Stj.mál

Fréttamynd

Hyggjast fjölga íbúum í Sandgerði

Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar setti í dag af stað átak til að fjölga íbúum í bænum. Íbúar í Sandgerðisbæ eru nú rúmlega 1.400 og er markmiðið með átakinu að þeim fjölgi í að minnsta kosti tvö þúsund fyrir lok næsta kjörtímabils.

Innlent
Fréttamynd

Formannsslagur og framtíðarsýn

Stefán Jón Hafstein, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, telur að framtíðarsýn og hugmyndafræði jafnaðarmanna hafi ekki notið sín sem skyldi í baráttunni um formannsstólinn í Samfykingunni undanfarna mánuði. Hann kveðst ganga lengra í ályktunum en framtíðarhópur flokksins og skilgreinir sig sem róttækan endurskoðunarsinna.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra gangi erinda Norðlendinga

Ýmislegt virðist vera að gerast í álmálum þessa dagana. Alcoa hefur lýst yfir áhuga á að reisa álver á Norðurlandi og verið er að stofna félög bæði með og á móti stóriðju í Eyjafirði. Sjálfstæðismenn á Suðurnesjum eru ósáttir við iðnaðarráðherra en þeir telja ráðherrann eingöngu ganga erinda Norðlendinga.

Innlent
Fréttamynd

Deilt um fjögur 19. aldar hús

Meirihluti borgarstjórnar samþykkti á fundi sínum í gær að vísa tillögu Ólafs M. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista, um að dregnar verði tilbaka heimildir til að rífa niður fjögur 19. aldar hús við Laugaveg til skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Allir fulltrúar R-listans samþykktu þetta gegn mótatkvæði Ólafs, sem telur að með þessu sé í raun verið að vísa málinu frá eins og gert hafi verið í mars síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Á von á meira lýðræði í Kína

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands telur að Kína muni taka upp lýðræðislega stjórnarhætti innan tíðar. Hann ræddi við nemendur í Peking-háskóla í dag og minnti þá á að valdið væri þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Segir kínverska ráðamenn hræsnara

Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, er lítt hrifinn af auknum samskiptum íslenskra ráðamanna við Kínastjórn. Hann segir á heimasíðu sinni að það sé óskaplega hræsnisfullt tal þegar kínverskir ráðamenn lofi forseta Íslands öllu fögru í mannréttindamálum.

Innlent
Fréttamynd

Ný lög um öryggismál

Ný lög um öryggismál og heilbrigðisþjónustu verða efsta á baugi í stefnumálum verkamannaflokksins á nýju kjörtímabili. Elísabet Bretlandsdrottning mun síðar í dag kynna stefnumál flokksins við hátíðlega athöfn þegar þingið í Bretlandi verður sett.

Erlent
Fréttamynd

Skuggaleg skuldaauking borgarinnar

"Það er skylda okkar í minnihlutanum að gera borgarbúum ljóst hversu alvarleg staða hefur skapast undir óstjórn R-listans," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hann fór hörðum orðum um sívaxandi skuldahala Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Ávarpaði leiðtogafund Evrópuráðs

Davíð Oddsson utanríkisráðherra ávarpaði í dag leiðtogafund Evrópuráðsins sem stendur yfir í Varsjá í Póllandi. Í máli utanríkisráðherra kom fram að eining Evrópu væri háð lýðræði og virðingu fyrir mannréttindum og grunnvallarreglum réttarríkisins. Hér hefði Evrópuráðið einstöku hlutverki að gegna.

Innlent
Fréttamynd

Vill reisa álver á Norðurlandi

Bandaríska álfyrirtækið Alcoa hefur lýst formlega áhuga sínum á að reisa álver á Norðurlandi. Fyrirtækið hefur sent íslenskum stjórnvöldum bréf þar sem lýst er áhuga á að vinna með íslenskum stjórnvöldum og sveitarfélögum á Norðurlandi að hugsanlegri byggingu álvers þar.

Innlent
Fréttamynd

Boða hertar innflytjendareglur

Nafnskírteini, hertar reglur um innflytjendur og uppstokkun í heilbrigðiskerfinu eru meðal helstu stefnumála bresku ríkisstjórnarinnar næsta kjörtímabil. Elísabet Bretadrottning setti nýkjörið þing í morgun við hátíðlega athöfn og kynnti þá, eins og venja er, helstu stefnumál Verkamannaflokksins.

Innlent
Fréttamynd

7-10 þúsund atkvæði í húsi

Á bilinu sjö til tíu þúsund atkvæði í formannskjöri Samfylkingarinnar eru komin í hús en tæplega tuttugu þúsund félagsmenn í Samfylkingunni eru á kjörskrá. Frestur til að skila inn atkvæðum rennur út á fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Hlýddu kalli Castro

Kúbverjar í tugþúsundatali hlýddu kalli síns aldna leiðtoga, Fidel Castro, og fjölmenntu fyrir utan bandaríska sendiráðið í Havana í morgun til að krefjast framsals kúbverska flóttamannsins Luis Posada. Posada er sakaður um hafa orðið sjötíu og þremur að bana árið 1976 þegar sprengja grandaði farþegaflugvél frá Venesúela.

Erlent
Fréttamynd

Berjast um varaformannsstólinn

Lúðvík Bergvinsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis varaformanns Samfylkingarinnar. Ljóst er því að kosið verður um varaformann á landsfundi Samfylkingarinnar á laugardag en auk Lúðvíks hefur Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar boðið sig fram til embættisins.

Innlent
Fréttamynd

Landbúnaðarstofnun á Suðurlandi?

