Netverslun með áfengi

Fréttamynd

Daðrað við sölu

Um þessar mundir er mikill þrýstingur frá áfengisiðnaðinum á stjórnvöld um allan heim. Allur sá þrýstingur er á forsendum ítrustu sérhagsmuna áfengisiðnaðarins. Á Íslandi er þrýstingurinn áþreifanlegur. Þrýstingurinn gengur út á að stórauka áfengissölu og knésetja áfengiseinkasölur eins og ÁTVR.

Skoðun
Fréttamynd

Frelsið er yndis­legt

Í dag eru 35 ár síðan bjórbanninu var aflétt og síðan þá hafa ítrekað verið lögð fram lagafrumvörp til að auka frelsi í áfengismálum, t.d. um að heimila innlenda netverslun á áfengi, en frumvörpin hafa ekki náð fram að ganga.

Skoðun
Fréttamynd

Kærir sjálfan sig til lög­reglu

Árni Guðmundsson hefur gefið sig fram við laganna verði og játar brot sitt gagnvart áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Hann segist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega.

Innlent
Fréttamynd

Með hendur í vösum?

Ágæta Halla. Íslendingar skilja út á hvað lýðheilsa gengur. Skilja mikilvægi þess að hafa regluverk sem hefur verndandi áhrif. Ekki síst í þágu barna og ungmenna. Íslendingar flestir vita að áfengi, tóbak og nikótín eru heilsuspillandi vörur sem geta undir engum kringumstæðum flokkast sem venjulegar vörur.

Skoðun
Fréttamynd

Sante hafi veitt við­skipta­vinum rangar upp­lýsingar

Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Santewines, sem rekur vefsíðuna sante.is, hafi veitt neytendum rangar upplýsingar um rétt þeirra til að falla frá samningi í skilmálum sínum. Skilmálar síðunnar um rétt neytenda séu því ólögmætir. 

Neytendur
Fréttamynd

Á­fengis­málin ekki einka­mál eins ráðu­neytis

Forsætisráðherra segir að ræða þurfi áfengismálin á mun breiðari grundvelli en einungis innan veggja eins ráðuneytis. Hún sjálf sé á meðal þeirra ráðherra sem hafi komið í veg fyrir áfengisfrumvörp hafi verið afgreidd út úr ríkisstjórn.

Innlent
Fréttamynd

„Glæsi­legt“ að Costco selji nú á­fengi

Dómsmálaráðherra segir löngu tímabært að endurskoða áfengislöggjöfina hér á landi. Hins vegar hafi gengið illa að koma frumvörpum um áfengi út úr ríkisstjórn. Viðskiptavinir Costco virðast flestir hlynntir sölu áfengis í versluninni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hag­kaup bætist í hóp verslana sem selja á­fengi

Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt.

Neytendur
Fréttamynd

Sjálf­­stæðis­­flokkurinn er skað­ræðis­­skepna - Fyrst hænu­skref, svo net­sala á­fengis

Sjálfstæðisflokkurinn hefur stefnt að því afar lengi að sala áfengis verði tekin úr höndum hins opinbera og afhent einkaaðilum. Eins og allir sjá hefur áhugi hans og ákefð magnast mikið þótt á undangengnum áratugum hafi sífellt komið betur og betur í ljós hvernig stóraukið framboð sem hlýst af slíkum ráðstöfunum leiðir af sér vaxandi áfengisböl og ýmsan annan óskunda.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkurinn er skað­ræðis­skepna – Stór­hættu­legt á­fengis­laga­frum­varp

Því miður verður ekki sagt um frumvarp um vefverslun (netverslun) með áfengi sem fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í fyrra að því hafi ekki fylgt nein hætta á aukinni neyslu. Sama gildir að öllum líkindum um frumvarp dómsmálaráðherra um sama efni sem væntanlegt var fyrir nóvemberlok samkvæmt þingmálaskrá. Nái það fram að ganga er líklegast að aukningin verði allnokkur, jafnvel veruleg eins og sumir óttast.

Skoðun
Fréttamynd

Líst ekkert á vef­­söluna og vill skerpa á lögum

Þing­­maður Vinstri grænna segir flokkinn mót­­fallinn því að heimila vef­­sölu með á­­fengi. Réttara væri að herða lög­­gjöfina til að koma í veg fyrir að Ís­­lendingar geti stofnað fyrir­­­tæki er­­lendis og selt á­­fengi inn á ís­­lenskan markað.

Innlent
Fréttamynd

Kærði Heim­­kaup til lög­­reglu vegna net­verslunar

Heimkaup hófu í dag netsölu áfengis fyrst stórmarkaða. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur óskýran lagaramma í kringum netsölu áfengis skapa skakka stöðu á sam­keppnis­markaði. Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir áfengissölu Heimkaupa ólöglega og því hafi hann kært fyrirtækið til lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

„Ekkert hægt að koma í veg fyrir þessa þróun“

Heimkaup opnuðu í dag fyrir sölu á áfengi á vefsíðu sinni. Forstjóri Heimkaupa segir þetta mikil tímamót. Nú sé í fyrsta skipti á Íslandi hægt að versla sér mat og áfengi á sama stað líkt og annars staðar í Evrópu.

Neytendur
Fréttamynd

Tæki­færi til að koma viti í á­fengis­markaðinn

Félag atvinnurekenda hefur að undanförnu ítrekað vakið athygli á furðulegri stöðu, óvissu og þversögnum, sem uppi eru á áfengismarkaðnum á Íslandi. Nú þegar stjórnarflokkarnir sitja og ræða áframhaldandi samstarf er frábært tækifæri til að leggja drög að því að koma viti í þennan markað.

Skoðun
Fréttamynd

Hefur ekki keypt á­fengi af net­verslun og skoðar hvort starf­semin standist lög

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir til skoðunar hjá ráðuneyti sínu hvort áfengissala netverslana sem skráðar eru erlendis en starfi að miklu leyti til hér á landi stangist á við lög. Félag atvinnurekanda hefur kallað eftir svörum um málið þar sem fjöldi fyrirtækja hefur áhuga á að hefja slíka sölu. Sjálf hefur Áslaug ekki keypt áfengi af slíkri netverslun.

Viðskipti innlent