Fjármálamarkaðir

Fréttamynd

Líf­eyris­sjóðir mættu huga að „fleiri hólfum“ á skulda­hlið bankanna

Þrátt fyrir að vaxtakjör íslensku bankanna á nýlegum erlendum útgáfum hafi verið ein þau hæstu frá fjármálahruninu 2008 þá er það „rétt stefna“ að halda þeim mörkuðum opnum á tímum þegar aðstæður eru krefjandi, að sögn seðlabankastjóra. Það væri góð þróun ef íslensku bankarnir gætu farið að fjármagna sig innanlands til lengri tíma á nafnvöxtum en þá þyrftu lífeyrissjóðirnir að fara huga að „fleiri hólfum“ á skuldahlið bankanna.

Innherji
Fréttamynd

Fjár­festar selt í hluta­bréfa­sjóðum fyrir nærri fjóra milljarða frá ára­mótum

Almennir innlendir verðbréfasjóðir hafa horft upp á nettó útflæði í hverjum mánuði frá áramótum samhliða áframhaldandi erfiðum aðstæðum á mörkuðum. Fjárfestar hafa þannig minnkað stöðu sína í hlutabréfasjóðum um 3,6 milljarða á fyrstu fjórum mánuðum ársins sem kemur til viðbótar við útflæði úr slíkum sjóðum upp á samtals átta milljarða á öllu árinu 2022.

Innherji
Fréttamynd

Mikil á­skorun að ná 3,5 prósenta raun­á­vöxtun með verð­bólgu í hæstu hæðum

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) var með lökustu raunávöxtunina meðal stærstu sjóða landsins á árinu 2022 sem einkenndist af afar krefjandi aðstæðum á flestum eignamörkuðum. Sé litið til síðustu tíu ára hefur árleg raunávöxtun sömu lífeyrissjóða að jafnaði verið á bilinu 4,5 til 5,3 prósent en stjórnarformaður LSR varar við því að krafa um að sjóðirnir nái að skila ávöxtun yfir 3,5 prósenta viðmiðinu verði veruleg áskorun þegar verðbólgan er í hæstu hæðum.

Innherji
Fréttamynd

„Hættan við of sam­ræmdar reglur á fjár­mála­markaði er sam­ræmið“

Ítrekaðar athugasemdir Seðlabanka Íslands og erlendra stofnana við stjórnarhætti lífeyrissjóða og áhættustýringu þeirra rista ekki nógu djúpt að sögn framkvæmdastjóra Birtu lífeyrissjóðs. Hann varar við því að tilraunir til að endurskoða reglur um áhættustýringu hjá sjóðunum – í því skyni að samræma regluverkið á fjármálamarkaði – geti leitt til þess að allir bregðist við áhættu á sama hátt og þannig magnað upp áhættu á markaði.

Innherji
Fréttamynd

Pen­ing­a­stefn­u­nefnd ætti að fund­a oft­ar í ljós­i krefj­and­i að­stæðn­a

Markaðurinn brást við meiri stýrivaxtahækkun en væntingar stóðu til með því að ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa hækkaði og hlutabréf lækkuðu í verði. Verðbólguálag til skemmri tíma hækkaði um 20-30 punkta. Sérfræðingur á markaði bendir á að mögulega hafi stýrivaxtahækkunin verið hærri í ljósi þess hve langt er í næsta fund peningastefnunefndar og gagnrýnir að peningastefnunefnd skuli ekki funda mánaðarlega í ljósi krefjandi aðstæðna í hagkerfinu.

Innherji
Fréttamynd

Del­o­itt­e og EY vilj­a sam­ein­ast

Deloitte á Íslandi og EY á Íslandi hafa átt í viðræðum um mögulegan samruna fyrirtækjanna. Sameinað fyrirtæki mun starfa undir merkjum Deloitte og vera hluti af alþjóðlegu neti þess.

Innherji
Fréttamynd

Arion fylgir á eftir Ís­lands­banka með út­gáfu upp á 300 milljónir evra

Arion banki hefur klárað útgáfu á almennum skuldabréfum til hóps alþjóðlega fjárfesta fyrir samtals 300 milljónir evra, jafnvirði um 45 milljarðar króna, en vaxtaálagið var 407 punktar. Það er lítillega lægra álag en í sambærilegri skuldabréfaútgáfu Íslandsbanka í síðustu viku en vaxtakjör bankanna eru með þeim óhagstæðustu sem þeir hafa fengið frá fjármálahruninu 2008 og endurspegla erfiðar aðstæður á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum.

