Sveitarstjórnarkosningar Gleymdi skilríkjunum en fékk samt að kjósa „Ég fór í sparifötin og gleymdi þess vegna veskinu upp á kosningaskrifstofunni,“ sagði Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, í viðtali á Bylgjunni en hann átti ekki að fá að kjósa í ljósi þess að hann hafði engin persónuleg skilríki á sér. Fyrir vikið kom maður frá yfirkjörstjórninni sem vottaði að maðurinn væri í raun Jón Gnarr. Þess vegna tókst honum að kjósa að lokum. Innlent 29.5.2010 11:38 Langt seilst þegar börnin manns eru notuð í pólitískum tilgangi „Það getur allt gerst, við gætum þurrkast út og við gætum fengið fullt af borgarfulltrúum,“ sagði Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í viðtali við Sólveigu Bergmann og Þorgeir Ástvaldsson á Bylgjunni. Innlent 29.5.2010 11:16 Einar: Komumst inn í Eurovision og Framsókn fer í borgarstjórn „Ég er ekki öruggur inni en þetta verður mjög tæpt. Það munar um hvert atkvæði,“ sagði Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, í viðtali við Sólveigu Bergman og Þorgeir Ástvaldsson á Bylgjunni í morgun. Innlent 29.5.2010 10:53 Dagur B.: Stjórnmálin eru á vegamótum „Stjórnmálin almennt eru á vegamótum, það hefur fallið mikið á traustið og það verður geysimikið verkefni að endurvinna það,“ sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í viðtali við Þorgeir Ástvaldsson og Sólveigu Bergman á Bylgjunni fyrir utan Ráðhúsið í morgun. Innlent 29.5.2010 09:58 Fáar skoðanakannanir fyrir kosningarnar í dag Hversu nærri úrslitunum fóru skoðanakannanir sem gerðar voru fyrir sveitastjórnarkosningarnar 2006? Innlent 28.5.2010 22:23 Hanna Birna vinnur á meðal kvenna Talsvert fleiri segjast nú vilja að Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, verði borgarstjóri en fyrir viku, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Innlent 28.5.2010 22:23 Ný framboð skapa óvissu Fólk vill breytingar í kosningunum, ný framboð skapa óvissu og forspárgildi skoðanakannanna er lítið að mati stjórnmálafræðinga. Innlent 28.5.2010 22:23 Vara við rangfærslum og hræðsluáróðri Evrópusamtökin mótmæla í yfirlýsingu auglýsingum Samtaka ungra bænda, sem birtust í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í gær. Samtökin segja umræðu um málefni Evrópusambandsins verða að vera málefnalega, ekki byggða á rangfærslum og hræðsluáróðri. Innlent 28.5.2010 22:23 Leiðrétting: Framsóknarflokkurinn á heiðurinn að frístundakortunum Í frétt á Stöð 2 í kvöld, þar sem fjallað var um kosningaloforð flokkanna fyrir síðustu kosningar og orð og efndir í þeim efnum, varð fréttakonu á að eigna Sjálfstæðisflokknum heiðurinn að frístundakortum fyrir börn í borginni. Innlent 28.5.2010 21:21 Frambjóðendur tókust á í beinni Fulltrúar þeirra framboða í Reykjavík sem hafa verið að mælast með mann inni í könnunum fyrir komandi kosningar á morgun hittust í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Þar var farið yfir helstu áherslur flokkanna og spáð í spilin um mögulegt samstarf að kosningum loknum. Innlent 28.5.2010 19:32 Segir skemmdarvarga tengda Samfylkingunni Mikil harka er hlaupin í kosningabaráttuna í Kópavogi. Kosningastjóri framsóknarflokksins sakar aðila tengda frambjóðanda Samfylkingarinnar um að hafa skemmt fjölda kosningaskilta á vegum flokksins í bænum. Frambjóðandinn segir ásakanirnar fásinnu. Innlent 28.5.2010 18:44 Veðja á Jón Gnarr Jón Gnarr verður næsti borgarstjóri í Reykjavík ef marka má spár þeirra sem veðja á vefsíðunni Betsson. Næstlíklegust þykja þau Hanna Birna Kristjánsdóttir og Dagur B. Eggertsson. Þá eru einhverjir sem spá því að næsti borgarstjóri komi ekki úr hópi þeirra sem bjóða sig fram til