Umhverfismál

Fréttamynd

Hugrekki til að vera græn!

Ef þjóðin heldur rétt á spilunum eru mikil tækifæri á Íslandi falin í öflun á grænni orku, umhverfisvænum samgöngum og grænu atvinnulífi. Traustir innviðir um land allt eru lykillinn að slíkri umbreytingu og þeim árangri í loftlagsmálum sem við viljum ná.

Skoðun
Fréttamynd

Loftslagið og dreifbýlið

Það er enginn vafi á því að loftslagsmál og loftslagsbreytingar eru eitt stærsta mál samtímans. Núna í ágúst síðastliðnum var ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna kynnt og þar kom skýrt fram að það þarf að grípa til frekari aðgerða til að stemma stigu við loftslagsvánni og þeirra er þörf strax.

Skoðun
Fréttamynd

Íslenskur iðnaður verði sá grænasti í heimi

Iðnaður sem losar mikið magn gróðurhúsalofttegunda á ekkert erindi á 21. öldinni. Hann verður að hætta að losa eða hætta í rekstri. Raunveruleikinn er ekki flóknari en þetta. Útfærslan getur hins vegar verið ýmis konar, hröð eða hæg, almenn eða sértæk.

Skoðun
Fréttamynd

Um­hugsunar­verð ein­kunna­gjöf

Það er ánægjulegt að Ungir Umhverfissinnar, sem nýlega gáfu stjórnmálaflokkum einkunn fyrir stefnu sína í umhverfis- og loftlagsmálum, hafi endurskoðað einkunnagjöf Sjálfstæðisflokksins og hækkað. Það er gríðarlega mikilvægt að ungt fólk, rétt eins og við öll, láti sig umhverfis- og loftlagsmál varða og því ber að fagna framtaki hópsins.

Skoðun
Fréttamynd

Lögðu mat á stefnu flokkanna í mál­efnum há­lendisins

Stefna Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins þegar kemur að stofnun Hálendisþjóðgarðs hlýtur ekki náð fyrir augum fulltrúa náttúruverndarsamtaka, á meðan stefnur Vinstri grænna, Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar og Sósíalistaflokksins fá grænt ljós.

Innlent
Fréttamynd

Græn um­hverfis­væn fram­tíð í Hafnar­firði

Græn sýn okkar í Hafnarfirði endurspeglast m.a. í aðalskipulagi Hafnarfjarðar, Umhverfis- og auðlindastefnu og heilsustefnu. Græn sýn er grunntónn í heilstæðri stefnumótun Hafnarfjarðarbæjar sem leitast við að vera í fararbroddi í sjálfbærni og umhverfismálum með því m.a. að stuðla að minni losun gróðurhúslofttegunda.

Skoðun
Fréttamynd

Eyjafrýnan nú talin í útrýmingarhættu

Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin (IUCN) telja nú að eyjafrýnan, sem einnig er nefnd kómódódrekinn, sé í útrýmingarhættu. Spáð er að búsvæði þessarar stærstu eðlutegundar á jörðinni minnki um að minnsta kosti 30% á næstu 45 árum.

Erlent
Fréttamynd

Hvernig verða orku­skiptin í sjávar­út­vegi?

Nú í kjölfar nýjustu skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna blasir við öllum sem einhver áhrif geta haft á loftslag jarðar, að bregðast verður við hratt og af öryggi. Hlutverk stjórnvalda er auðvitað mikilvægast, þeirra er að túlka vilja kjósenda og móta stefnuna. Málefnið er hins vegar svo áríðandi að það krefst þess að allir sem eitthvað geta haft um það að segja bregðist við og leggist saman á árarnar.

Skoðun
Fréttamynd

Lífs­hættu­legt öryggis­tæki

Nú með haustinu fer fólk að huga að vetrarhjólbörðum og margir kjósa að aka um á negldum dekkjum, sumir af gömlum vana og aðrir í von um aukið öryggi í hálku og snjó. En er vonin byggð á raunverulegum gögnum? Eru nagladekk nauðsynlegt öryggistæki?

Skoðun
Fréttamynd

Á­forma frið­lýsingar til verndar vot­lendis

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir koma sterklega til greina að gripið verði til friðlýsinga til verndar óraskaðs votlendis á næstu árum. Þar sé um forgangsatriði að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Að kjósa framtíð

Hinn 9. ágúst síðastliðinn kom út drungaleg loftslagsskýrsla á vegum Sameinuðu þjóðanna. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri samtakanna, lýsti henni sem „rauðri viðvörun“ fyrir mannkynið; ef blaðinu yrði ekki strax snúið við væru milljarðar manna í bráðri hættu af völdum óafturkræfra loftslagsbreytinga. Stór orð en fyllilega réttlætanleg.

Skoðun
Fréttamynd

Megi sólin skína!

Loftslagsmálin eru í brennidepli fyrir komandi kosningar og það má segja að þetta séu fyrstu kosningarnar þar sem flestir stjórnmálaflokkar leggja að einhverju leyti áherslu á mikilvægi aðgerða gegn loftslagsvánni.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórnmálaflokkar fá falleinkunn

Stóru málin í þessari kosningabaráttu ættu fyrst og fremst að vera umhverfis- og loftslagsmál, því yfir okkur vofir neyðarástand. Í gær kynntu Ungir umhverfissinnar niðurstöður á Sólarkvarðanum. Kvarðinn var hannaður til að meta stefnur allra stjórnmálaflokka í umhverfis- og loftslagsmálum svo að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun í kjörklefanum. Niðurstöðurnar voru sláandi.

Skoðun
Fréttamynd

Græn orka er lausnin

Í leiðtogaumræðum á RÚV þann 31. ágúst sl. sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, frambjóðandi Pírata, að ekki þyrfti að virkja meira á Íslandi til að ná árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

Skoðun
Fréttamynd

Fjölmargir flokkar féllu á prófi Ungra umhverfissinna

Segja má að Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Sósíalistar hafi fallið á prófinu sem Ungir umhverfissinnar lögðu fyrir stjórnmálaflokkanna hvar litið var til umhverfis- og loftslagsstefnu flokkanna. Píratar, Vinstri græn og Viðreisn bera höfuð og herðar yfir aðra flokka í þessum málaflokki.

Innlent
Fréttamynd

KSÍ-málið bætist við þétta dagskrá á Fundi fólksins

Fundur fólksins hefst í dag og segir verkefnastjóri fundarins fólk ekki eiga að missa af neinum viðburði. Síðasti viðburður á þétta dagskrá er umræður Kvenréttindafélags Íslands um menninguna í íþróttahreyfingunni sem ber yfirskriftina Rauða spjaldið: Kynjamisrétti og ofbeldi í íþróttahreyfingunni.

Innlent
Fréttamynd

Raun­hæfar lausnir gegn lofts­lags­vá til fram­tíðar

Loftslagsvá er ein af þeim stærstu ógnum sem mannkynið hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Aukin tíðni óveðra, þurrka og hitabylgja er staðreynd. Stærri og stærri gróðureldar geisa víða um heim og hamfaraflóð æða yfir þéttbýli.

Skoðun