Innherji
Fréttamynd

Vísi­sjóðir með fulla vasa fjár eftir tíma­bil sem var „orðið hálf klikkað“

Íslenski vísisjóðir, sem söfnuðu metfjármunum í nýjustu sjóði sína 2021 þegar vextir voru sögulega lágir, eru enn stútfullir af fjármagni þrátt fyrir að hafa fjárfest í fyrirtækjum fyrir um þrettán milljarða króna á síðustu tveimur árum. Sjóðirnir starfa nú í gjörbreyttu umhverfi þar sem verðlagning á sprotafyrirtækjum hefur lækkað verulega og þrengt hefur að möguleikum þeirra til að afla sér fjármagns. Við erum að koma út úr tímabili sem var „orðið hálf klikkað,“ útskýrir sjóðstjóri, og eðlilega muni núna hægja á sölum á sprotafyrirtækjum.

Innherji
Fréttamynd

Horfur fyrir láns­hæfi Ís­lands batna

Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs eru staðfestar og horfur lánshæfis hans eru taldar hafa batnað í nýju mati alþjóðlegs matsfyrirtækis. Matið byggir á því að horfur í opinberum fjármálum og geta Íslands til að mæta áföllum haldi áfram að batna, mögulega umfram væntingar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hrun hjá Marel og feðgarnir töpuðu 7,5 milljörðum

Verð á hluta­bréfum Marel lækkaði í gær um 17,56 prósent og fór markaðs­virði fé­lagsins úr 452 milljörðum niður í 381 milljarð. Eignarhlutur Eyrir Invest, stærsta hlut­hafinn í Marel, rýrnaði um 19,5 milljörða króna  vegna lækkunarinnar. Hlutur tveggja stærsta eig­enda Eyris, feðganna Þórðar Magnús­sonar og Árna Odds Þórðar­sonar rýrnaði um 7,5 milljarða vegna lækkana gær­dagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Væntingar um traust ríkisfjármál vinna á verðbólgu

Staðreyndin er sú að ef ríkissjóður er rekinn með halla, þá þarf hann að fjármagna þann halla með útgáfu nýrra skuldabréfa. Þannig eykst framboð ríkisskuldabréfa á markaði, sem aftur lækkar verð þeirra og leiðir til þess að vextir hækka. Eitt skýrasta dæmið um að tiltekt í ríkisfjármálum og trúverðug stefna hafi skilað vaxtalækkun var að finna í forsetatíð Bill Clintons, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.

Umræðan
Fréttamynd

Krist­rún vill að minnsta kosti Lands­bankann eftir sem áður í eigu ríkisins

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að fákeppnismarkað eins og Ísland þurfi að regluvæða: „Ástæðan fyrir því að ég og fleiri höfum talað fyrir því og fleiri að við höldum að minnsta kosti Landsbankanum í opinberri eigu er að við séum þá með einn banka sem er með opinbert viðmið um eðlilega arðsemi, eðlileg kostnaðarhlutföll.“

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í greiðslu­þrot í júní verði skulda­þakið ekki hækkað

Bandaríska alríkisstjórnin gæti lent í greiðsluþroti strax um mánaðamótin samþykki Bandaríkjaþing ekki að hækka svonefnt skuldaþak ríkisins í tæka tíð, að sögn Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Repúblikanar krefjast mikils niðurskurðar gegn því að þeir samþykki það.

Erlent
Fréttamynd

Sakar stjórn­völd um að tefla trú­verðug­leika á­byrgðar ríkisins í tví­sýnu

Með áformum sínum um að boða slit á uppgjöri ÍL-sjóðs með lagasetningu hafa íslensk stjórnvöld skapað óvissu sem á eftir að hafa „neikvæð áhrif á mun fleiri verkefni“ en sem snúa að gamla Íbúðalánasjóði, fullyrðir framkvæmdastjóri Gildis. Að sögn ráðgjafa lífeyrissjóðanna eru engin dæmi um sambærilegar aðgerðir meðal annarra Evrópuríkja nema þar sem um hefur verið að ræða neyðaraðstæður.

Innherji
Fréttamynd

„Fun­heitt“ hag­kerfi kallar á aðra stóra vaxta­hækkun Seðla­bankans

Nýlega birtar verðbólgutölur, mun hærri en greinendur höfðu vænst, ásamt öðrum hagvísum sem sýna mikinn þrótt í hagkerfinu þýðir að líkur eru á að vextir Seðlabankans verði hækkaðir í annað sinn í röð um 100 punkta síðar í þessum mánuði en verðbólguálag á skuldabréfamarkaði fer rísandi á nýjan leik. Áfram er mikill vöxtur í nýjum útlánum bankanna til atvinnufyrirtækja þrátt fyrir að fjármagnskostnaður hafi aukist verulega.

