Innlent

Flestir vilja Hönnu Birnu í borgarstjórastólinn

Flestir vilja Hönnu Birnu sem borgarstjóra miðað við skoðanakönnun Morgunblaðsins. Mynd/ Vilhelm.
Flestir vilja Hönnu Birnu sem borgarstjóra miðað við skoðanakönnun Morgunblaðsins. Mynd/ Vilhelm.
Flestir Reykvíkingar, eða rösklega 41 prósent, vilja að Hanna Birna Kristjánsdóttir verði áfram borgarstjóri, samkvæmt skoðanakönnun Morgunblaðsins. Heldur fleiri konur styðja Hönnu Birnu en karlar.

Rúm 27 prósent þeirra, sem tóku afstöðu, vilja að Jón Gnarr verði borgarstjóri, og 21 prósent vill að Dagur B.Eggertsson verði það. Aðrir tilnefndir fengu innan við eitt prósent.

Þetta er öfugt hlutfall miðað við stuðning við Sjálfstæðisflokkinn og Besta flokkinn, því Besti flokkurinn nýtur töluvert meira fylgis kjósenda en Sjálfstæðisflokkurinn, í skoðanakönnun Morgunblaðsins, þótt fleiri vilji oddvita Sjálfstæðisflokksins sem borgarstjóra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×