Sýningar á Íslandi

Fréttamynd

Kanónur með list­ræna þrennu á Flat­eyri

Menningarlífið iðar á Vestfjörðum en þrír þekktir myndlistarmenn opna sýningar á verkum sínum á Flateyri næstkomandi laugardag og eru sýningarnar opnar öllum. Listamennirnir eru Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter, Hrafnkell Sigurðsson og Kristján Björn Þórðarson.

Menning
Fréttamynd

„Leiðin verður að vera ó­viss svo vel sé“

„Verklag mitt er samfellt flæði. Öllu skiptir að vera stöðugt að og leitandi,“ segir myndlistarkonan Guðný Rósa Ingimarsdóttir. Hún opnaði einkasýninguna Hornafjöldi í hættu í Ásmundarsal á dögunum en sýningin fylgir gestum inn í sumarið og stendur til 6. ágúst næstkomandi.

Menning
Fréttamynd

„Hluti af heild sem við skiljum ekki“

„Í gegnum þessa rannsókn vonast ég til þess að draga fram ró og jafnvægi,“ segir myndlistarmaðurinn Unnar Ari Baldvinsson. Hann opnar sýningu í versluninni La Boutique Design að Mýrargötu næstkomandi föstudag. Blaðamaður ræddi við Unnar Ara en verk hans, sem einkennast gjarnan af einföldum formum og sterkri litanotkun, hafa vakið athygli á síðastliðnum árum.

Menning
Fréttamynd

„Leik­myndin er auð­vitað al­gjört rusl“

„Upp kom sú hugmynd að búa til viðburð sem væri frekar eins og leikhús heldur en ráðstefna,“ segir Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, listrænn stjórnandi frumkvöðlahátíðarinnar Iceland Innovation Week. Loftlagsleikhúsið Ok, Bye fer fram í dag en viðburðurinn er hluti af hátíðinni sem fer fram í Kolaportinu um þessar mundir.

Menning
Fréttamynd

Vatnið alltaf heillað þrátt fyrir mikla hræðslu

„Vatnið hefur alltaf heillað mig og jafnframt valdið mér ótta. Þótt það hljómi kannski ótrúlega þá hef ég ætíð verið vatnshrædd og er nánast ósynd,“ segir myndlistarkonan Guðbjörg Lind. Hún opnaði nýverið sýninguna Uppáhelling fyrir sæfarendur í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu 17, hafnarmegin.

Menning
Fréttamynd

Fegurðin og gleðin í mynd­listinni

Starfsemi Myndlistarfélags Árnessýslu blómstrar nú sem aldrei fyrr því félagsmönnum fjölgar og fjölgar og myndlistarsýningum í takt við það. Nýjasta sýningin, sem heitir "Gróskan” hefur verið opnuð í blómabænum Hveragerði.

Lífið
Fréttamynd

Fagnaðar­fundir í 80 ára af­mæli Loft­leiða

Margt var um manninn á opnunarhátíð 80 ára afmælissýningu Loftleiða í bíósal Hótel Natura 8. mars síðastliðinn. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og ferðamálaráðherra opnaði hátíðina og flutti fræðandi erindi.

Lífið
Fréttamynd

Þrífst vel í brjálaðri vinnu­menningu í New York

„Stundum hef ég verið að vinna tíu daga í röð án þess að fatta það og þarf þá að anda í smá stund,“ segir þrívíddarhönnuðurinn María Guðjohnsen. Hún hefur verið búsett í New York undanfarin ár og tekið þátt í ýmsum spennandi verkefnum á borð við hina virtu listahátíð Art Basel í Miami.

Menning
Fréttamynd

Sam­tal við mömmu sem olli straum­hvörfum

„Ef ég lít til baka þá sé ég að ég var alltaf að búa eitthvað til og skapa. Ég var alltaf að gera eitthvað skapandi en það var enginn að segja mér að fara þessa leið,“ segir listamaðurinn Loji Höskuldsson, sem hefur skrifað nafn sitt með j-i síðan í grunnskóla. Loji er með á samsýningu sem opnar í nýju rými Gallery Port á laugardaginn og eru verkin hans gríðarlega eftirsótt. 

Menning
Fréttamynd

Keypti 600 Bónus­poka og gerði úr þeim lista­verk um fá­tækt

Sæmundur Þór Helgason opnaði nýverið Af hverju er Ísland svona fátækt? í Nýlistasafninu. Hann segir að sýningunni sé „sú fegraða ímynd sem Ísland kynnir gjarnan út á við dregin í efa með því að varpa ljósi á ólíkar upplifanir mismunandi fólks í landinu.“

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Menningarþyrstir fengu list­rænt D-vítamín

Margt var um manninn á Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu síðastliðið fimmtudagskvöld. Menningarþyrstir gestir komu þangað að sækja sér auka skammt af skapandi orku úr myndlistarlífi samtímans hérlendis á samsýningunni D-vítamín.

Menning
Fréttamynd

Fal­legustu bækur í heimi til sýnis í Garða­bæ

Fallegustu bækur í heimi eru nú til sýnis á Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ. Grafískur hönnuður segir að í bókverkunum sé hugsað út í minnstu smáatriði, allt frá staðsetningu blaðsíðutalsins og því hvernig titlar séu settir upp. 

Menning
Fréttamynd

Myndaveisla: List­rænt fjör í Marshallhúsinu

Margt var um manninn á sýningaropnun hjá Þulu Gallery í Marshallhúsinu síðastliðinn laugardag. Sýningin, sem ber heitið Árfarvegur, býður gestum að stíga inn í heim þar sem hið stóra og smáa mætist og er samsýning Kristins E. Hrafnssonar, Önnu Maggýjar, Hrafnkels Sigurðssonar og Vikram Pradhan.

Menning
Fréttamynd

„Stundum er best að skjóta fyrst og spyrja svo“

„Ég held að í þeim raunveruleika sem við búum við í dag sé hugsunin að mörgu leyti orðin óvinur okkar,“ segir listamaðurinn Jakob Veigar í samtali við blaðamann. Hann stendur fyrir sýningunni „I think, therefore I'm fucked“ sem opnar í Listasal Mosfellsbæjar næstkomandi laugardag.

Menning
  • «
  • 1
  • 2