Innlent

Jón Gnarr gerir kröfu til borgarstjórastólsins

Jón Gnarr gerir kröfu til þess að verða borgarstjóri Reykjavíkur, nái Besti flokkurinn mesta fylgi í komandi kosningum á laugardag. Þetta kom fram í umræðuþætti á Skjá einum í kvöld þar sem oddvitar framboðanna í Reykjavík tókust á.

Sölvi Tryggvason spurði Jón ennfremur út í núverandi starf Jóns, sem nýlega var útnefndur hirðskáld Borgarleikhússins, og sagði Jón ljóst að hann ætli sér ekki að sinna tveimur störfum eftir kosningar.

Allir oddvitar flokkanna átta sem bjóða fram í Reykjavík mættu í þáttinn og ræddu áherslur sínar í helstu málum. Þó fór einna mest púður í að ræða áherslur Besta flokksins, eða skort á þeim, og ástæður þess að hann er að mælast eins vel í könnunum og raun ber vitni.

Að lokum voru oddvitarnir spurðir hverjum þeim hugnist best að vinna með og var allt nokkurn veginn opið hjá þeim flestum í þeim efnum, nema hjá Ólafi F. Magnússyni, sem þvertók fyrir að vinna með Framsóknarflokknum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×