Innherji
Fréttamynd

Stoðir kaupa ráðandi hlut í Arctic Adventures

Stoðir leiða hóp innlendra fjárfesta sem hafa gengið frá kaupum á samtals nærri helmingshlut í Arctic Adventures. Viðskiptin voru gerð eftir að fyrrverandi forstjóri félagsins nýtti sér forkaupsrétt og seldi áfram hlutina í Arctic Adventures til fjárfestingafélagsins sem er nú orðið stór eigandi í þremur ferðaþjónustufyrirtækjum. 

Innherji
Fréttamynd

Þórð­ur Magn­ús­son hætt­ir sem stjórn­ar­for­mað­ur Eyr­is eft­ir 23 ára starf

Þórður Magnússon hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn Eyris Invest. Hann hefur leitt félagið sem stjórnarformaður í 23 ár. Friðrik Jóhannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Burðarás, mun taka við sem stjórnarformaður fjárfestingafélagsins. Hann mun koma nýr inn í stjórnina ásamt Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans. Kristín Pétursdóttir, annar stofnandi Auðar Capital, mun ekki heldur gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Innherji
Fréttamynd

Sjóðstjórar í ólgu­sjó þegar þeim var reitt þungt högg við verð­hrun Al­vot­ech

Íslenskir hlutabréfasjóðir hafa orðið fyrir þungu höggi eftir að gengi Alvotech, sem þar til fyrir skemmstu var verðmætasta fyrirtækið á markaði, hefur fallið um 36 prósent á aðeins sjö  viðskiptadögum. Sjóðir Akta, einkum vogunarsjóðir í stýringu félagsins, höfðu meðal annars byggt upp verulega stöðu á skömmum tíma sem nam vel yfir fimm milljörðum króna daginn áður en tilkynnt var um að FDA myndi ekki veita Alvotech markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir sitt stærsta lyf að svo stöddu. Greining Innherja á umfangi innlendra fjárfesta og sjóða í hluthafahópi Alvotech leiðir meðal annars í ljós að skuldsetning að baki hlutabréfastöðum í félaginu virðist hafa verið fremur hófleg.

Innherji
Fréttamynd

Bankarnir bíða með ó­þreyju eftir sjálf­bærri út­gáfu ríkis­sjóðs

Íslensku viðskiptabankanir bíða óþreyjufullir eftir því að ríkissjóður gefi út sitt fyrsta sjálfbæra skuldabréf sem myndi gagnast sem viðmið fyrir verðlagningu á sjálfbærum íslenskum skuldabréfum á erlendum mörkuðum. Engin ákvörðun hefur verið tekin um tímasetningu enda er ríkissjóður, sem uppfyllir alla lánsfjárþörf sína með útgáfu á innlendum markaði, ekki í neinum flýti.

Innherji
Fréttamynd

Bankarnir „reiða sig“ helst til of mikið á evrópska skulda­bréfa­fjár­­festa

Þegar kemur að fjármögnun á erlendum mörkuðum þá hafa íslensku bankarnir að undanförnu gert sér grein fyrir því að þeir eru að treysta of mikið á evrópska fjárfesta, að sögn bankastjóra Arion, sem telur að bankarnir hafi góða sögu að segja og mikilvægt sé reyna ná til breiðari hóps erlendra skuldabréfafjárfesta. Væntingar eru sömuleiðis um að lífeyrissjóðirnir fari að sýna meiri áhuga á að kaupa skuldabréf á bankanna.

Innherji
Fréttamynd

Alþjóðahagkerfið sýnir styrk en verðbólga lækkar hægt

Vaxtahækkanir erlendis hafa áhrif hér eins og annars staðar í heiminum. Ef hægir á hagvexti í umheiminum kemur það fljótlega fram í hagvexti hér. Það mun einnig hafa áhrif á fjármögnun þjóðarbúsins í gegnum bankakerfið og beina erlenda fjárfestingu sem verður þyngri og dýrari. 

Umræðan
Fréttamynd

Mats­fyrir­tækin „ekki mjög ör­lát“ í ein­kunna­gjöf sinni á ís­lenska ríkið

Umrót og krefjandi aðstæður á alþjóðlegum fjármálamörkuðum síðustu misseri hefur undirstrikað vel að efnahagslegur styrkleiki íslenska hagkerfisins er meiri heldur en endurspeglast í lánshæfiseinkunn ríkissjóðs, að mati eins af stjórnendum Seðlabankans, sem telur að ríkið muni bráðlega skoða að ráðast í erlenda skuldabréfaútgáfu. Framkvæmdastjóri hjá Barclays tekur í svipaðan streng og segir að lánshæfiseinkunn íslensku bankanna ætti „líklega“ að vera hærri en hún er um þessar mundir.

Innherji