borgarstjórnar en langólíklegast þykir að Sóley Tómasdóttir verði borgarstjóri. Innlent 28.5.2010 18:28 Besti flokkurinn dalar - Sjálfstæðismenn í sókn Besti flokkurinn fær sex borgarfulltrúa ef kosningar á morgun verða í samræmi við nýja könnun sem Capacent gerði fyrir RÚV og sagt var frá í sexfréttum. Innlent 28.5.2010 18:17 Reykjavíkurframboðið kærir Stöð 2 til útvarpsréttarnefndar Reykjavíkurframboðið hefur lagt fram kæru á Stöð 2 til útvarpsréttarnefndar vegna brots á 9. grein útvarpslaga. Krafist er tafarlausrar úrlausnar útvarpsréttarnefndar með tilliti til sveitarstjórnarkosninganna á laugardaginn. Innlent 28.5.2010 13:42 Sjöundi meirihlutinn sem fellur Bæjarstjórnarmeirihlutinn í Kópavogi er sjöundi meirihlutinn sem fellur, samkvæmt skoðanakönnunum Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, sem mynda meirihlutann, tapa fylgi frá síðustu könnun, sem gerð var 8. apríl. Innlent 28.5.2010 08:11 Vonast eftir betri niðurstöðu í kosningunum „Þetta eru nú ákveðin vonbrigði. Ég stóð í þeirri trú að við myndum bæta við okkur jafnt og þétt. Ég hef stefnt að því allan tímann að ná hreinum meirihluta til að við getum staðið fyrir einhverjum alvöru breytingum í borginni,“ segir Jón Gnarr, efsti maður á lista Besta flokksins. Innlent 27.5.2010 22:50 D-listinn vinnur mann af Besta flokknum í borginni Stuðningur við Sjálfstæðis-flokkinn í Reykjavík hefur aukist síðustu vikuna, á meðan dregur úr fylgi Samfylkingarinnar og Besta flokksins, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í gærkvöldi. Innlent 27.5.2010 22:49 Steinunn Valdís segir af sér þingmennsku Steinunn Valdís Óskarsdóttir hefur ákveðið að segja af sér sem þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík. Innlent 27.5.2010 17:34 Hreyfingin gagnrýnir Stöð 2 harðlega Þingmenn Hreyfingarinnar mótmæla harðlega vinnubrögðum Stöðvar 2 nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga en stöðin hyggst gera upp á milli framboða í Reykjavík með því að bjóða aðeins sumum framboðum að koma fram í umræðuþætti annað kvöld. Þetta kom fram í tilkynningu frá Hreyfingunni sem hún sendi frá sér fyrr í dag. Innlent 27.5.2010 16:22 Oddviti L-listans: Bíðum róleg „Við erum róleg og vitum að að leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar. Við bíðum því róleg eftir því hvað kemur upp úr kjörkössunum," segir Geir Kristinn Aðalsteinsson sem skipar fyrsta sæti á framboðslista L-listans, lista fólksins, á Akureyri. Innlent 27.5.2010 15:36 Flestir vilja Hönnu Birnu í borgarstjórastólinn Flestir Reykvíkingar, eða rösklega 41 prósent, vilja að Hanna Birna Kristjánsdóttir verði áfram borgarstjóri, samkvæmt skoðanakönnun Morgunblaðsins. Heldur fleiri konur styðja Hönnu Birnu en karlar. Innlent 27.5.2010 07:04 Steinunn Valdís segi af sér Innan borgarstjórnarhóps Samfylkingar er mikið rætt um að Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður flokksins, eigi að segja af sér þingmennsku, að sögn Hjálmars Sveinssonar, sem er í fjórða sæti listans. Innlent 26.5.2010 22:17 Segir keppinauta njóta forskots Fulltrúar C-listans í Grímsnes- og Grafningshreppi gagnrýna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Sólheimum í Grímsnesi í dag. Innlent 26.5.2010 22:17 Jón Gnarr gerir kröfu til borgarstjórastólsins Jón Gnarr gerir kröfu til þess að verða borgarstjóri Reykjavíkur, nái Besti flokkurinn mestu fylgi í komandi kosningum á laugardag. Þetta kom fram í umræðuþætti á Skjá einum í kvöld þar sem oddvitar framboðanna í Reykjavík tókust á. Innlent 26.5.2010 22:36 Þrír dagar til sveitastjórnakosninga - myndskeið Nú eru aðeins þrír dagar til sveitastjórnakosninga. Fréttamenn