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að vilji sé til þess innan þingsins að ný Landbúnaðarstofnun verði staðsett utan höfuðborgarsvæðisins. Reykir í Ölfusi og Selfoss koma helst til greina. 

Innlent
Fréttamynd

Lúðvík í varaformanninn

Lúðvík Bergvinsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis varaformanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem haldinn verður um næstu helgi. Ágúst Ólafur Ágústsson hafði áður lýst yfir framboði til varaformanns.

Innlent
Fréttamynd

Enn skotið að fólki í Úsbekistan

Enn berast fregnir af byssugelti í borginni Andijan í Úsbekistan. Í gærkvöldi skutu hermenn enn að mótmælendum og eins að hópi fólks sem reyndi að flýja yfir til nágrannaríkisins Kirgistans.

Erlent
Fréttamynd

Gunnar býður sig fram á landsfundi

Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. "Ég hef ákveðið að taka þessari áskorun og miðla þeirri reynslu sem til staðar er og ég bý yfir, meðal annars vegna starfa minna innan jafnaðarmannahreyfingarinnar síðastliðna áratugi," segir Gunnar.

Innlent
Fréttamynd

Umbætur á Mannréttindadómstól

Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í ávarpi á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Varsjá í gær að brýn þörf væri á umbótum á störfum Mannréttindadómstóls Evrópu í ljósi gífurlegrar fjölgunar mála sem til hans berast. Hann sagði að Ísland væri fylgjandi því að komið yrði á fót vettvangi þar sem farið yrði yfir þessi mál.</font />

Innlent
Fréttamynd

Eldri borgarar krefjast kjarabóta

Landssamband eldri borgara vill að ríkisstjórnin geri nú þegar ráðstafanir til þess að bæta kjör eldri borgara og krefst þess að grunnlífeyrir verði alltaf undanþeginn sköttum. Þá er farið fram á að tekjutrygging, heimilisuppbót, tekjutryggingarauki og eingreiðslur verði felldar saman í einn greiðsluflokk.

Innlent
Fréttamynd

Alcoa vill álver fyrir norðan

Alcoa á Íslandi, sem er að reisa Fjarðarál á Reyðarfirði, óskaði í gær eftir formlegum viðræðum við íslensk stjórnvöld um byggingu álvers á Norðulandi.

Innlent
Fréttamynd

Las þingmönnum pistilinn

Breski þingmaðurinn George Galloway las bandarískum þingmönnum pistilinn í harðorðri gagnsókn í dag þegar hann var kallaður til vitnis vegna ásakana um að hafa makað krókinn á vafasömum olíuviðskiptum við Saddam Hussein.

Erlent
Fréttamynd

Alcan hefur ekki fengið leyfi

Hafnarfjarðarbær hefur ekki enn veitt Alcan framkvæmdaleyfi vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Talsmaður iðnaðarráðuneytsins sagði í fréttum um helgina að búið væri að láta gera mat á umhverfisáhrifum fyrir stækkun álversins, stjórnendur þess ættu einungis ætti eftir að taka endanlega ákvörðun og bjóða verkið út.

Innlent
Fréttamynd

Enn skothríð í Úsbekistan

Enn má heyra skothríð í bænum Andijan í Úsbekistan þar sem íbúar risu upp gegn yfirvöldum fyrir helgi. Svo virðist sem uppreisnin sé að breiðast út um landið því að yfirvöld hafa nú einnig lokað nálægum landamærabæ vegna mótmæla og óeirða.

Erlent
Fréttamynd

Þáðu mútur frá Saddam?

Tveir fyrrverandi aðstoðarmenn Pútíns Rússlandsforseta og þjóðernisöfgamaðurinn Zhirinovsky eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá Saddam Hussein. Í staðinn áttu þeir að tala máli Íraksstjórnar, bæði í Moskvu og á alþjóðavettvangi.

Erlent
Fréttamynd

Útilokar allar friðarviðræður

Nýr leiðtogi uppreisnarmanna í Tsjetsjeníu segir að þeir muni aldrei óska eftir friðarviðræðum við Rússa. Hann segir í yfirlýsingu sem birtist á tsjetsjenskri vefsíðu í dag að friðarumleitanir forvera síns, Aslan Maskhadov, hafi ekki skilað neinu og augljóst sé að rússnesk stjórnvöld hafi ekki hug á að slíðra sverðin.

Erlent
Fréttamynd

Högnuðust á viðskiptum við Saddam?

Bandarísk þingnefnd, sem rannsakar spillingamál í tengslum við olíusöluáætlun Sameinuðu þjóðanna, sakar rússneska stjórnmálamenn um að hafa hagnast um tugmilljónir dollara í olíuviðskiptum við Saddam Hussein.

Erlent
Fréttamynd

Lýsa yfir yfirburðasigri

Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Eþíópíu lýsti í morgun yfir yfirburðasigri í kjördæmi höfuðborgar landsins, Addis Ababa, í þingkosningunum í gær. Flokkurinn segist hafa fengið 20 af 23 sætum í kjördæminu.

Erlent
Fréttamynd

Lengst í fríi á Norðurlöndum

Íslenskir þingmenn fá lengst sumarfrí allra þingmanna Norðurlandanna. Finnar fá styst frí, rúmar sex vikur, en Íslendingar rúmar tuttugu.

Innlent
Fréttamynd

Eru mjög óánægð með Gunnar

Ung frjálslynd lýsa í ályktun sem þau hafa sent frá sér mikilli óánægju með framgöngu Gunnars Örlygssonar í síðustu viku þegar hann sagði sig úr Frjálslynda flokknum og gekk í raðir Sjálfstæðisflokksins.

Innlent