Innlent

Sjöundi meirihlutinn sem fellur

Mynd/Pjetur
Bæjarstjórnarmeirihlutinn í Kópavogi er sjöundi meirihlutinn sem fellur, samkvæmt skoðanakönnunum Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, sem mynda meirihlutann, tapa fylgi frá síðustu könnun, sem gerð var 8. apríl.

Aðrir meirihlutar,sem falla samkvæmt könnunum sömu miðla eru í Reykjavík, Hafnarfirði, á Akranesi, Akureyri, Ísafirði og í Árborg. Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda býr í þessum sveitarfélögum.


Tengdar fréttir

Í-listinn mælist með hreinan meirihluta

Í-listinn, sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna, Frjálslyndra og óháðra, fær hreinan meirihluta bæjarfulltrúa á Ísafirði samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi.

Sjálfstæðisflokkur heldur meirihluta

Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum en heldur hreinum meirihluta bæjarfulltrúa samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í gærkvöldi.

Meirihlutinn kolfallinn á Akureyri

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akureyrar er fallinn samkvæmt könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Sjálfstæðisflokkurinn geldur afhroð og missir tvo af fjórum bæjarfulltrúum.

D-listinn vinnur mann af Besta flokknum í borginni

Stuðningur við Sjálfstæðis-flokkinn í Reykjavík hefur aukist síðustu vikuna, á meðan dregur úr fylgi Samfylkingarinnar og Besta flokksins, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í gærkvöldi.

Samfylkingin bíður afhroð í Hafnarfirði

Samfylkingin missir meirihluta sinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í komandi sveitarstjórnarkosningum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi.

Meirihlutinn fallinn í Kópavogi

Meirihlutinn er fallinn í Kópavogi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Tvö ný framboð ná manni inn á kostnað Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×