og myndatökumenn á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis hafa fylgst grannt með gangi mála. Nú þegar hafa þeir kynnt sér helstu strauma og stefnur í fimm af stærstu sveitarfélögum landsins og munu halda áfram að kynna sér málin allt fram á elleftu stundu. Innlent 26.5.2010 11:45 Besti flokkurinn með sjö fulltrúa Besti flokkurinn fær 43 prósenta fylgi og sjö fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur samkvæmt skoðanakönnun Morgunblaðsins. Vantar því aðeins einn fulltrúa á hreinan meirihluta. Innlent 26.5.2010 06:48 Hefur ekki gefið sér tíma enn „Ég geri það á morgun eða hinn,“ sagði Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi í gær, spurður hvenær hann hyggst gefa upp nöfn þeirra fyrirtækja sem gáfu honum styrki fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006. Innlent 24.5.2010 22:09 Skýrsla um Álftanes eftir kosningar Ríkisendurskoðun segir að niðurstöður athugunar á fjárhagsstöðu sveitarfélagsins Álftanes muni ekki verða kynntar fyrr en um miðjan júní. Innlent 24.5.2010 22:09 Um 4500 erlendir ríkisborgarar með kosningarétt Rétt rösklega 4500 erlendir ríkisborgarar eiga kosningarrétt við sveitarstjórnarkosningarnar þann 29. maí næstkomandi og hefur dómsmála- og mannréttindaráðuneytið nú sent þeim öllum kynningarbækling um kosningarnar. Í bæklingnum er að finna leiðbeiningar á ellefu tungumálum auk íslensku um kosningarrétt, kjörskrá, framkvæmd atkvæðagreiðslu og fleira. Innlent 20.5.2010 16:27 Segir valið standa á milli Í-listans og núverandi meirihluta Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi og oddviti Í-listans á Ísafirði, segir að ný skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sýni að valið í kosningunum í lok mánaðarins standi á milli núverandi meirihluta og Í-listans. Innlent 20.5.2010 10:38 « ‹ 7 8 9 10 11 12 13 … 13 ›
Gleymdi skilríkjunum en fékk samt að kjósa „Ég fór í sparifötin og gleymdi þess vegna veskinu upp á kosningaskrifstofunni,“ sagði Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, í viðtali á Bylgjunni en hann átti ekki að fá að kjósa í ljósi þess að hann hafði engin persónuleg skilríki á sér. Fyrir vikið kom maður frá yfirkjörstjórninni sem vottaði að maðurinn væri í raun Jón Gnarr. Þess vegna tókst honum að kjósa að lokum. Innlent 29.5.2010 11:38
Langt seilst þegar börnin manns eru notuð í pólitískum tilgangi „Það getur allt gerst, við gætum þurrkast út og við gætum fengið fullt af borgarfulltrúum,“ sagði Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í viðtali við Sólveigu Bergmann og Þorgeir Ástvaldsson á Bylgjunni. Innlent 29.5.2010 11:16
Einar: Komumst inn í Eurovision og Framsókn fer í borgarstjórn „Ég er ekki öruggur inni en þetta verður mjög tæpt. Það munar um hvert atkvæði,“ sagði Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, í viðtali við Sólveigu Bergman og Þorgeir Ástvaldsson á Bylgjunni í morgun. Innlent 29.5.2010 10:53
Dagur B.: Stjórnmálin eru á vegamótum „Stjórnmálin almennt eru á vegamótum, það hefur fallið mikið á traustið og það verður geysimikið verkefni að endurvinna það,“ sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í viðtali við Þorgeir Ástvaldsson og Sólveigu Bergman á Bylgjunni fyrir utan Ráðhúsið í morgun. Innlent 29.5.2010 09:58
Fáar skoðanakannanir fyrir kosningarnar í dag Hversu nærri úrslitunum fóru skoðanakannanir sem gerðar voru fyrir sveitastjórnarkosningarnar 2006? Innlent 28.5.2010 22:23
Hanna Birna vinnur á meðal kvenna Talsvert fleiri segjast nú vilja að Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, verði borgarstjóri en fyrir viku, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Innlent 28.5.2010 22:23
