á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa með tilheyrandi raski á flugumferð myndist ekki aftur. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun sagði Sigurður næstu skref felast í að fara yfir mögulegar lausnir með hópi sérfræðinga.

Innlent
Fréttamynd

„Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur“

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlar að tryggja að álíka ástand og verið hefur á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa, með tilheyrandi raski á flugumferð, myndist ekki aftur. Hann segir flókið að taka ákvörðun um lokun brautarinnar og segir að ástandið ætti að opna augu fólks fyrir öryggishlutverki Reykjavíkurflugvallar. 

Innlent
Fréttamynd

„Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur“

Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Forstjóri Icelandair tók á móti farþegum tveggja þota sem flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur í dag.

Innlent
Fréttamynd

Blés snjó af einni gang­stétt yfir á aðra

Íbúi í Grafarholti náði því á myndband þegar snjóblásari blés snjó af gangstétt stuttu frá húsi hennar. Snjórinn lenti hins vegar á annarri gangstétt, nær íbúð hennar, sem hún hafði handmokað sjálf tveimur dögum áður. 

Innlent