Ný framboð skapa óvissu Fólk vill breytingar í kosningunum, ný framboð skapa óvissu og forspárgildi skoðanakannanna er lítið að mati stjórnmálafræðinga. Innlent 28.5.2010 22:23
Vara við rangfærslum og hræðsluáróðri Evrópusamtökin mótmæla í yfirlýsingu auglýsingum Samtaka ungra bænda, sem birtust í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í gær. Samtökin segja umræðu um málefni Evrópusambandsins verða að vera málefnalega, ekki byggða á rangfærslum og hræðsluáróðri. Innlent 28.5.2010 22:23
Leiðrétting: Framsóknarflokkurinn á heiðurinn að frístundakortunum Í frétt á Stöð 2 í kvöld, þar sem fjallað var um kosningaloforð flokkanna fyrir síðustu kosningar og orð og efndir í þeim efnum, varð fréttakonu á að eigna Sjálfstæðisflokknum heiðurinn að frístundakortum fyrir börn í borginni. Innlent 28.5.2010 21:21
Frambjóðendur tókust á í beinni Fulltrúar þeirra framboða í Reykjavík sem hafa verið að mælast með mann inni í könnunum fyrir komandi kosningar á morgun hittust í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Þar var farið yfir helstu áherslur flokkanna og spáð í spilin um mögulegt samstarf að kosningum loknum. Innlent 28.5.2010 19:32
Segir skemmdarvarga tengda Samfylkingunni Mikil harka er hlaupin í kosningabaráttuna í Kópavogi. Kosningastjóri framsóknarflokksins sakar aðila tengda frambjóðanda Samfylkingarinnar um að hafa skemmt fjölda kosningaskilta á vegum flokksins í bænum. Frambjóðandinn segir ásakanirnar fásinnu. Innlent 28.5.2010 18:44
Veðja á Jón Gnarr Jón Gnarr verður næsti borgarstjóri í Reykjavík ef marka má spár þeirra sem veðja á vefsíðunni Betsson. Næstlíklegust þykja þau Hanna Birna Kristjánsdóttir og Dagur B. Eggertsson. Þá eru einhverjir sem spá því að næsti borgarstjóri komi ekki úr hópi þeirra sem bjóða sig fram til borgarstjórnar en langólíklegast þykir að Sóley Tómasdóttir verði borgarstjóri. Innlent 28.5.2010 18:28
Besti flokkurinn dalar - Sjálfstæðismenn í sókn Besti flokkurinn fær sex borgarfulltrúa ef kosningar á morgun verða í samræmi við nýja könnun sem Capacent gerði fyrir RÚV og sagt var frá í sexfréttum. Innlent 28.5.2010 18:17
Reykjavíkurframboðið kærir Stöð 2 til útvarpsréttarnefndar Reykjavíkurframboðið hefur lagt fram kæru á Stöð 2 til útvarpsréttarnefndar vegna brots á 9. grein útvarpslaga. Krafist er tafarlausrar úrlausnar útvarpsréttarnefndar með tilliti til sveitarstjórnarkosninganna á laugardaginn. Innlent 28.5.2010 13:42
Sjöundi meirihlutinn sem fellur Bæjarstjórnarmeirihlutinn í Kópavogi er sjöundi meirihlutinn sem fellur, samkvæmt skoðanakönnunum Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, sem mynda meirihlutann, tapa fylgi frá síðustu könnun, sem gerð var 8. apríl. Innlent 28.5.2010 08:11
Vonast eftir betri niðurstöðu í kosningunum „Þetta eru nú ákveðin vonbrigði. Ég stóð í þeirri trú að við myndum bæta við okkur jafnt og þétt. Ég hef stefnt að því allan tímann að ná hreinum meirihluta til að við getum staðið fyrir einhverjum alvöru breytingum í borginni,“ segir Jón Gnarr, efsti maður á lista Besta flokksins. Innlent 27.5.2010 22:50
D-listinn vinnur mann af Besta flokknum í borginni Stuðningur við Sjálfstæðis-flokkinn í Reykjavík hefur aukist síðustu vikuna, á meðan dregur úr fylgi Samfylkingarinnar og Besta flokksins, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í gærkvöldi. Innlent 27.5.2010 22:49
Steinunn Valdís segir af sér þingmennsku Steinunn Valdís Óskarsdóttir hefur ákveðið að segja af sér sem þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík. Innlent 27.5.2010 17:34
Hreyfingin gagnrýnir Stöð 2 harðlega Þingmenn Hreyfingarinnar mótmæla harðlega vinnubrögðum Stöðvar 2 nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga en stöðin hyggst gera upp á milli framboða í Reykjavík með því að bjóða aðeins sumum framboðum að koma fram í umræðuþætti annað kvöld. Þetta kom fram í tilkynningu frá Hreyfingunni sem hún sendi frá sér fyrr í dag. Innlent 27.5.2010 16:22
Oddviti L-listans: Bíðum róleg „Við erum róleg og vitum að að leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar. Við bíðum því róleg eftir því hvað kemur upp úr kjörkössunum," segir Geir Kristinn Aðalsteinsson sem skipar fyrsta sæti á framboðslista L-listans, lista fólksins, á Akureyri. Innlent 27.5.2010 15:36
Flestir vilja Hönnu Birnu í borgarstjórastólinn Flestir Reykvíkingar, eða rösklega 41 prósent, vilja að Hanna Birna Kristjánsdóttir verði áfram borgarstjóri, samkvæmt skoðanakönnun Morgunblaðsins. Heldur fleiri konur styðja Hönnu Birnu en karlar. Innlent 27.5.2010 07:04
Steinunn Valdís segi af sér Innan borgarstjórnarhóps Samfylkingar er mikið rætt um að Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður flokksins, eigi að segja af sér þingmennsku, að sögn Hjálmars Sveinssonar, sem er í fjórða sæti listans. Innlent 26.5.2010 22:17
Segir keppinauta njóta forskots Fulltrúar C-listans í Grímsnes- og Grafningshreppi gagnrýna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Sólheimum í Grímsnesi í dag. Innlent 26.5.2010 22:17
Jón Gnarr gerir kröfu til borgarstjórastólsins Jón Gnarr gerir kröfu til þess að verða borgarstjóri Reykjavíkur, nái Besti flokkurinn mestu fylgi í komandi kosningum á laugardag. Þetta kom fram í umræðuþætti á Skjá einum í kvöld þar sem oddvitar framboðanna í Reykjavík tókust á. Innlent 26.5.2010 22:36
Þrír dagar til sveitastjórnakosninga - myndskeið Nú eru aðeins þrír dagar til sveitastjórnakosninga. Fréttamenn og myndatökumenn á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis hafa fylgst grannt með gangi mála. Nú þegar hafa þeir kynnt sér helstu strauma og stefnur í fimm af stærstu sveitarfélögum landsins og munu halda áfram að kynna sér málin allt fram á elleftu stundu. Innlent 26.5.2010 11:45
Besti flokkurinn með sjö fulltrúa Besti flokkurinn fær 43 prósenta fylgi og sjö fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur samkvæmt skoðanakönnun Morgunblaðsins. Vantar því aðeins einn fulltrúa á hreinan meirihluta. Innlent 26.5.2010 06:48
Hefur ekki gefið sér tíma enn „Ég geri það á morgun eða hinn,“ sagði Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi í gær, spurður hvenær hann hyggst gefa upp nöfn þeirra fyrirtækja sem gáfu honum styrki fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006. Innlent 24.5.2010 22:09
Skýrsla um Álftanes eftir kosningar Ríkisendurskoðun segir að niðurstöður athugunar á fjárhagsstöðu sveitarfélagsins Álftanes muni ekki verða kynntar fyrr en um miðjan júní. Innlent 24.5.2010 22:09
Um 4500 erlendir ríkisborgarar með kosningarétt Rétt rösklega 4500 erlendir ríkisborgarar eiga kosningarrétt við sveitarstjórnarkosningarnar þann 29. maí næstkomandi og hefur dómsmála- og mannréttindaráðuneytið nú sent þeim öllum kynningarbækling um kosningarnar. Í bæklingnum er að finna leiðbeiningar á ellefu tungumálum auk íslensku um kosningarrétt, kjörskrá, framkvæmd atkvæðagreiðslu og fleira. Innlent 20.5.2010 16:27
Segir valið standa á milli Í-listans og núverandi meirihluta Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi og oddviti Í-listans á Ísafirði, segir að ný skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sýni að valið í kosningunum í lok mánaðarins standi á milli núverandi meirihluta og Í-listans. Innlent 20.5.2010 10:38